Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.1946, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.1946, Qupperneq 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 339 Jnirfti ekki ti'l. Þá var stríðið hafið. í heilt ár var barist og 40.000 manna fellu. Og alt var þetta út af einu litlu frímerki. Svipaður atburður gerðist í Mið- Ameríku, ])ótt afleiðingarnar yrði ekki slæmar. Moskitoströndin hafði um langan aldur verið talin eign Honduras og engum hafði dottið í hug að draga það í efa. En svo skeð- ur það einn góðan veðurdag að Nicaragua gefur út frímerki mcð landabrjefi, og þar sást að Moskito- ströndin var eign þess rikis. Honduras mótmælti þegar. Því var ekki svarað. Þá dró Honduras saman herlið á landamærunum. Það var ekki annað sýnna en að alt færi í bál og brand. Þá skárust Bandaríkin í ieik- inn og Niearagua lofaði að hætta að nota frímerkin og ónýta það sem til væri af þeim. Honduras krafðist þess að fá myndamótin, en þá var sagt að þau hefði verið seld til bræðslu. Seinna kom í ljós, að prentsmiðjan, sem hafði keypt þau, var á bandi stjórnarinnar í Nicaragua. Og svo voru hinir og aðrir látnir gefa út frí- merkin og selja þau í slumpum, og græddist þannig á þeim stórfje. ÞEGAR í upphafi byrjuðu menn á því að safna frímerkjum, og líma þau inn í bækur. Þessi dægrastytting hefir síðan orðið að sjálfstæðri vís- indagrein og atvinnugrein ,sem menn af öllum þjóðum stunda. Georg Breta- konungur og Farouk Egyptakonung- ur safna frímerkjum af kappi. Á því sjest, að frímerkjasöfnun er bæði unglinga og kónga gaman. STJÓRNIN í Bandaríkjunum læt- ur frímerkjaverslun til sín taka. Hún hefir t. d. bannað alla verslun með frímerki öxulveldanna, sem eru vngri en frá árinu 1940. Og í stríðinu var haft mjög nákvæmt eftirlit með ö!l- um frímerkjum. Það kom sem sje í ljós að þau voru notuð við njósnir. Aftan á þau voru skrifaðar ýmsar upplýsingar. Áður en Bandaríkin hófu herferð- ina inn í Evrópu höfðu þau látið prenta kynstrin öll af nýum frímerkj- um, til þess að nota þar. Þetta eru kölluð Amgot-frímerki. Á þeim var ofuriítill auður reitur fyrir nafn þess lands, þar sem þau áttu að gilda. Og fjórum klukkustundum eftir að Bandaríkjaherinn hafði náð fótfestu á Sikiley, var búið að prenta nafn Italíu á þessi merki. EINKENNILEGT er það, að elsta frímerki hehnsins er hvorki það sjald- gæfasta nje hið dýrasta. Dýrasta frí- merkið er cents-frímerki, sem gefið var út í British Guvana 1856. 1 frí- merkja-leiðarvísi Scotts, er þetta frí- merki metið á 50.000 sterlingspund. Sá, sem ætti þennan litla og ósjelega mioa, gæti því bvgt sjer stórhýsi fyr- ir hann. Annað dýrt frímerki er sænskt þriggja skildinga frímerki. Þegar það var boðið fyrst til sölu, vildi kaup- andinn ekki gefa meira fyrir það en 14% af andvirðinu, vegna þess að lit- urinn á því væri rangur, gulur í stað- inn fyrir það að hann átti að vera grænn. En þessi litamistök prent- smiðjunnar urðu til þess, að nú er þetta frímerki metið á 150 þús. kr. m S' umau Sumarleyfi — sól og blœr, svanavötn og lœkjarniður, slcógarilmur — grundin grœr, grösin, blómin fögur, kœr. Fósturjörð mín, nú þjer nœr nýt jeg, elska — djúpi friður. Sumaryndi. sólarbhrr, silungsvötn og lœkjamiður. Ó, hve gott að una hjer öllum borgarglaumi f jarri, lifa frjáls og leika sjer. Litla veröld, gleymdu mjer. Uppheimsveldi augað sjer. Andinn skynjar Guð sjer na’rri. Aleinn má jeg una hjer öllum borgarglaumi fjarri. Endurminning — œðri sýn? A jeg hjer á jörðu heima? Kœrleiks gyðja, kom til mín. II var er himnesk veröld þin? Eilíf birta aldrei dvin. Er mig Jakobsstiga að dreynui? Endurminning — innri sýn. Á jeg hjer á jórðu heima? Sumaryndi, sólarblœr, svanavötn og lœkjamiðuT, skógarilmur, grund, sem■ grœr, grösin, blómin fögur, kœr. Fósturjörð mín, nú þjer nær nýt jeg, elska — djúpi friður. Sumarleyfi, sólskinsblcer, svanir, vötn og lcekjarniður ... Gleymmjerei, hví grœtur þú? geisli þínar varir kyssti, honum vertu trygg og tni, tárast ekki máttu nú, milli hnatta byggð er brú, blómaengill hjá þjer gisti. Gleymmjerei, hvi grœtur þú? Guð á þinar varir kyssti. .. Jarðnesk, himnesk júlínótt, jeg vil blunda i örmuvi þinum, signi mig og sofna fljótt, sóley, fífill, kyrt og rótt alt er nú — svo heilagt, hljótt, hnigin sól í dalnum mínum. Jarðnesk, himnesk júlínótt, jeg vil sofa í örmum þínum ... Sólarhiminssvanur kœr, svífðu nú á vamgjum þínttm! Gyðja, þií. svo Guði kœr, getur dvalið jörðu nœr? Tak mig, lyft mjer foldu fjær, fagna þjer í draumi mínum . IIiminsólarsvanur kær, svífðu hátt á vængjum þínnm! SIGFÚS ELÍASSON.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.