Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1946, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1946, Blaðsíða 8
388 LESBOK MORGUNBLAÐSINS þannig gott tækifœri til þess að kynn- ast henni. Fyrir stríð voru nothæfir hafnargarðar, sem skip gátu lagst að, um 20 þús. metra langir. Nú eru not- hæfir tæplega 10 þús. m. Þó er búið að endurbyggja mörg þúsund metra, sem eyðilagðir voru. Þarna eru nú all ínörg skip, þeirra á meðal þýzka stór- skipið Evrópa, sem Frakkar fengu í staðinn fyrir Normandí, sem var stærsta skip þcirra. Það er búið að skíra Evrópu upp og nú heitir hún Liberty. Við siglum alveg upp að hlið þessa tröllaukna skips. sem margar svaðilfarir fór í styrjöldinni og alltaf tókst að sleppa úr klóm brezka flot- ans. En nú siglir það um höfin undir nýju nafni og frönsku flaggi. liétt hjá hafnargarðinum, sem Liber ty liggur við er eitt hinna öflugu kaf- bátahrciðra. sem Þjóðverjar byggðu á vesturströnd Frakklands. Það cr lágt og lítið ber á því, cn þak þess er úr geysi þykri steinsteypu. Rétt fyrir utan hafnarmynnið liggur stórt am- erískt flutningaskip nær alveg í kafi. Þetta skip rakst á tundurdufl nokkuð frá landi en tókst að komast upp á grunn áður en það sykki. En koma þess upp að hafnarmynninu stofn- aði borginni í mikla hættu. Farmur ]>ess var nefnilega (i þús. tonn af sprengiefni. Ef eldur hefði komist að því og sprenging orðið er talið lík- legt áð það sem cftir var uppistand- andi a£ le Havre hefði hrunið til grunna. Fjöldi hálfsokkinna skipa er ennþá í höfninni. þeirra á meðal franska stórskipið París, sem var 04 þús. smá- Icstir og var citt fegursta skip Frakka. Mörg skip eru einnig sokkin fyrir ut- an áðalhafnargarðana en á sand- ströttdinni fyrir austan höfnina er fullt af allskonar braki svo sem eyðilögð- um innrásarbátum o. s. frv. En inn- an um þetta brak er unga fólkið að symla og baða sig. Það verður að nota sólskinið og hvað kemur því þetta styrjaldardrasl við. Nú er frið- ur, sólin skíu á himninum og sjóriun Le Havre: Aðalgatan jyrir og ejtir stríð. er svalandi. Það er það sem máli skiptir. Rjett fyrir utan höfnina er Yjöidi smáárabáta á makrílveiðum. Annars er útgcrð borgarinnar ennþá í kaldakolum. Við höfum nú siglt um alla höfn- ina og séð hvernig ástand hennar er. Það er ömurlegt. Enda þótt nokkur hluti hennar sé þegar nothæfur er gert ráð fvrir að endurbygging hcnn- ar og hafnarinnar yfirleitt taki ekki færri en 12—15 ár. Bandámenn byrj- uðu að nota höfnina nærri því strax eftir að Þjóðverjar gáfust upp. Hafa síðan verið fluttar um hana 3 miljónir bandarískra hermanna, og geysimikíð af allskonar hernaðayiauðsynjum. En nú er tími okkar i le Havre á þrotum. Varðskipið rennir að bryggju og skilar okkur í land. Svo liggur leiðin inn í Iand aftur upp með Signu áleiðis til Rúðuborgar hinnar fornu. Vegurinn liggur um dásamlega fallegt land. Til vinstri handar eru háir kalk- klettar í grænni skógarumgerð, til hægri rennsléttir bakkar Signu og Signa sjálf með fjölda skipa, sem eins og við cru á lcið til Roucn, en þangað uppeftir geta allstór skip komist.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.