Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1946, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1946, Blaðsíða 11
jeg lifi. Um 100 hús stóðu í björtu béli. Dauðir menn og særðir voru hvarvetna. Hvarvetna mátti líta handleggi, fætur eða höfuð, sem höfðu slitnað frá bolnum og þeyst langt í burtu. Helmingur barna- skólans var horfinn. Þar höfðu ver- ið 56 börn og 10 starfsmenn Rauða krossihs. Það var alt horfið Hka. Miðstöðvarketillinn í kjallaranum hafði sprungið og brent til dauða Eitt hús — af mörgum. þá sém þar voru. Úr þeim hluta skólans, sem hekk uppi, gátum við bjargað nokkrum meira og minna særðum. Sprengja hafði komið niður á loftvarnabyrgi þar sem 40 menn höfðu leitað skjóls. Af þeim var ekkert eftir. Önnur sprengja kom niður á stórt timburhús, þar sem fjórar konur voru. Húsið tvístrað- ist í smáagnir og af konunum fund- ust aðeins kjöttætlur, hingað og þangað, en þær voru nú samt jarð- settar og nöfn kvennanna sett á gröfina. Varla sást nokkur gráta. Andlit LESBÓK MORGUNBLAÐSINS W ' ** 391 manna voru eins og steingerfingar. Hjer var hin mikla sorg, sem er þyngri en tárum taki. Ástvini sína höfðu menn mist, og heimili, sem menn höfðu bygt upp með margra ára þrautseigju og sparsemi, voru að engu orðin á fáum mínútum. Hver gat skilið þetta? Hvers vegna átti þetta fram við mig og mína að koma? Já, hvers vegna? Stríðið svarar ekki slíkum spurningum, það ieggur aðeins í rústir. Þennan fagra haustmorgun mistu 196 Norðmenn lífið og auk þess fórst fjöldi Rússa og Þjóðverja. Þjóðverjar urðu líka fyrir miklu tjóni. Að vísu eyðilagðist kafbáta- höfnin ekki, en þeir mistu fjóra kafbáta. Þeir þoldu ekki loftþrýst- inginn og sukku. Það sárnaði njönn um mest, að kafbátahöfnin skyldi ekki eyðileggjast. Nú máttí eiga von á því að bandamenn gerðu aðra árás á hana. Sú árás kom líka seinna, en það er önnur saga, eins og Kipling segir. ’ Smám saman fór lífið aftur að ganga sinn vana gang. 'Sniám saman, hægt og bítandi þurkast minjar hernaðarins út. Ný heimili rísa upp á rústum hinna görnlu. Trúin á lífið hefur ekki verið dreþ'-' in, hún er eilíf. Bráðum verður alt komið í samt lag. En bautastein- arnir yfir þeim, er Ijetu lífið, verða þá þögul vitni um það, sem einu sinni var. Þverá Mig hefir oft undrað hve ókunnug- lega er tekið til orða, í dagblöðum og víðar, þegar skrifað er um fyrirhleðsl- una að hefta landbrot af völdum Markarfljóts vestur mcð Fljótshlíð. Sem dæmi vil jeg benda á greinarstúf í Lesbók Morgunblaðsins 15. sept.; þar stendur: „Fyrir 40 árum kom fyrst fram uppástunga um að hefta landipjöll Þverár í Fljótshlíð og Landeyjum með því að setja stíflu- gafð í hana og veita henni austur í Markarfljót“. „Nú í sumar hefir ræst draumurinn um að veita Þverá aust- ur í Markarfljót“. Það er öllum ljóst er þekkja bæði þessi vatnsföll, að hjer er um mis- skilning að ræða, sem verður að leið- rjetta. Markarfljót hefur upptök undan Torfajökli og rennur um Laufaleitir, svo áfram, eftir farvegi sínum, milli Grænafjalls, Emstra, Almennninga, Þórsmerkur, og suður með Eyjafjöll- um til sjávar. Margar þverár liggja í Markarfljót frá upptökum þess, t. d. Hvítmaga, Bratthálskvísl, Innri- og Syðri-Emstruárnar, Ljósá á Almenn- ingum, Krossá, Steinsholtsá o. fl. Þeg- ar Markarfljót rennur framhjá f’órs- miirk, er vatnsflaumurinn orðinn gíf- urlegur. Þá dreifist hann vestur á bóg- inn, því jarðvegurinn er þá orðinn gljúpur. í austanátt belgist vatnið vestur eftir og gerist svo ágengt, að það ryður sjer braut og nær framrás og samernast Þverá. Aftur á móti er Þverá aðeins mvnd- uð af ám og lækjum sem falla frá heiðinni ofati Fljótshlíðar, og er venjtilega vatnslítil nema í leysingum. Þverá rennur vestur um láglendið og fellur í Eystri Rangá vestur af Stiður- . ., >/i r.' Moeioarhvolshjaieigu. Það er því augljóst, að sú margum- talaða fyrirhleðsla, sem gerð er til að hefta landspjöll af vatnaágangi í Fljótshlíð og Landeyjum, er gerð til þess að hindra að Markarfljót renni framvegis vestur yfir láglendið, en falli í þann farveg, er það hefir grafið . •, :riO'J t.'.Q sjer til sjavar. 15. sept. 1946. Sigurgeir Einarsson. * T'íí

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.