Lesbók Morgunblaðsins - 23.03.1947, Síða 4
96
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
(sjera) Sigmundur hejði fcngið að
halda Miklabœjarstað, og ekki verið
svijtur embœttinu“, (af biskupi fyrir
litlar sakir eða engar. nema að vilja
ekki i'era lengur auðmjúkur skósveinn
hans). Engar heimildir eru fyrir því,
að (sjera) Sigmumlur hafi farið fleiri
ránsferðir að Miklabæ, og er það því
' ofhermt hjá sagnfræðingum, (þeir
hafa farið helzt til mikið eftir Espó-
lín), að hann hafi riðið „hvað eftir
annað“ heim að iMiklabæ, og rænt
staðinn og kirkjuna“.
V.
Iljer hefir þá verið skýrt frá þess-
um Miklabæjarmálum. Einar Björns-
son hefir komist ljett út af þeim, „því
að á Alþingi sumarið 1478 (eða tveim-
ur árum eftir Miklabæjarför) gerði
Þorleifur Björnsson hirðstjóri, bróðir
hans, „Einar og fylgjara hans með
öllu kvitta og ákærulausa kongdóms-
ins vegna um alt, sem þeir höfðu brot-
legir orðið í Skagafirði“ (D. I. VI.
140). Og góða uppreisn þessa máls
og fleiri djarfræða, fekk Einar á Al-
þingi 1491, þá var hann kosinn hirð-
’stjóri af veraldlegum höfðingjum, sem
vildu „jungherrann Einar Björnsson
og öngvan annan“ (D. I. VI. 753—
755)“. Er þetta nokkur vottur um
það, hvernig veraldlegir höfðingjar
landsins hafi litið á Miklubæjarferð
hans. Hirðstjóri varð Einar þó ekki,
því Danakonungur „skevtti ekki
kosningunni“, enda mun Einar hafa
dáið skömmu síðar.
Oðru máli var að gegna með (sjera)
Sigmund, enda erfitt, og næstum ó-
mögulegt, að standa móti ofurvaldi
og ofsóknum biskups og kirkjunnar.
„Ólafur biskup kom út sumarið 1478,
og fyrir honum ljet (sjera) Sigmundur
undan síga, og virtist þá vera fús til
sættanna. Gekk hann að því, sem
biskup dcemdi honum að greiða“, og
var það engin óvera hjá slíkum dóm-
ara, „eða hundrað hundraða“. Greiddi
sjera Sigmundur fjeð, en vafalaust
hefir Solveig hjálpað honum til þess.
Ilún „stóð trílega við hlið (sjera)
I
Sigmundar i deilum hans“.
Sættust þeir biskup og sjera Sig-
mundur síðan, og „biskup veitti hon-
um prestsembætti að nýju, og fekk
honum Breiðabólstað í Vesturhópi“,
en þar hafði biskup verið prestur áð-
ur (einnig i Odda á Rangárvöllum).
VI.
„Ættfræðingum kemur ekki fylli-
lega saman um uppruna sjera Sig-
mundar Stynþórssonar. Þó eru þeir
sammála um Steinþór, föður hans, að
hann hafi verið Jónsson. En svo skilj-
ast leiðir. Jósafat Jónasson (Steinn
Dofri) hefir leitt að því nokkur rök,
að Brandur Jónsson lögmaður á Hofi
á Höfðaströnd, hafi verið bróðir
Steinþórs (föður 'sjera Sigmundar) og
faðir þeirra, Jón, hafi búið á Hofi og
verið Ketilsson.
Enginn efi er á því, að sjera Sig-
mundur hefir verið mikilhæfur mað-
ur og vel gefinn. Verður það ljóst af
ýmsu (er hjer hefir verið um hann
sagt), en auk þess má benda á, að
Solveig átti meiri metnað en svo. að
hún hefði gengið til fylgilags við lítil-
menni, enda verður þess ekki vart í
heimildarritum, að borið hafi skugga
á hennar ætt með þessu ráðlagi. Mun
sjera Sigmundur hafa verið að skapi
hennar um rausn og ríkilæti, og haft
stórbú i .Miklabæ þegar þangað var
komið.
Þegar (sjera) Sigmundur settist að
á Miklabæ 1457, (áður var hann
prestur á Mælrfelli, og Auðkúlu), ljet
hann sjer ant um Mrklabæjarkirkju.
í máldaga hennar er þess getið, að
hann hafi lagt kirkjunni, „messuklæði
að öllu, tvö steintjöld, tvö merki og
Antoniilíkneski“. Ennfremur gaf hann
„vorri frú“ (þ. e. Maríu mey) „kop-
arhj#Im“, (ljósahjálm úr kopar) árið
1472
(Sjera) „Sigmundur reyndi að miðla
málum milli Gottskálks biskups Niku-
lássonar og Jóns sonar síns, er bóla
tók á sundurþykkju milli þeirra,
skömmu eftir að Gottskálk var sest-
ur á „Hólastól", og gerði sjera Sig-
mundur sætt við biskup fyrir hönd
Jóns (sbr. D. I. VII. 768). Sýnir þetta
sáttfýsi hans og biskupshollustu, sem
í raun og veru var óslítandi þáttur í
skapferli (sjera) Sigmundar, þó að
mikið kastaðist í kekki á tímabili.
Sjera Sigmundur andaðist á Breiða-
bólsstað, líklega um 1500 (samanber
vitnisburðarbrjef 2. maí 1502), ön þá
tók Jón (síðar lögmaður) sonur hans
þar við búi, og hefur sennilega hald-
ið því við í 2 ár“.
V íW
MYND þessi er af tæki, sem
uppgötvað var í stríðinu, og var
þeirri uppgötvun lialdið leyndri
þangað til nú. Tæki þetta er svo
næmt, að það getur fundið hita af
einhverju, sem er langt í burtu.
Það kom sjer t.d. oft vel fyrir
flugmenn, sem voru á ferð í
myrkri, því að þótt þeir væri hátt
í lofti, gátu þeir sjeð á þessu tæki
hvort þeir flugu yfir fast land,
eða vötn og ár og sjó, vegna þess
að tækið sýndi mismunandi hita
jarðar og vatns. Svo næmt er þetta
tæki að það „finnur" hita af
manni í kílómeters fjarlægð, og
það finnur hita af skipi langar
leiðir. Getur það komið sjer vel
þegar verið’er að leita að skip-
um í svartnætti eða dimmviðri.