Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1946, Síða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1946, Síða 1
 17. tölublað. JfafgmiHafe* im Sunnudagur 26. maí 1946 XXI. árg. lBfcfold&rT>r*nt*mtíJa fcjt. Asmundur Helgason: EIRÍKUR Á KARLSKÁLA s. emru yrem Þegar fríkirkjusöfnuðurínn var stofnaður 1881 varð Eiríkur aðal- gjaldkeri safnaðarins. Það kom því á hann að lána fje til að borga kirkj una 1884 fyrir söfnuðinn. Kirkj- una hafði Jónas á Svínaskála feng- ið smíðaða í Noregi, vegna þess að eini timburkaupmaðurinn á Eski- firði var svo harðskeyttur mót- stöðumaður fríkirkjunnar, að hann vildi ekki selja efnivið í kirkjuna, þótt margbeðinn væri. Það var haft fyrir satt, að ?irík ur hafði gefið út ávísun á þá versl un til greiðslu fyrir kirkjuna, og hefði hlutaðeiganda þótt það alt annað en gott, en varð að borga. Einu sinni í haustkauptíð er Eiríkur, ásamt fólki sínu, var við sláturstörf, kom til hans kunningi hans og bað hann að lána sjer 20 krónur. Eiríkur kvaðst enga pen- inga hafa á sjer, en vísaði mannin- um til eins kaupmannsins að fá þar peningana. Maðurinn fór, en kom brátt aftur með þau orð, að kaupmaður hefði enga peninga til. Eiríkur brá þá við, hljóp á stað til búðarinnar og sagði um leið: „Ætli hann vilji heldur láta 200 en 20 krónur“. Að lítilli stundu liðinni kom hann aftur og fekk mannin- um 20 krónur. Það kom á Eirík eins og fleiri forsjála og velviljaða bændur að hjálpa þeim, sem með þurftu, um hey fyrir gripi sína að vorlagi, því að hann átti ávalt nægar birgðir af heyum, sem öðru er við kom bú- skap. Mjer er kunnugt um það, að þótt einhver, sem hafði fengið hey hjá honum næsta vor á undan, hafðx ekki getað staðið skil á því, ljet Eiríkur það aldrei standa fyrir hjálpinni. Hann mælti það oft, að hjálpa þyrfti mönnum til að halda lífi í húsdýrum sínum og bjarga þeim áfram, því að þyngra yrði að hjálpa þeim, ef þeir mistu skepn- urnar. Skipstrand. ÞAÐ bar til á hvítasunnu 1898 að frönsk skonnorta kom siglandi út fjörðinn, lensandi í stinnings kalda. Skipinu var stýrt svo nálægt landi, að það gat ekki sloppið við Rif- skerin. Haflóð var og svo ládautt, að hvergi sást bára frá hafi brjóta við land. Skipverjar voru ekki svo hepn- ir að hitta á það djúpa skoru á Rifskerjum að skip þeirra flyti út af þeim. Það rendi því upp á grunn, með svo miklum hraða, að það lagðist til hálfs á hliðina. Frökkum varð víst bylt við, því að all langt var til lands. Þeir settu þegar út „jullur“ sínar og tóku að flytja farangur sinn á land. Líka fórum Við úr landi til að hjálpa þeim við flutninginn. Næstu daga var mest úr skipinu flutt á land, þar til það losnaði af skerinu á föstudag, óskemt og ó- lekt, því að aldrei Kylja sást á sjónum, svaf þá Dröfn með Ægishjónum. Meðan á þessu stóð höfðu skip- verjar aðsetur í verbúð og heyhlöðu og fengu þeir leyfi til að nota hey- ið eins og þeir vildu undir sig og að sjer. Nú komu þeir Carl A. Tulinius konsúll Frakka frá Fáskrúðsfirði og H. Hansen fulltrúi sjóvátrygg- ingafjelaganna frönsku frá Seyðis- firði. Þedr gerðu upp og greiddu allan kostnað, sem af strandinu leiddi, og gekk það bæði fljótt og vel, þar til kom að húsaleigunni fyrir skipsmenn. Sá reikningur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.