Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1946, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1946, Page 12
424 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS aði. Bellino samdi lög þegar hann var sex ára, og Chopin þegar hann var 7 ára. Mendebssohn Ijek opin- berlega þegar hann var 10 ára, og hafði samið 50 tónsmíðar þegar hann var 12 ára. Beethoven byrjaði að semja tónsmíðar þegar hann var ellefu ára, og var hljómsveitar- stjóri þegar hann var 12 ára. Annars eðlis er sagan um dreng- inn Hopkins. Hann var fæddur í Welsh og varð aldrei þyhgri en 17 pund. Hann dó úr elli þegar hann var 17 ára og tveggja mánaða. Ssin- ustu þrjú árin, sem hann lifði, var honum svo aftur farið, að hann vóg aðeins 12 pund. Systir hans, sem líka var dvergur, var orðin eins og sjötug kerling þegar hún var 12 ára og vóg þá 18 pund. Sjö voru þau sjystkinin. Hin fimm voru eins og annað fólk. Kona er nefnd Margaret Krasi- owna og átti heima í þorpinu Kon- inia í Póllandi. Hún dó árið 1763 og var þá 108 ára. Þegar hún var 94 ára giftist hún manni, sem Gas- pard Raycolt hjet og átti heima í þorpinu Ciwouszin. Hann var 11 árum yngri en hún. Þau bjuggu saman í fjórtán ár og á þeim tíma fæddi hún honum þrjú börn, tvo drengi og eina stúlku. Börnin báru öll merki ellihrörnunar foreldr- anna. Þau voru gráhærð og kinn- fiskasogin, því að þeim uxu aldrei tennur. Þau náðu fuilorðins aldri og meðal hæð, en voru altaf bogin í baki og visin eins og gamalmenm og vegna þess að þau voru tannlaus gátu þau aldrei nærst. á fæðu, sem þurfti að tyggja. Faðir þeirra varð 119 ára gamall. AÐRIR GAMLIR MENN. í blaðinu „Edinburgh Journal“ 1847 segir Robert Chambers frá manni nokkrum í Aberdeen, sem þá sje enn á lífi, og hann hafi þekt mann, sem átti tal við hinn þriðja, sem fæddur var 1501, eða fyrir 366 árum. Sá maður, sem þessi gamli maður í Aberdeen hafði kynst, var Peter Garden of Auchterless. Hann dó árið 1775 og var þá talinr> 131 árs, en sumir heldu að hann væri eldri. í æsku sinni hafði Garden komist í kunningsskap við Henry Jenkins, sem dó árið 1670, þá 169 ára að aldri, og er enn frægur fyrir langlífi. Þótt það þyki ótrúlegt að nokkur maðúr nái svo háum aldri, þá hefir verið hægt að færa sönnur á það, eftir kirkjubókum, að Jen- kins varð svo gamall. Hann gekk enn að vinnu þegar hann var 157 ára, og var þá kvaddur sem vitni í máli, og er þá talinn í fullu fjöri bæði andiega og líkamlega. Annar maður, frægur fyrir lang- lífi, er Thomas Parr, venjulega nefndur „Gamli Parr“. Hann var uppi á þremur öldum. Hann fædd- ist 1483 og dó 1635, eða 152 ára að aldri. Seinasta ári^, sem hann lifði, Ijet jarlinn af Arundel flytja hann til Lundúna, en gamli maðurinn þoldi ekki skarkala stórborgarinn- ar og dó „fyrir örlög fram“. Hann er grafinn í Westminster Abbey, meðal stórmenna Breta. Nafnkendastur öldungur frá seinni árum pr Tyrkinn Agha, sem varð 157 ára, og helt sjer vel til æviloka. Þegar hann var 153 ára giftist hann í ellefta sinn. Með hin- um tíu konunum hafði hann átt 27 börn. NOSTRADAMUS. Michael Nostradamus (Michel de Notredame) var fæddur árið 1503 í St. Rémy í Provence í Frakklandi. Hann las fyrst heimspeki í Avignon en síðan læknisfræði í Montpellier, og lauk prófi 26 ára gamall. Gerðist hann þá læknir í Salon de Craux, lltlum bæ skamt frá Marsetll/e. Hann ljest 20. júlí 1566. Nostradamus er frægur fyrjr spá dóma sína, sem bæði voru márgir og um margvísleg efni. Voru þeir gefnir út í 12 bindum 1555. Er talið að margir spádómar hans hafi kom ið fram, og sumir eigi eftir að koma fram. En út í það skal ekki farið hjer, heldur aðeins sögð ein saga um það að Nostradamus vissi lengra en nef hans náði. Aðalsmaður nokkur, Florniville, hafði boðið Nostradamus til kast- ala síns í Lothringen. Langaði hann til þess að ganga úr skugga um það hvqrt Nostradamus væri jafn slyngur og af var iátið. Dag nokk- urn voru þeir tveir á gangi í hall- argarðinum og komu þar að sem

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.