Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1946, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1946, Blaðsíða 10
102 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Hann er kominn af góðum spænsk um ættum og talar hann Kastilíu spönsky. Hann var með úfið skegg á vöngum og hár niður á herðar. Hendur hans voru grannar og) næstum gegnsæar. Skyrtan hans, sem einhverntíma hafði verið stíf uð, var hnappalaus og flakti frá honum, svo að sá í bert brjóstið og kaþólskan helgigrip, sem hann hafði hangandi uVn hálsinn. Flibb inn var ekki hnepptur nema á öðr- um endanum og svart ^hálsbindið flaksaði sitt á hvað -út á axlirnar. Lafafrakkinn hans var grár af ryki, buxurnar voru allar með blettum og skórriir hælaslitnir upp í sóla. Hann var nú með koll- húfu á höfðinu, en er jeg ihætti honum seinna um dag'inn á göngu, var hann að vísu í sömu fötunum, en með eldgamlan og beyglaðan pípuhatt á höfði. í vihnustofu hans ægði öllu sam an. Þar hafði hann safnað að sjer hinum ótrúlegustu hlutum, sem hann helt að gætu komið sjer að gagni við tilraunir sínar. Áhöldin hafði hann flest smíðað sjálfur, vegna þess að hann hafði ekki efni á að kaupa sjer góð áhöld. Þau voru gerð úr alls konar efnivið, svo sem vindlakössum, benzínbrús- um, niðursuðudósum og seglgarni og mintu helst á leikföng, sem ein- hver hugvitssamur drengur hefði búið sjer til. Nýtt áhald til að setja á skóvinnuvjel og átti að gjör breyta allri skógerð, var búið til úr tómu skothylki. Úr álíka ó- merkilegu efni hafði hann búið til áhald til að setja á grammófón- nálar, til þess að útiloka málm- hljóð. En eftir góðum Suður-Amer íku sið var grammófónninn hans í ólagi svo að hann gat ekki sýnt mjer hvernig uppgötvunin dugði. Enn einn smíðisgripur var þarna, og kvaðst hann með honum geta | sannað það að hnöttur „gæti snú- ist á tveim öxlum samtímis“; þetta var þráðarhnykill, sem átti að tákna jörðina; var honum snú- ið með rafstraum, en jafnhliða tók hann hliðarveltu með tilstilli drag snúru, sem kom þvert á snúhing- inn. Og ótal önnur þankabrot í eðlisfræði voru þarna. Hann ljek sjer að þessum tilraunum milli þess sem hann kendi í skólanum. Merkileg'asta uppgötvunin hans „Celifono“, var í ólagi svo að mjer gafst ekki kostur á að kynnast á- gæti hennar. En að þessari upp- götvun hefir hann unnið í þrjátíu ár. Hann Ijet sjer ekki nægja að fást við eðlisfræðilegar uppgötv- anir. Þegar jeg fór, gaf hann mjer pjesa, sem hann hafði samið. , Hann hjet „María mey var í Amer íku áður en Kolumbus kom þang- að“. Þarna xannaði höfundurinn það tvímælalaust, eins og hann komst sjálfur að orði, „að hin blessaða jómfrú hefði ekki verið óþekt í Ameríku þeg'ar Spánverjar komu þangað“. Hann byrjaði frá- sögn sína norður í Kanada og rakti sig svo áfram suður eftir allri Ameríku, og „sannaði“ með þjóðsögum og vitnisburði fyrstu trúboðanna og sjálfs síns ályktun um, að „allir þjóðflokkar Indíána hefði kunnað söguna um Adam og Evu, eplið og liög^orminn, synda- fallið og guð 'fæddan af mey“. Það sýnir best hvernig bókin mun vera, að bæjarstjórnin í Loja hefir gefið hana út. Nokkrum dögum seinna trúði hann mjer fyrir því að „Celifono11 uppgötvunin hefði aðeins átt að vera til þess að gera honum feert að koma á framfæri aðal uppgötv un sinni, sem hann hefði unnið að í 40 ár. Vegna fátæktar hafði hann ekki getað smíðað sýnishorn af henni, en hafði hana alla í hug- anum. Þetta var flugvjel „sem hvorki var flugbelgur nje flug- vjel, en alveg örugg og mjög hentug til flutninga". Hann vildi nú fá ráð hjá mjer um það hvernigj hann ætti að koma þessari hug- mynd í framkvæmd, án þess að henni væri stolið frá sjer. Carrion er að eins eitt dæmi um þessa „leyndu“ hugvitsmenn, sem verða að ala allan aldur sinn, þræla og falla í gleymsku; menn, sem hefðu getað orðið frægir hug vitsmenn, rithöfundar eða lista- menn, ef þeir hefðu ekki lent í innikróun skilningsleysisins og smitast af fávísle^um hugmynd- um; menn, sem ekki hafa nein efni eða áhöld, lenda jafnvel á stað þar sem seglgarn og umbúðarpappír er svo að segja ófáanlegt, eins og hjer í Andesfjöll um; menn; sem skortir áræði og sjálftraust til að ryðja sjer til rúms á betri stöðum og hafa það eitt upp úr hugviti sínu, að aðrir njóta ávaxtanna af því. — Þetta er reykháfurinn á skip- inu, sem jeg sigldi einu sinni á, drengur minn. » r.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.