Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.1946, Blaðsíða 5
LESBÓK MORUUNBLAÐSINS
337
okkur, að hann hefði þá fyrir skemstu
sjeð einhvers konar skepnu s.vnda í
vatnsborðinu. Að lögun og lit líktist
hún skötu, en var geisileg fyrirferðar.
Ollum bar saman um, að kvikindin
í Kleifarvatni sje stórvaxnari en í
Grænavatni (sem líka er í Krýsuvík)
og sjáist lengur í einu. Þegar við vor-
um á þessuin slóðum 1750, var okk-
ur sagt margt um Kleifarvatn, aðal-
lega þó það, að þótt menn vissu að
vatnið væri fult af fiski, sem vakir
þar sífelt í yfirborðinu, þyrðu menn
ekki að veiða í því fyrir ormi eða
slöngu, sem væri í vatninu. Ormur
þessi væri svartur á lit og á stærð við
meðal stórhveli, eða 30—40 álna lang-
ur. Fylgdarmaður okkar sagði okkur,
að hann hefði oftsinnis horft á orm
þenna, bæði þegar hann hefði verið
þar einn á ferð og í hópi annara
manna, því að oftast þegar ormurinn
sjest, er hann nálægt tveimur mínút-
um uppi. Ilann sagði okkur einnig,
að í ágústmánuði 1749 hefði allmargt
fólk, bæði karlar og konur, sem var
að heyskap við vatnið í kyrru veðri
og sólskini, sjeð orm þenna miklu bet-
ur en nokkur maður hafði áður gert,
því að hann héfði þá skriðið upp úr
vatninu upp á lágan og mjóan tanga
eða rif, sem gengur út í það, og þar
hefði hann legið í hartnær tvær
klukkustundir, áður en hann skreidd-
ist út í vatnið á ný. Fólkið var svo
skelft allan þennan tírna, að það þorði
ekki fyrir sitt líf að nálgast orminn,
en af því að hann lá hrevfingarlaus
allan tímann, flýði það ekki brott, en
samt gat það ekki skýrt frá því hvern-
ig ormurinn komst upp á land eða
hvernig hann fór aftur út í vatnið.
En mergurinn málsins er þetta, að
ormurinn kom upp úr vatninu, óx
eða hækkaði og skreið áfram, án þess
á því bæri, og hvarf síðan á meðan
fólkið sá til“. — Það er leiðinlegt að
ekki skuli lengur vera hægt að bjóða
fólki upp á að kynnast þessari furðu-
skepnu. En í Krýsuvík er nú samt
ýmislegt nýstárlegt að sjá, og annað
náttúruundur, sem ekki er minna um
vert en ormrnn, goskraftana, sem ver-
ið er að leysa úr læðingi. Hefir verið
borað þar eftir jarðhita á nokkrum
stöðum og á einum stað kemur upp
gufa með geysimiklum krafti. Hvín
svo mikið í þegar hún þeytist upp um
pípuna, að ekki heyrist mannsins mál
þar umhverfis. Borholan er 3 þuml-
ungar í þvermál og 85 metra djúp.
Gufan er svo að segja þur og um 130
stiga heit. Virðist nóg af henni þarna,
því að svona hefir hún látið síðan
um nýár. Annars er fróðlegt að geta
þess, að í Krýsuvík voru gerðar jarð-
boranir fyrir rjettum 190 árum. Voru
það þeir Eggert og Bjarni, sem stóðu
fyrir því. Boruðu þeir þar fyrst eina
holu 32 feta djúpa og þóttust þá
komnir niður úr hitanum. Daginn eft-
ir boruðu þeir á öðrum stað, og „í 7
feta dýpi heyrðum við óvanalegt hljóð
eða hávaða. líkt og þegar sýður ákaf-
lega. Samt heldum við áfram að bora
niður í 9 feta dýpi. En þá fór að koma
hreyfing á jarðveginn og þótt holan
kring um nafarinn væri harla þröng,
tók þunnur grautur að spýtast þar
upp með ógnakrafti. Við neyddumst
þá til að hætta og drógum nafarinn
upp. En þá fekk hitinn fulla útrás
og þeytti sjóðandi, leirblöndnu vatni
6—8 fet í loft upp. Eftir skamma
stund linti þó óróa þessum og held-
um við að þá hefði hitinn stilst. En
það leið ekki á löngu áður en hónuni'
jukust kraftar á ný og þá tdk hann
til muna að gjósa og sjóða án afláts.
Við sáum þá, að við höfðum méð
þessum r.ðgerðum okkar búið tjl ný-
an hver“. Jarðnafarinn sem þeir höfðu
mun hafa verið lítilfjörlegur í saman-
burði við þau tæki sem menn hafa
nú. Og þeir voru ekki að bora eftir
hita. heldur til þess að kanna jarðlög
á hverasvæðum. Nú eftir tæpar tvær
aldir hefir hitinn verið sóttur niður í
skaut jarðar og í ráði að nota hann
sem orkugjafa.
Heilinn
í stórum górillaapa vegur ekki
nema um 650 grömm, en heilinn í
karlmanni 1300—1500 grömm. Talið
er að heilinn í frumstæðasta stein-
aldarmanni hafi ekki vegið nema
tæp 1000 grömm, en heilinn í Neand-
erthals-manninum um 1700 grömm.