Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1946, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1946, Blaðsíða 7
387 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS W ^ * W ' kveldverður að öll þreyta og hug- arangur gleymist. Ferðin hefur þegar hrist hin 12 þjóðerni ágæt- lega saman og við erum þarna eins og ein fjölskylda. Hjer eru allir jafnir, Bandaríkjamaðurinn og Pólverjinn, Rússinn og Finninn, íslendingurinn og Grikkinn o.s.frv. Bara að þetta bróðerni ríkti líka upp í Luxemborgarhöll, þá væri meira gaman að lifa. En við eigum að vakna snemma í fyrramálið. Þess vegna er best að fara að hátta. Þrátt fyrir regnið í dag spái jeg sólskini á morgun og fegursta veðri. Þykir það mikil bjartsýni. AÐ ÓSUM SIGNU. Bjartsýni mín varð sjer ekki til skammar. Sunnudagurinn rís sól- bjartur og fagur. Nokkru fyrir kl. 9 er farið frá Etretat og stefnt áleiðis til Signuósa, þar sem hafn- arborg Parísar stendur. Það er le Havre, önnur stærsta hafnarborg Frakklands og geysi þýðingarmik- ill staður í baráttunni um megin- land Evrópu. KOMIÐ TIL LE HAVRE. í glaðasólskini ökum við inn í le Havre. Strax og við komum í út- hverfi hennar mætum við lögreglu- þjónum á bifhjólum, sem eiga að vlsa okkur veginri inn í borgina. En hjer er voðalegt um að litast, hvergi hefi jeg sjeð eyðileggingu styrjaldarinnar blasa jafn átakan- lega við. Menn úr bæjarstjórn og hafnarstjórn borgarinnar taka á móti okkur. Fyrst er farið með okkur í útjaðar borgarinnar þar sem eitt fegursta villuhverfi henn- ar var. En þar sjást engin, als eng- in hús, þau voru öll með tölu skot- in í rúst þar sem þau stóðu niður við ströndina/ Ekki urmull sjest eftir nema grjóthrúgur og jámarusl úr steinsteypunni. Síðan er farið inn í miðhluta borgarinnar þar sem aðalverslunin hafði aðsetur sitt. Þar blasir svip- uð staðreynd við. Allur miðhluti le Havre er gjörsamlega í rústum. Af 20 þúsund húsum, sem voru í borginni fyrir stríð, eru nú aðeins 4 þús. nær óskemd. Röskur helm- ingur alira húsa er hinsvegar ai- gerlega horfinn. Það er varla hægt að gera sjer í hugarlund hve eyði- leggingin er algjör. Aðalgata borg- arinnar, sem lá frá höfninni upp í bæinn, er ekki lengur til. Við enda hennar stendur þó líkneski af Frans 1., ekki mikið skemt. Þessi gata var tveggja km. löng. Fram- liliðin á einstaka húsi hangir þó uppi, 4 þúsund borgarbúar voru drepnir í loftárásum og umsát Canadamanna og Skota, sem þarna börðust við Þjóðverja. Stóð um- sátin í 10 daga, gáfust Þjóðverjar upp 12. sept. 1944. Var borgin tek- in frá landi. íbúar le Havre eru nú um 100 þús., en voru 170 þús. fyrir stríð. Húsnæðisvandræði eru ægi- leg í borginni. Voru okkur sýndir kjallarar og rústir þar sem fólk hafðist við í. Nær öll hótel borgar- innar eru í rústum. Jafnvel trjen með fram götunum eru sviðin og láuflaus. En þrátt fyrir eyðilegg- ingu miðborgarinnar er þó blóma- garðurinn á torgi Frans 1. í fullu skrúði. Hann var eyðilagður líka en var grafinn upp og nú anga blóm hans mitt í hinu gapandi tómi gjöreyðingarinnar. Þarna er fólkið á gangi í sunnudagsblíðunni, börn að leikum og strætisvagnar þeysa fram hjá. Þetta umhverfi, sem einu sinni var glæsileg nýtísku borg en er nú flatneskja og rústir, er orðið þessu fólki hversdagslegur hlutur, varanlegt ástand. HÖFNIN SKOÐUÐ En merkilegasti hluturinn í þessari bo^; er höfn hennar, hún er önnur sú stærsta á Frakklandi. Þar er eyði- leggingin sízt minni en uppi í bænum. Pegar Þjóðverjar gáfust upp, voru 300 sokkin og liálfsokkin skipsflök í höfn- inni. Svo gífurlegar höfðu loftárásir Bandamanna verið á hana. En þegar vörn Þjóðverja var þrolin sprengdu þeir nær alla hafnargarðana, sem eun- þá voru óskemdir í loft upp. Höfðu þeir áður lagt rafmagnssprengjur í þá og gátu á samri stundu eyðilagt þann- ig mikinn hluta hafnarinnar. Hafnar- stjórinn fer með okkur á litlu varð- skipi um alla höfnina og fáum við

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.