Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1946, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1946, Side 7
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 259 þessari jörð og öðrum slíkum. Auð- velt er að ganga úr skugga um það, að hinn lifandi líkami magnast af utanaðkomandi orku. Því að svefn- inn er slík magnan. í svefni endur- nýjast lífsorka líkamans, og hversu fróðlegt er að veita því eftirtekt að svefninn er miklu þýðingar- meiri fyrir viðhald lífsins heldur en sú næring sem í munn og maga er látin. Tilraunir hafa sýnt, að það tekur miklu lengri tíma fyrir dýr að verða hungurmorða, ef það fær að sofa, heldur en að deyja af svefnleysi þó að það fái nóg að jeta. Og mjög eftirtektarvert er það, að í dýrinu sem deyr úr hungri, hefir heilinn aðeins rýrnað lítið, en bíði dýrið bana af svefnskorti, þá hefir heilinn til muna tærst. Það sem nú ríður á, er að læra að auka lífmagnanina, auka svo líf- magn líkamans, að sóttir geti ekki bugað hann, og meiðsli, ef verða, grói ekki einungis vel, heldur einn- ig fljótt. Aukin þekking mun gera þetta mögulegt. Pyþagoras hafði rjett fyrir sjer þegar hann sagði, að lífið hjer á jörðu kæmi frá stjörn unum, það er frá lífmagnaðri ver- um á öðrum jarðstjörnum alheims- ins. Vjer hjer á jörðu, verðum að fá aukið samband við fullkomnari lífverur á stjörnunum, svo að til- raunin til lífs fari hjer að takast. Og ef vjer hugleiðum þetta, verður auð skiiið, hvers eðlis hinar svonefndu andalækningar eru. Það kemur greinilega fram í sögunum af slíku að undralæknirinn telur sig fram- kvæma kraftaverkin fyrir magnan frá æðri veru, eða verum, sem hann hyggur vera anda í andaheimi. Rjett hefir hann fyrir sjer um magnanina, en hinsvegar ekki í því, að hin magnandi vera sje andi; því að það er í raun rjettri um líkam- legan íbúa einhverrar annarar jarðstjörnu að ræða. Samband vort við íbúa annara jarðstjarna, verð- ur oss ljóst, ef vjer athugum nógu gaumgæfilega eðli draumlífsins, og mjög áríðandi, ef öllu þessu máli á að geta orðið komið í rjett horf, er að þekkja stillilögmálið (law of determinants). Hugarfar manna óg hegðun gagnvart öðrum þarf að komast í betra horf en nú er, ef vjer eigum að geta orðið hinn ar nauðsynlegu fullkomnari líf- magnanar aðnjótandi. Margt af því ótrúlega ljóta sem á styrjaldartím- um gerist, er að rekja til þess, hve mjög samband mannkyns er þá við illa staði, og þá sem slíka staði byggja, og eins og jeg hefi fyrir löngu vakið eftirtekt á, þá fara hætturnar mjög í vöxt, á hnetti þar sem hinn svo afaráríðandi sann leikur um það, hvað þarf til þess að breytt geti orðið um frá hel- stefnu til lífstefnu, er kominn fram, en hefir ekki verið sinnt. Sinnu- leysið gagnvart þeim sannleika, sem mest ríður á að vita, hefir svo alveg sjerstaklega ill stilliáhrif. Það er alveg rjett sem Adam Rutherford hefir sagt, að ísland verði að hafa forustu í þessum efn- um. Það er mannkynshlutverk hinn ar íslensku þjóðar. Það er svo oft verið að segja, að smáþjóð eins og íslendingar geti engin áhrif haft á gang heimsviðburðanna. Slikt er mikill misskilningur. Því að það eru ekki styrjaldir sem þarf til að koma mannkyninu á hina rjettu leið. Það er heldur hitt, að því stórkostlegri sem styrjaldirnar eru því fjær mun fara, að þær geti orð- ið upphaf þeirrar friðaraldar sem þarf að verða. Upphafið getur ekki orið neitt annað en sá aukni skiln- ingur á tilverunni, að mannkynið átti sig á því hvar á vegi það er statt, og hvernig má taka aðra leið og betri. Maí Helgi Pjeturss. Barnahjal Mamma var að segja syni sínum frá því þegar Jesús mettaði 5000 manns með sjö brauðum og fimm fiskum. — Dengsi horfði alvarlega á mömmu og sagði svo: — Já, það hafa sjálfsagt ver- ið hvalfiskar. Bogga frjettir að kisa vin- stúlku hennar hafi eignast ketlinga. Sjálf á hún kött, en segir í sorgartón: — Aldrei eignast minn kött- ur ketlinga af því það er pabbaköttur. Mangi litli spyr mömmu: — Mamma, verða allir að englum þegar þeir deyja? — Nei, bara þeir, sem góðir eru, segir mamma. — Hvað verða þá hinir? Mamma á bágt með að svara, en segir þó eftir nokkra um- hugsun: — Þeir — þeir verða tröll. Þá hýrnar yfir Manga. — Jeg vil verða tröllkarl, segir hann. Þá skal jeg lúskra englunum. Nágranni okkar hann Her- mann fór aldrei út nema kon- an væri með honum. Það var alment ^litið að hún væri svo hrædd um hann, að hún þyrði aldrei að «leppa honum einum. En einhverju sinni sá dreng- urinn okkar óvænta sjón út um gluggann, Hermann ein- an á göngu. Þá kallaði hann á máli fjósamannsins: — Nei sko, Hermann hefir slitið sig lausan.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.