Lesbók Morgunblaðsins - 23.03.1947, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 23.03.1947, Side 6
98 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Fjörefni og fjörefnaskortur ALT er best í hófi, segir gamall málsháttur. Þetta má til sanns veg ar færa þegar rætt er um fjörefni og fjörefnaskort. _ Það er nú ekki ýkja langt síðan að mannkynið þekkti engin fjörefni. Þó vissu menn að ekki var sama á hverju þeir nærðust og eru til sannindamerkis sögurn- ar hjer á landi um nafntogaða kraftamenn, sem höfðu fengið þrek sitt með því að drekka lýsi. Hitt vissu menn ekki: að margir sjúk- dómar stöfuðu hreint og beint af fjörefnaskorti. Þegar svo vísindamennirnir upp götvuðu fjörefnin, mynduðust um þau hinar mestu kynjasögur, og margir, bæði leikir og lærðir, heldu því fram, að þau væru allra meina bót, Þannig varð seinni vilL an svo að segja verri en sú fvrri, því að fjörefnin reyndust ekki allra meina bót. Þá var fullyrt að þau væru gagnslaus; mannkynið hefði komist af án þeirra fram að þessu, og gæti því eins komist af án þeirra framvegis. í þessu efni gildir það eins og alls staðar að best er að fara hinn gullna meðalveg, gera hvorki of inum; fjarar þar af, nema í smá- straum. En er garðurinn var þar bygður, hefur sjór í voginum hlotið að vera mikið grynnri en nú; er það einn votturinn um land sigið hjer á útsuðurshorni lands- ins. Nú er svo djúpt þarna um flóð, að engin tiltök væri' að byggja þar garð úr óbundnu grjóti, er standa skyldi upp úr sjó um flóð. - Grafarholti, 8. mars 1947. Björn Bjarnarson. mikið nje of lítið úr þýðingu fjör efnanna. Eitt er nú öllum ljóst, að án fjörefna getum vjer ekki lifað. Og skortua- á fjörefnum veldur margs konár sjúkdómum. Fjörefni eru líkamanum. jafn nauðsynleg og lífsloftið. BEST og heilsusamlegast fyrir líkamann er að fá fjörefnin beint úr fæðunni, en ekki úr töflum eða innspýtingurp. Fjörefni í töflum og vökva er eingöngu fyrir þá, sem þjást af fjörefnaskorti, annað hvort vegna þess, að þeir hafa ekki feng ið nógu fjörefnaríka fæðu, eða þá að meltingarfæri þeirra ná ekki fjörefnunum úr fæðunni. Áfengis nautn eyðileggur t.d. oft melting- arfærin svo, að þau skila ekki fjör efnunum út í líkamann. Heilsan er það dýrmætasta, sem maðurinn'á. Hverjum manni sem ant er um þann fjársjóð, ber því að forðast fjörefnaskort og þá sjúk- dóma, sem þar af leiðir. Þetta er hægt með því að neyta þeirrar fæðu, sem í sjer geymir öll hin nauðsynlegustu fjörefni í hæfileg- um hlutföllum. Til þess þarf fæð- an að vera sem fjölbreyttust. Á hverjum degi ætti menn að borða nýja ávexti, eða þá mikið af græn meti og kartöflum. Mjólk og smjör (eða vitamínsmjörlíki) má aldrei vanta, og ekki heldur rúgbrauð eða kjarnabrauð. Hafi menn nóg af þessum fæðutegundum, þá er Lítil hætta á veikindum af fjör- efnaskorti. , Sjerstaklega verðúr að gæta þess vandle,ga að börn fái nóg af fjörefn um. Þau þurfa tiltölulega miklu meira af þeim en fullorðnir, vegna þess að líkami þeirra brennir alla fæðu miklu örar (og þá fjörefnin. r líka) meðan þau eru áð taka út vöxt. 'Þess skyldu menn líka minn- ast að þegar kalt er, þarf líkaminn meira af fjörefnum en endranær, vegna þess að bruninn í honum er þá örari. Þeir, sem vinna erfiðis- vinnu, þurfa líka meira af fjör- efnum en kyrsetumenn. A-FJÖREFNIÐ hefir það hlutverk að færa húðinni og slímhimnunum næringu. Skortur á því veldur með al annars augnveiki og breyting- um á sjóninni. Slímhúðunum verð ur og hættara við að bólgna. Samt er það engin sönnun fyrir skorti á þessu fjörefni þótt menn fái háls- bólgu. En ef líkaminn þjáist af skorti á A-fjörefni, er mönnum miklu hættara við kvefi og háls bólgu. A-fjörefni fá menh helst úr mjólk og smjöri. Karotin heitir ná skylt efni, og það fá menn úr salat, spínat og tómötum. Hafi menn nóg af mjólk, smjöri og grænmeti, er því engin hætta á A-fjörefnaskorti. B-FJÖREFNIÐ greinist í i-.okkrar tegundir. Skortur á því getur staf að af meltingarkvillum, eða af því að lifa mikið á fáguðum hrísgrjón- um og ljelegu hveiti. B-vitamín fá menn úr grófu brauði, jastri, græn m«ti, eggjarauðum, kjöti, fiski o. s. frv. C-FJOREFNI fá menn aðallega úr nýjum ávöxtum, svo sem appelsín um, vínberjum og sítrónum, og h'jer á landi nær eingöngu úr kart öflurn. Það er vandfarið með þetta fjörefni, því að það glatast Við suðu, sjerstaklega ef soðið er í opnum pottum. Húsmæður verða því að gæta þess þegar þær sjóða kartöflur, að hafa alltaf lok á pott- inum, og það má alls ekki flysja kartöflurnar áður en þær eru soðn ar. Þá verða og húsmæðuu að gæta þess, er þær liafa cítrónur eða appelsínur í *mat að skera þær ekki

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.