Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1946, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1946, Blaðsíða 6
418 • Við vorum að virða fyrir okkur þennan uppdrátt, og sáum þá, hversu skamt var að fara til þess að sjá risaskóginn, hæstu og elstu lífverur jarðar, trjen, sem eru svo há, að þau geta mælt sig við loft- skeytastengurnar hjerna á Melun- um, og eru svo gömul að árum, að þau voru farin að skjóta rótum, þegar Kristur fæddist í þennan heim. Þau vaxa í dölum fram við ströndina, skamt fyrir norðan San Francisco. Við ákváðum að skoða þennan skóg. Og morguninn eftir lögðum við af stað. Við þurftum að fara yfir Gullna hliðið (The Golden Gate). Yfir sundið liggur brú, sem talin er lengsta hengibrú í heimi, og kostaði á sínum tíma 35 milljón- ir dollara. Við fórum fram hjá skipasmíðastöðvunum, þar sem Bandaríkjamenr| höfðu í skyndi komið sjer upp tröllauknum flot- kvíum til þess að gera við og end- urbæta Kyrrahafsflota sinn. Skipin voru þar í röðum, en fyrir verka- mennina höfðu verið bygð stór braggahverfi, ekki ólík því, sem sjá mátti um sama leyti hjer á landi. En aðgangur var bannaður öllum óviðkomandi. — Og svo komum við til Mill Valley. Það er vingjarnlegt þorp, bygt í hlýlegum og gróður- sælum dal. Hjer stigum við út úr lestinni. Við áttum ekki lengur samleið með henni. VEÐRIÐ var indælt’, sólskin og steikjandi hiti. Við spurðum til vegar og hve langt væri út að risa- skóginum. Það var talinn roskur tveggja tíma gangur yfir fjallið og ofan f næsta dal. Við ákváðum að ganga — að minsta kosti nokkuð á leið, og hugðum að við myndum þá geta fengið eitthvert farartæki, ef hiti og þreyta sækti á okkur. En það fór á aðra leið. Rjett utan við þorpið er skógar- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS þykni. Þar er fyrsta sögun#rmvlla Californiu. Af þeirri sögunarmyllu dregur þorpið og dalurinn nafn sitt. En ekki myndi það vera köll- uð mylla í dag: Nokkrir trjástofnar lagðir á misvíxl, og þar voru trjen í skorðum, meðan þau voru söguð. Þeir höfðu ekki fullkomnari tæki fyrst í stað. Og nú lögðum við á fjallið. Stígurinn liggur í krókum upp hlíðina og trjen há og hrika- leg á báðar hendur og lykjast sum- staðar saman yfir höfði manns. Gróðurinn er svo stórskorinn og fjölbreyttur, að manni dettur í hug hitabeltisgróður. „Þar morar af lífi hver moldarrein“. Hitinn og ilmurinn gerir manni þungt í höfði, og brekkan'llt þung á fótinn. Fram með stígnum eru hjer og hvar smákassar hengdir á staura. Það eru póstkassar, því að uppi í hlíðunum eru sumarhús efnaðra manna, sem þarna njóta sumars og sólar, en húsin eru hulin gróðri, ^o að maður verður að greiða sundur limið til--þess að ganga úr skugga um hvort hús eru þar á bak við. Inni í húsunum er svalt og skuggsælt. Hitinn var afarmikill og altaf var stígurinn á fótinn. Við vorum far- in |ð sjá eftir því að hafa ekki feng- ið okkur bifreið til fararinnar. En nú var of seint að iðrast. Þarna var engan bíl að fá. Og loks vorum við komin upp á fjallið — og nú hallaði undan fæti. Okkur var sagt að hinum megin við fjallið væri greiðasölustaður, og við vorum farin að hlakka til þess að fá okkur hressingu. En greiðasölustaðurinn var lokaður. Þar sást enginn maður. Og þarna voru vegamót. Við vissum ekki hvora leiðina við ættum að velja. Við völdum veginn, sem lá til vinstri. Og nokkru síðar komum við að húsi, sem stóð skamt frá göt- unni. Enginn var úti, og ekkert benti til þess, að þar væri nokkur maður heima. En við vorum orðin þreytt og þyrst og vildum komast í síma ef hægt væri að ná í bifreið frá Mill Valley. Við sendum stúlku heim að húsinu. Þarna er fáförult, að mingta kosti af gangandi fólki, svo að við gerðum ráð fyrir að ef fátt manna væri heima, þá gæti verið beigur í fólki ef fleiri kæmu saman, en eina stúlku þurfti eng- inn að hræðast. Hún gekk áleiðis heim að húsinu — og þó með hálf- um huga. En ekki hafði hún langt farið, þegar heyrðist hundgá, og litlu síðar var opnaður gluggi á efri hæð hússins og kvenmaður spurði, hvað hún vildi. Við spurðum um síma. „Hjer er enginn sími“, sagði kvenmaðurinn, „en nokkru lengra fram með veginum er býli, og þar er sími“, sagði hún. Og svo segir ekki af því, nema, eins og stendur í þjóðsögunum. Við gengum og gengum. Tungan skræln aði, hitinn steikti okkur, og okkur fanst vegurinn endalaus og eftir- tektin fyrir fegurð og fjölbreytni varð sljórri. En alt í einu heyrðum við lækjarnið. Við könnuðumst við þetta yndislega hljóð að heiman, og okkur duttu í h«g lækirnir okkar, sem skoppá niður hlíðarnar, silf- urtærir, svalir og hressandi. „Nú fáum við að drekka“, sögðum við hvert við annað, og við urðum ljettari í spori og fanst nú ekki heimurinn meiri en hálft kálfs- skinn. Við ætluðum að drekka lít- • ið, en þvo okkur og hressa, þegar við kæmum að læknum. En við gleymdum því, hvar við vorum stödd. Og svo komum við að lækn- um. Og aldrei höfðum við orðið fyrir meiri vonbrigðum á allri ferð inni. Lækurinn lyppaðist gegnum þjettan skógargróðurinn. Vatnið var grænleitt á litinn og okkur sýndist það þykt af gróðri og lífi. Okkur fjell svo allur ketill í eld, að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.