Lesbók Morgunblaðsins - 23.03.1947, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 23.03.1947, Page 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 95 (sjera) Sigmundi gefið eiðrof að sök síðar í múlum hans. Er harla ólíklegt, að ekki hefði verið á það minnst, ef hann hefði gerst eiðrofi. En hvernig sem brjefið er til orðið, verður ekki fram hjá því gengið með öllu, en það verður ekki heldur talin full sönnun. IV. Nú líður tæpt ár, án þess að fleira gerist tíðinda í þessum málum. En líklega hefur sundurþykki prestanna farið versnandi aftur. Þá gerist sá at- burður, sem hleypti öjlu í uppnám að nýju. Því miður eru heimildir frem- ur óljósar um, hvað hratt þeim við- burði á stað. En svo er helst að sjá, að litlu fyrir mánaðamótin janúar og febrúar 147<j hafi flokkur manna sest að á Miklabæ un,dir forustu (sjera) Sigmundar og Einars Björnssonar, bróðursonar Solveigar, og dvalist þar í 6 daga. (Einar var sonur Björns ríka og Ólafar Loftsdóttur ríka Gutt- ormssonar). Ljetu þeir sjer heimilt bú sjera Jóns Broddasonar, spiltu því og eyddu. Einar var þá á ungum aldri, cu hafði kynnst ýmiskonar róst- um og rrbbaldahætti í Vestfirðinga- fjórðungi. Hafði faðir hans staðið í stórræðum, og eftir dráp Björns, tók Ólöf (móðir Einars) við ráðunum, og gerði Englendingum harðleikið mjög. Yfirgangur Guðmundar Arasonar mátti og heita mönnum í fersku minni, þegar Einar var að alast upp, og sjálfur Ijet hann sjer ekki alt fyrir brjósti brenna. Þykir mjer sanni næst, að Solveig hafi fengið þcnnan kapp- gjarna frænda sinn norður til að stappa stálinu í (sjera) Sigmund að nýju, og reyna að rjetta hluta hans. Um athafnir þeirra fjelaga — en þeir voru 17 eða 18 talsins, verður að fara eftir vitnisburðum, er sjera Jón Broddason tólc af heimilisfólki sínu, og verða (þeir) að vísu svo einhliða vitnisburðir, og tœplega hlutlausir. En annara hcimilda er ekki kostur. Aðfaranótt 3. febrúar Ijfet Jón Jússa- son, líklega ráðsmaðurinn á Mikla- bæ, bera allskonar búshluti og mat- væli í kirkjuna þar. Telur hann margt upp í vitnisburði sínum, þ. á. m. „kistu með 5 vættum smjörs, og lausa- smjör að auki; uxa með öllum lim- um, að undanteknum skammrifjum, 2 kýrþjó, sauðarkrof með bógum,og tveim skammrifjum, mör, smálkamat, bjúgu, sperðla og undirmörva, 150 harða fiska og 20 blauta, 12 hákarls- lykkjur, rikling, rafabelti (og) skötu- börð. Þá telur hann búsílát og áhöfd, og aðra dauða muni, svo sem sængur, húðir, klippinga, selskinn, reipi, katla 5 „með 2 Hólastaðarkötlum“, potta, könnur, mundlaugar, dúka, kvörn, tunnur, kistur, örk, kotru og skáktafl, trog, keröld, diska, skálar, aska, spæni og ýmislegt fleira (sjá D. I. V. 813— 815). Það er ekki beint sagt, í hvaða skyni hann (þ. e. Jón ráðsmaður) hef- ir þetta gert, en vafalaust hefir hann œtlað friðhclgi kirkjunnar að fyrir- byggja eyðslu og skenimdir á þessu, af hendi (sjera) Sigmundar og manna hans. En honum varð ekki kápan úr því klæðinu, því að síðar þessa nótt, fóru þeir (sjera) Sigmundur og Einar með fjelögum sínum i kirkjuna, og báru burtu mest alt skranið. sem þar var". • Hafa nú hafist yfirheyrslur af hálfu sjera Jóns meðal heimilisfólksins, og' sór sumt af því ýmislegt t. d. að (sjera) Sigmundur og Einar með fylgj- urum sínum, hefðu „spennt og upp- eytt kost sjcra Jóns“, og að ((sjcra) Sigmundur hefði látið „drepa fyrir þráttnefndum (sjera) Jóni 4 kýr mcð hans marki ... og einn griðung“. „Þór- hallur Þorvaldsson meðkendist fyrir sjcra Jóni 29. apríl, „að hann hefði Verið með (sjera) Sigmundi og hans fylgjurum í vetur á M iklabæ' (i »æt- ur og haft þar mat og mjólk. hefði burt flutt hey á einum hesti, og hefði verið í þeirri ferð, er (sjera) Sigmund- ur rýmdi burt og hans fjelagar af Miklabæ, og rak burt })á pcninga, cr þaðan voru hafðir“ (D. I. VI. 70). Sjest af þessu, að þeir hafa framið þennan ránskap í lok dvalar sinnar á Miklabæ“. Allar eru þessar skýrslur aðeins frá óvinum sjera Sigmundar (nema skýrsla Þórhalls Þorvaldsson- ar sem vel gat verið kúguð af honum), og er því ekki unt að taka þœr sem fullgildar heimildir. „Um sumarið 22. júní Ijet sjera Jón Broddason fara fram skoðunargerð á peningi þeim, lifandi og dauðum, sem var „gripinn og brottu tekinn“. Voru 3 prestar og 3 leikmenn í þeirri gerð, og var Jón Jússason einn af þeim. Eru taldir allir áðurgreindir munir og nokkru við bætt, t. d. „13 tunnum skyrs, heyi eldibröndum (þ. e. eldi- við), sængum, klæðurn og voðum“, sem þeir fjelagar hafi eytt og spilt. Af lifandi gripum telja þeir tekna 20 kýr, „af þeim 6, er Ilólastaður átti“, 10 gamla uxa, 2 kvígur tvævetrar, 15 veturgömul naut, 1 kálf, 53 kindur- veturgamlar, 1 graðhest og 2 ,,hross“ veturgömul (I). I. VI. 70). I lok þess- arar skoðunargerðar lýsir sjera Jón Broddason (sjera) Sigmund og Einar og alla þeirra fylgjara „vera fallna í bann af sjálfu verkinu, og fyrirbauð hverjum manni að eiga við þá svefn eða samneyti, þangað til þeir ganga til hlýðni við guð, og heilaga ku-kju og hann“. Ekki er gctið um neina áverka á mönnum, og má vafalaust þakka það (sjcra) Sigmundi, að stýrt var hjá öllu slíku, því að Einar Björnsson var óvæginn og mjög kapp- gjarn. Eins og áður cr fram tekið, cru engar skýrslur til um mál þessi frá sjónarmiði (sjera) Sigmundar sjálfs, en það er augljðst, að í hefndarskyni fyrir órjett þann, tr honum fanst sjer gerður af biskupi, voru Miklabæjar- ferðir farnar, og þcim stefnt eingöngu að þeirn stað, af því að (sjera) Sig- mundur hefir þótst eiga þar einhver ítök. — En það cr einatt svo, þcgar menn œtia sjer í hefndarskyni að skammta sjer bœturnar, að miklu vill slcifta frá meðalhófi. Það varð (sjera) Sigmundi á. Og annað er jafnljóst: Þcssir atburðir hcfðu aldrei gcrst, ef

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.