Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1946, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1946, Síða 4
256 tíma til þeirra athafna, ef ekki voru sjóferðir eða aðkallandi anndr. Það var reglulega skemtilegt að vera með Eiríki á ferð, eða við að reka fje á fjall. Var hann þá ólatur að segja frá hinnd eftirtektarríku reynslu sinni um alt, er laut að bú- skap og fjárhirðingu, á hvaða tíma árs sem var. En hann var snilling- ur í því að meðhöndla allar skepn- ur. Mjer er þó næst að halda að helst til fáir hafi látið þekkingu hans sjer að kenningu verða. Ein af þeim aflraunum, sem mik- ið voru æfðar á þeim árum var að „fara í krók“. Maður einn, sem fann töluvert tdl sín, hafði æft sig all mikið í þeirri list, og er hann kom á aðra bæi og stansaði eitt- hvað, var það hans fyrsta, er inn var komið, að bjóða heimamönn- um í krók. Eitt sinn er hann kom að Karlskála fór hann sem oftar að bjóða mönnum í krók og ljet svo 'um mælt að hann mundi óhræddur fara í krók við þá menn, er hann þekti þar nærlendis. Eirík ur kom inn í þessu. Hafði hann heyrt á tal gestsins, settist á rúm gegnt honum, rjetti honum græði- fingur hægri handar og sagði: „Hefir þú gaman af að taka í þennan?“ Maðurinn ljet ekki á sjer standa og krækti saman fingrum. Þeir, sem þarna voru viðstaddir, sögðu svo frá, að það hefði verið edns og gesturinn hefði krækt 1 jarðfastan hring, því að hvernig sem hann hamaðist, hreyfðdst Eiríkur ekki. Gafst hinn þá upp. Sögumaður minn sagði mjer að Eiríkur hefði þá sagt: „Þú ættir ekki að fara um og bjóða í krók, þú ert ónýtur til þess“. Heimilishœttir. Á KARLSKÁLA var jafnan gest kvæmt, svo ekki munu hafa veráð margir dagar eða nætur á árinu, að LESBÓK MORGUNBLAÐSINS þar væri ekki gestir, helst eftir að .á vetur ledð og fram eftir vori. Held jeg að það hafi tíðum sannast mál- tækið gamla að „smá gerast erind- in milli Krossmessu og fardaga“. Eiríkur var mjög ræðinn við gesti sína, helst ef þeir voru langt að og gátu sagt einhverjar nýung- ar, því að þá var lítið um annan frjettaflutning en þann, sem gestir og gangandd sögðu. Sumir voru vandir að segja að eins sannleik- ann, aðrir fengust lítt um þótt þeir fengi svartan blett á vör, eins og sagt var um þá er sögðu ósatt eða voru stórlygarar. Jeg og fleiri dáð- umst að því hvað Eiríkur var nask- ur að finna, hvort maður sagðd satt eða ósatt. Var hann mjög laginn að veiða upp úr mönnum tilbúnar frjettir, og gat þá komið fyrir að hann gerði þeim gamansamt en saklaust grín. Á hinum löngu vetrarkvöldum hafði hver sinn starfa. Kvenfólk sat og spann á rokkana, hærði ofanaftekna ull, saumaði föt og bætti, prjónaði undir lestri o. s. frv. Unglingar táðu ull eða hamp (sem karlmenn spunnu síðan úr tó fyrir net); líka lásu þeir í fjósi lærdómslexíur sínar fyrir lífið. Karlmenn kembdu, tóku tog af ull, táðu hrosshár, fljettuðu úr því reipi og brugðu gjarðir. í vefstól og við smíðar var að eins unnið á daginn. Sá var siður þeirra hjóna, að láta lesa sögur á kvöldvökum, eða blöð, en þó var lítið um þau. Ekk- ert dálæti hafði Eiríkur á hdnum útlendu sögum, er þá voru að ryðja sjer til rúms. Um „Þokulýð- r inn“ sagði hann, að það væri mdkið að nokkrum heilvita manni skyldi detta í hug að setja saman aðra eins lygavitleysu. En manni þeim, sem söguna átti, þótti þetta órjett- látur sleggjudómur um jafn fall- ega og efnismikla sögu! Á öllum helgidögum kirkjunnar voru lesnir húslestrar og sungið. Lesið var í postillum Vídalíns, Helga, Pjeturs og Páls á víxl. Um veturnætur var byrjað að lesa kvöldlestra og því haldið fram til páska, eða hætt með endi Passíu- sálma. Með adventu var byrjað að spila tíma á hverju sunnudagskvöldi og því haldið áfram eftir hvers vild fram undir þorra. Frá Þorláks- messu fram yfir þrettánda mátti hver ráða sjer sjálfur, nema hvað sinna varð daglegum störfum: hirða gripi, elda mat o. s. frv. Aldrei fengust þau hjónin um það þótt hjú þeirra legði frá sjer verk og færi að líta sjer í bækur eða blöð. Keypti eigin handaverk. ÞEGAR þau Sigríður og Eiríkur byrjuðu búskap á Karlskála 1864 fengust 60 hestburðir af töðu á túninu þar. En seinasta árið sem jeg var vinnumaður hjá þedm (1903) fengust 500 hestburðir af túninu í tveimur slægjum, en þá var gott grasár, enda svo góð rækt í túninu að mest af því mátti tví- slá. Árið 1880 eða 1881 fekk Eiríkur kauprjett á Karlsskála, sem var kirkjujörð undan Dvergasteini við Seyðisfjörð. Þá var prestur þar Björn Þorláksson og átti hann fyr- ir kirkjustjórnarinnar hönd að ráða verði jarðarinnar. Eftir því sem mjer var frá sagt var vani þá að selja hundrað í jörðum á 100— 150 kr. Karlskáli var metinn í þá- gildandi jarðmatsbók á 12 hndr. og hefði því í hæsta lagi átt að seljast á 1800 kr. Þegar sjera Björn kom til að gera út um söluna, fekk hann skipaða virðingamenn tdl að meta alt, sem Eiríkur hafði látið bæta jörðdna síðan hann tók þar við, bætti svo því virðingaverði við Framh. á bls. 266

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.