Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.1946, Síða 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS
335
í krauninu hjá Jaðri (ojan við Elliðavatn).
Reykjanesskaginn er ekki jafn ó-
merkilegur og sumir hyggja. Hjer er
bæði stórbrotin og fjölbreytt náttúru-
fegurð. Fjöllin eru að vísu ekki há,
cn þau eru undrafögur og mangbreyti-
leg. Hjer eru fagrir firðir og svo hin
dásamlegu Sund og eyjarnar. En skag-
inn þykir heldur gróðurlítill. Ef menn
hugsa sjer línu dregna frá Hafnar-
firði í Vífilfell og þaðan um Lága-
skarð að Ölfusárósi, þá er skaginn þar
fyrir vestan um 1635 ferkílómetrar að
flatarmáli, en þar af er ekki nema svo
sem 70 ferkílómetrar graslendi, eða
uin 4.23%. Hitt eru hraun og klung-
ur, klcttar, melar og fjöll.
Merkilegastur er Reykjanesskaginn
fyrir hinar miklu eldstöðvar, sem þar
oru, og hraunin. Milli Vogastapa og
Hvaleyrar ei norðan á nesinu um 15
km. breitt undirlendi upp að Fagra-
dalsfjalli, Keili, Trölladyngju og Und-
irhlíðum, og er alt þetta svæði sam-
feld hraunbreiða, sem kallast Almenn-
ingur. En tvö yngri hraun hafa flætt
þarna yfir gömlu hraunin og alla leið
frarn í sjó, Afstapahraun milli Hrauns
og Vatnsleysu og Kapelluhraun milli
Ilvaleyrar og Hrauns. Almennings-
hraun eru mjög gömul og eru senni-
lega kornin úr gígum hjá Undirhlíð-
um, som eru margir. Frá miðgígunum
þar og gígum lijá Helgafelli er Kap-
elluhraun komið. Það er í annálum
nefnt Nýa hraun og draga menn af
því þá ályktun, að það muni hafa
runnið eftir landnámstíð. Afstapa-
hraun er komið úr miklum gígum hjá
Trölladyngju.
Þá er Hafnarfjarðarhraun eða
Garðahraun. Það er komið úr stórum
gíg norður af Helgafdli, skamt frá
Kaldárseli. Gígur þessi er urn 200
faðmar að ummáli og djúpur og eru
frá honum miklar hrauntraðir 30—60
feta djúpar. Landspildan fyrir vest-
an gíginn, með tröðum og hrauni. og
líklega gígurinn sjálfur, hefir sigið
eftir gosið, og þess vegna má sjá þar
þá einkenilegu sjón. að aðalhraunið
cr hærra heldur en uppvarpið. Hraun-
straumarnir frá þessum gosstöðvum
hafa beljað niður milli grágrýtisása
niður að Hafnarfirði og út á Álftanes
ofanvert.
Fyrir neðan Bláfjöll og Grinda-
skörð er sainanhangandi hraunhaf að
Elliðavatni og Lækjarbotnum, og
standa aðeins fáir móbergshnúkar
upp úr svo sem Helgafell, Valahnúk-
ur og Húsfell. Hafa hraun þessi kom-
ið úr mörgum stórum gígum uppi á
brúnum við Kóngsfell, hjá Bláfjöllum,
við Kerlingarskarð og Grindaskörð og
runnið niður hlíðarnar í mörgum stór-
um elfum og fossum, sem enn má sjá.
Það eru ekki vatnsföllin á Reykja-
nesskaga, en þurár eru þar margar.
En þurár munu fornmenn hafa kall-
að hraunstrauma, sbr. bæjarnafnið
Þurá í Ölfusi. Ilraun þessi úr Blá-
fjöllum eru mjög misgömul, komin
upp við mörg gos, líklega öll fyrir
landnámstíð. Vestan til í þeim eru
ýmsar stórar gjár, og heitir ein Gull-
kistugjá. Við hana er kend Gjáar-
rjett. Uin nafnið Kóngsféll er það
að segja, að féllið er kent við fjall-
kóng eða gangnaforingja, sem hafði
þann sið að skifta leitarmönnum þar.
★
Öll þessi hraun eru í námunda við
Reykjavík og öll eiga þau sammerkt
um það, að vera mjög girnileg til
fróðleiks, svo sannarlega sein fjöl-
breytni í landslagi er girnileg til fróð-
leiks. Ilraunin eru heimur út af fyrir
sig, og margir einkennilegustu og feg-
urstu staðir þessa lands eru í hraun-
um. Oft eru þau nokkuð óbííð á svip-
inn og ógestrisin, en öll geyma þau
sjerstaka töfra, sem menn finna fyrst
þegar þeir fara að kynnast þeim. Og
í þessum hraunum má margt læra,
eigi aðeins um eldsumbrot, harnfarir
og tortímingu, heldur einnig um
gróðrarsögu landsins, hvernig hin þol-
inmóða móðir náttúra byrjar aftur
að græða og klæða. Þar sjest einna
best hvað hún hefir „hendur sundur-
leitar“ og að „önnur er mjúk en önn-
ur sár“. Yfir gróðurlendur falla log-
andi hraunelfur og brenna og kaffæra
alt sem fyrir verður. En ckki hefir
hraunið storknað fyrr en gróðurinn
tekur að nema þar land. Fyrst koma
fljetturnar eða skófirnar, sem bíta sig
fastar í bert hraunið og mynda á því
hvíta og gula bletti. Svo kemur grá-
mosinn og tyllir sjer á skófirnar og
myndar þar smám saman smáþúfur,
sem síðan renna saman og verða að