Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.1946, Qupperneq 2
334
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS
Árni Óla:
Á NÆSTU GRÖSUM
I hverri töpp var hreiður með fjórum eggjum.
I
EINN góðviðrisdag í sumar kom
jeg á skemtilegan og fallegan stað
hjerna í nágrenninu.
Sunnan við Hafnarfjörð er fell
nokkurt sem Ásfjall heitir. Vestan
undir því er dalverpi og hefir Kap-
elluhraun runnið inn í það að norðan
og hlaðið hraunborð þvert fvrir það.
Þess vegna hefir myndast dálítil tjörn
inst í krikanum. uppi undir fjallinu.
Hraunið er þarna helluhraun með
mörgum sprungum. I hverri sprungu
var köngulóarvefur við köngulóarvef
og glóði á þá eins og silfurvíravirki
]jar sem sól skein á. í miðjum hverj-
um vef sátu „maddömurnar“, sleiktu
sólskinið og biðu eftir bráð. En undir
vefunum var fagurgrænt burknastóð.
Umhverfis tjörnina var mikið fugla-
líf. Þar voru lóur, stelkar. tjaldur,
kríur, duggandir, stóru móandir, óð-
inshanar, hettumáfar. Auk þess grá-
mávar, svartbakar og hrafnar, sem
sýnilega höfðu komið í heimsókn. Oll
tjörnin moraði af hornsílum. Smá-
hólmi er í henni og var nú fagurgulur
af vatnasóley. Blástör vex í þriðjungi
tjarnarinnar og eru þar smátoddar og
tappir á víð og dreif og eins með-
fram löndum. Þarna var lif og fjör,
en mest bar á hettumávunum. Þeir
voru á annað hundrað og lintu ekki
gargi og skrækjum og gerðu sig heima-
ríka með árásum á hinn óboðna gest,
því að þarna hafa þeir valið sjer varp-
stað. Á hverri smátöpp meðfram landi
mátti líta hreiður með 4 eggjum
hvert. Úti í hólmannm voru hreiðrin
víst álika þjett og kríuhreiðrin hjer í
Tjarnarhólmanum. Og alLs staðar
voru þeir að setjast niður í störina,
og hafa þar verið toddar með hreiðr-
um, þótt þeir sæist ekki.
Hettumávurinn er fallegur fugl,
harðskeyttur og ráðrikur og rvður
sjer ti'l landa með mestu frekju. Ekki
veit jeg hvað langt er síðan hann hef-
ir sest þarna að. en varla eru það
mörg ár. Og hann hefir lagt undir sig
besta landið þarna, eins og annars
staðar þar sem hann kemur. og bol-
að öðrum frá. Sjálf krían hefir orðið
að hörfa úr hólmanuin fyrir ráðríki
hans, og er ýmist flúin eða hefir flutt
sig upp í mýri ofan við tjörnina.
Þangað hafa andirnar víst einnig orð-
ið að flytja til þess að fá afdrep fvrir
hreiður sín.
Þótt hettumávurinn sje leiðinlegur
til lengdar, var unaðslega skemtilegt
þetta sólbjarta sumarkvöld þarna hjá
litlu starartjörninni. Handan við hana
í ásunum blöstu við iðgræn tún, bæir
og sumarbústaðir og spegluðust i
vatninu. Þarna var líf og fjör. Innan
um jassgargið í hettumávunum
heyrðist margraddaður kliður af söng
annara fugla og í holtinu stóð hinn
fallegi tjaldur og rak upp sín hvellu
bjölluhljóð, sem yfirgnæfðu alt ann-
að.
Og á rneðan jeg sat þarna og horfði
og hlustaði hugfanginn, og naut þess
að láta blessaða sólina verma mig,
livarflaði sú hugsun að mjer, hve
undarlegt það væri, að slíkir staðir
sem þessi færi fram hjá augum fjöld-
ans. Hve undarlegt það væri, að menn
þeyttust langar leiðir út og suður,
austur og vestur, til þess að fá að sjá
fegurð náttúrunnar, en hugsuðu ekk-
ert um þá fögru staði sem hjer eru
á næstu grösum. Og þá fanst injer
sem það mundi þarft verk, að benda
Reykvíkingum á það, að hjer eru
margir fagrir staðir, rjett við bæjar-
vegginn hjá þeim, staðir. sem fæstir
þeirra hafa sjeð og vita ekkert um.
Fanst mjer að slíkt gæti orðið góð
leiðbeining fvrir þá, sem ekki hafa
annan frítíma en vikulokin til þess að
lyfta sjer upp.