Lesbók Morgunblaðsins - 23.03.1947, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 23.03.1947, Blaðsíða 1
Til íslands Kœra ísland, perlan prúð í sollnum norðurs-sjó, af h jarta’ eg þakka heilladís, er hingað för mér bjó. Um græna dali’ eg reika réð og fjöll þín himin-há, — nam jökuls-árnar drynja dátt, sá loft þín breyti-blá. Eg starði’ á margan fagran foss. Uve gamli Geysir ris, — og margan heitan hver ég leit í huldu-paradís, — sá faðma vötn þín, lygn og Ijúf, hinn máttka fjallafaðm, sem speglast þe{rra spegli í með lágum, bljúgum bað,n. Eg fann hinn svala, blíða blæ á varmri, votri brá, — sá togarana’ á söltum sœ, enri víkings-vegum á. Eg gekk um mörg þín hrjúfu hraun, fann mosans mýkt við il, sá góðhestana greikka för um grynningar og hyl. A Þingvöllum, þeim stóra stað, sem f relsið forna ól, í lotning djúpri’ eg leiý, hvc fyrst sló Ijóma frelsis sól. Og allt hið bezta’ í ýta lund hjá Alþingi fann skjól, sem var hið fyrsta frjálsa þfoig og frœgt um norðurs-ból UORACE LEAF, F.R.G.S., orti JAKOR JÓII. SMÁRI þýddi. En þetta gjörvallt satt þótt sé og sýni gildi þitt, sarnt allri dýrð hins ytra heims þá er þó meira hitt: Sú gestrisni, sem gleður hug A og góða samvist Ijœr M með broshýr vina andlit öll og allt, sem glatt oss fœr, — sern veitir gesti veizlukost og varmann arnv frá, svo honum finnst, að heima hann sé, og harmar engir þjá. Island, með sanni áttu víst þann unaðsfagra sjóð, er allri misklíð eyðir, hvar sem œrlegt streymir blóð; af misklíð vinslit verða oft, er valda hryggð í sál, en góður maður gleðja vill sinn granna, laus við tál. lsland, þú fagra perlan priið í sollmtm norðurs-sjó, öll veröld þakkar þeirri dís, sem þína dýrð til bjó. Sú vinsemd, sem þin cigin er á œvi þinnar stig, skal kenna veröld allri enn að elska og virða þig. Allt mannkyn lofi með mér þig á minjaríkum heilla-stig

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.