Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.1946, Síða 6
338
LESBOK MORGUNBLAÐSINS
- FRÍMEREIN -
ÞEGAR Englendingar tóku upp á
því að nota frímerki, þótti stjórninni
það sjálfsagt að mynd Viktoríu drotn-
ingar væri á því, og htin var því sjálf
samþykk.
Friðrik Vilhjálmi IV. Prússakon-
ungi fanst þetta heillaráð og hann
ljet kalla fyrir sig vfirpóstmeistara
sinn.
— Smíickert, hvernig stendur á
því að ekki er mynd af mjer á vorum
frímerkjum? spurði hann.
Póstmeistannn varð skelfdur.
—- Það er ekki hægt. yðar hátign,
sagði hann, alveg óhugsandi.
— Ilvers vegma? spurði konungur.
Smúckert stamaði. Hugmyndin var
honum viðbjóðsleg. Hann gat varla
fengið sjálfan sig til þess að tala um
hana.
— Yðar hátign .. þjcr verðið að
gæta að því ... gæta að því að það
þarf að stimpla frímerkin .. .
— Nú, og hvað er að athuga við
það?
Póstmeistarinn hikaði og stundi —
og svo kom skýringin. Hann sagði að
póstþjónninn stimplaði frímerkin með
hamri og berði þau fast. mjög fast.
— Hann slær á merkin, yðar há-
tign. Ilann slær á þau! Og þá yrði
hann að slá beint framan í mynd
konungsins. Það væri óhæfa, yðar há-
tign!
Friðrik Vilhjálmur þagði stundar-
korn. Honum hafði ekki komið þetta
til hugar. En heilbrigð dómgreind
sagði honum að þetta væri bábylja.
— Heimska, sagði hann. Mynd af
mjer skal framvegis vera á frímerkj-
unum.
konungur hafði úrskurðarvald í
ölluni póstmálum. Þess vegna voru
hin „óhæfu“ frímerki gefin út og póst-
þjónarnir „Iítilsvirtu“ mynd kongsins
<lags daglega.
NÍUTÍU ár eru síðan þetta skeði
og maður skyldi ætla að langt væri
síðan að mannkynið væri vaxið upp
úr grillum þýska póstmeistarans. En
árið 1913 koin svo að segja hið sama
fyrir i Rússlandi.
Það ár voru 300 ár liðin síðan að
Romanov-keisaraættin hafði tckið þar
við völdum. I lilefni af því þótti ráð-
legt að gefa út ný frímerki með mynd-
um af öllum keisurum Rússlands.
Nikulási keisara þótti það þjóðráð,
og þá kom engum til hugar að neitt
gæti verið því til fyrirstöðu, og frí-
merkin voru gefin út. En póststjórnin
varð eigi iítið hissa þegar hún fekk
frímerkin endursend hvaðanæva af
landinu. Og hinum endursendu frí-
merkjum fylgdu harðorð brjef frá
hinum ýmsu póstmeisturum. Þeir
spurðu hvað það ætti að þýða að ætl-
ast til þess að þeir færi að svívirða
hina heilögu mynd keisarans með því
að ata hana út í prentsvertu.
Stjórninni veittist samt auðvelt að
koma póstmönnum í skilning um, að
þetta bæri að gera, og áður en langt
um leið sættu þeir sig við það að af-
skræma mynd ,,föðursins“. En svno-
dan var harðari í horn að taka. Keis-
arinn var eigi aðeins einvaldsherra í
líússlandi, heldur var hann einnig yf-
irmaður kirkjunnar. Og æðstu menn
kirkjunnar hófu reglulega hcrferð
gegn þessum nýu frímerkjum.
Seinna, þegar keisarinn hafði verið
drepinn, ræddu nokkrir rithöfundar
um það í fullri alvöru hwrt byltingin
hefði nokkru sinni tekist, ef þjóðin
hefði ekki verið vanin við það að sjá
mynd keisarans afskræmda — mynd,
sem öllum var heilög áður!
í sambandi við þetta má geta þess,
að núverandi páfi er sá fyrsti senr
leyfir það að mynd sín sje á frímerkj-
um páfastólsins. í Japan hefir mynd
keisarans aldrei verið notuð á frí-
merki, og verður það sennilega ekki
hjeðan af.
ÞESSI dæmi sýna það, að frímerk-
in eru ekki aðeins kvittun fyrir burð-
argjaldi, heldur háfa þau og aðra þýð-
ingu. Þau hafa meira að segja þrá-
faldlega verið notuð í áróðursskyni.
Fyrir stríðið notaði Tjekkoslovakía
frímerkin til þess að auglýsa fegurð
landsins. Spánn notaði þau í þágu
listamanna sinna, með því að hafa á
þeim mvndir af fögrum málverkum.
Frakkland notaði frímerkin til að
auglýsa nýlendur sínar. Brasilía og
Columbía notuðu þau til að auglýsa
framleiðsluvörur sínar, og sama var
hugmvndin hjá íslendingum cr þeir
settu þorskmvndina á frímerkin.
Notkun frímerkja á þennan hátt,
hefir leit't af sjer deilur og stríð milli
þjóða.
I Suður-Ameríku er landspilda
nokkur, sem nefnist Gran Chaco. Þar
eru frumskógar og foræði, og engum
hvítum manni hent að vera, enda
bjuggu þar aðeins nokkrir viltir Indí-
ánar. Ekkert ríki ágirntist jietta Jand,
því að þar var talið ill-líft. En svo
fundust þar olíulindir.
Þá mundi stjórnin í Paraguay alt
í einu eftir landinu og sendi þangað
nokkur hundruð hermanna. Ná-
grannaríkið Bolivía fór einnig á stúf-
ana og helt því fram að landamæri
ríkjanna htfði aldrei verið ákveðin
þarna. Gat það ekki skeð að Bolivía
ætti Gran Chaco?
En þá koin sú spurning hvernig
ætti að fara að ]>ví að flæma herlið
Paraguay burtu þaðan. Það þótti ekki
ráðlegt að hefja stríð út af þessu. En
þá kom mönnum gott ráð í hug. Boli-
vía gaf út frímerki með landabrjefi
sínu, og þar sá-st það svo greinilcga
að Gran Chaco var innan landamæra
Bolivíu! Og svo var sjeð um það að
þessi frímerki bærist sem fyrst til
Paraguay.. Þar vöktu þau almenna
gremju. 1 höfuðborginni, Asuncion,
fór lýðurinn hvað eftir annað kröfu-
göngur til bústaðar sendiherra Boli-
víu; rúður voru brotnar, og sendi-
sveitarmönnum misþyrmt. Meira