Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1946, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1946, Blaðsíða 5
I LESBÓK MORGUNBLAÐSINb ^ I 385 Sigurður Bjarnason: A innrásarstöðvum París, 19. ágúst. S.l. laugardag og sunnudag bauð íranska utanríkismálaráðuneytið okkur, 30 blaðamönnum, í ferðalag um snokkrum hluta Ermarsunds- strandar Frakklands. Tilgangurinn með þessu boði var fyrst og fremst að sýna blaðamönnum þrjár borg- ir ,sem komu á merkilegan hátt við sögu síðustu heimsstyrjaldar. Þessar þrjár frönsku borgir voru: Dieppe, le Havre og Rouen, allar í Normandí, hinu forna landnámi norrænna víkinga. FARIÐ FRÁ PARÍS. Kl. hálf þrjú á laugardag er lagt af sl^að frá París og stefnt rak- leiðis til Dieppe, sem stendur nið- ur við ströndina nærri því beint norður af París. Farartækið er bifreið ein geysimikil. Enda þótt veður sje þungbúið er fólkið samt í hinu besta skapi. Þetta er fólk af 12 þjóðum að minsta kosti, sem þarna er saman komið, korvur og karlar, ungir og gamlir. En það kemur sjer strax vel saman. París liggur að baki, það er stefnt til strandar þar sem loftið er blandað sjávarilm. Leiðin liggur um skógi vaxnar smáhæðir og flatlendi. Bleikum kornökrum bregður fyrir. Þar stendur kornið í stökkum og; bíður þurks og þreskingar. Sum- staðar er verið að plægja og á nokkrum stöðum má sjá stóra og silalega uxa ganga fyrir plógnum. Víða eru kindur og kýr á beit. Nú er þetta land í friði. Hvarvetna ber friðsamlega iðju fólksins fyrir augu, sáningu og uppskeru, upp- byggingu eyðilagðra mannvirkja, brúa og húsa. í smáþorpunum, sem leið okkar liggur um, getur að líta afleiðingar styrjaldarinnar: hrunin eða hálfhrunin hús o.s.frv. Nú er komin húðarrigning o^j veldur það sumum allmiklum á- hyggjum. Úrkomu þrungin skýin grúfa yfir og byrgja nær alt útsýni. En rjett áður en við komum til Dieppe styttir upp. Ferðin niður að ströndinni hefur tekið 4 klst. DIEPPE. Þetta er Dieppe. Þarna var fram kvæmd merkileg tilraun tilínnrás- ar á meginland Evrópu meðan að veldi Þjóðvefja stóð ennþá föstum fótum. Bretar og Canadamenn gengu þarna á land 19. ágúst 1942. Fáment lið réði til uppgöngu á „At]antshafsvegginn“ eins og Þjóðvefjar kölluðu virkjakerfi sitt á vesturströnd Evrópu. Enda þótt hið fámenna innrásarlið biði ægi- legt afhroð, 3000 Canadamenn voru skotnir niður á nokkrum klukku- stundum, hafði þessi könnunarferð geysimikla hernaðarlega þýðingu fyrir Bandamenn. Þeir kyntust varnarkerfi Þjóðverja og gátu bygt innrásaráætlanir sínar á þessari reynslu. En nú skulum við litast um í Dieppe. Borgin er fánum skreytt, ekki af tilefni komu okkar, heldur vegna þess að dagana á eftir eiga að fara fram mikil hátíðahöld í til- efni fjögra ára afmælis innrásar- innar og til minningar um her- mennina, sem fjellu í henni. For- sætisráðherra Canada, Mackenzie King, er kominn hingað til þess að vera viðstaddur hátíðahöldiri og lralda ræðu. Bæjarstjórnin og verslunarráð borgarinnar tekur á móti okkur. Fyrst er numið staðar á hafnar- skrifstofunni og ýmsar upplýsing- ar gefnar um ástandið í borginni. Einn þriðji hluti hennar er í rúst- um. Nú eru þar 20 þús. íbúar en voru 25 þús. fyrir stríð. Siglingar til borgarinnar eru nú nauðalitlar og öll skip, sem áttu þar heima fyr- ir stríð eru á burtu. Þjóðverjar tóku þau og af þeim hefur ekkert sjest síðan. Svo er farið niður að höfn og hafnargarðarnir skoðaðir. Enda þótt búið sje að gera við mikið af skemdunum blasa þó af- ieiðingar stríðsins hvarvetna við. Margir hafnargarðanna eru í rúst- um og víða sjest á masturstoppa sokkinna skipa, sem liggja þarna ennþá. Skip eru þar örfá. Engin fiskiskip nema nokkrar smádugg- ur í stíl við færeysku skúturnar. Fyrir utan sjálft mynni hafnarinn- ar söktu Bretar tveimur stórum skipum hlöðnum cementi. Var það gert til þess að torvelda Þjóðverj- um not hafnarinnar meðan þeir hjeldu henni. En þó notuðu Þjóð- verjar hana mjög mikið. Þegar höfnin hefur verið skoðuð er farið með okkur á sjálfan innrásarstað- inn. Dieppe liggur í lægð milli kalkkletta, sem ganga í sjó fram fyrir vestan hana og austan. Hafn- armynnið er rjett hjá eystri klett- inum og skerst sjálf höfnin alllaiígt inn í landið. En fyrir vestan hafn- armynnið er breiður sandur og er útgrynni nokkuð út frá honum. Þarna rjeðu Canadamenn til land- göngu, en jafnframt var gerð til- raun tíl landgöngu á tveimur öðr- um stöðum fyrir vestan og austan

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.