Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1947, Síða 2
158
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
illa. — Sleðaferðir höfðu því ekki ver-
ið farnar úr framfirðinum, þó marga
væri farið að vanhaga um ýmislegt,
því þá þutu ekki bílar daglega „um
götur og torg“, eins og nú gerist. —
Á Góunni brá þó til nokkurra frosta,
og í Góulokin, eða rjett í byrjun Ein-
mánaðar kom sú frjett að allgott
sleðafæri niundi komið. — Ilugðu nú
margir sjer til hreyfings. enda voru
þetta síðustu forviið. — Vetur svona
áliðinn, og ísar brátt srikulir og ó-
traustir. — Var jeg einn þeirra, er
hugði til farar. — Vahtaði mig dálítið
af borðvið. kornvöru o. fl. — Raunar
hálfkveið jeg samt fvrir ferðinni, því
að aldrei áður hafði jeg farið ækis-
ferð til Akure\Tar. Varð jeg þvi mjög
feginn er föðurbróðir minn, Jóhannes
Jóhannesson, er var kallaður hinn
sterkij) kom til mín, og mæltist til
að fá að verða með mjer í ferðinni,
en hann var alvanur sleðaferðum og
afrendur að afli og karlmennsku.
Bauðst hann til að hafa með í ferðina
hest sterkan og stiltan. er hann átti,
en sleðann skyldi jeg leggja til. — Á-
kváðum við nú að leggja á stað árla
næsta morgun.
Morguninu eftir var veður gott. —
Dálítil sunnangola og nær frostlaust.
Þótti okkur ekki ólíklegt að þíða
mundi koma um daginn, og ráðgerð-
um við því að hraða ferðinni sem
mest. — Settum við hestinn fyrir, og
Jóhannes steig á bak, en jeg settist
á heypoka og annað dót, er við höfð-
um meðferðis, og svo var haldið af
stað. —
Jóhannes valdi veginn eftir ánni,
og veitti nákvæma athygli hvernig
ísar lágu. — Ætluðum við að reyna
að komast heim um kvöldið, en viss-
um að við myndum lenda í myrkri,
og því nauðsyn að vita leiðina sem
best. — Gekk ferðin hið besta, voru
viðast glærir ísar, með litlum sand-
rákum, en þær eru stundum illur far-
artálmi ef miklar eru. — Er við'kom-
1) I þjóðsagnasafninu Grímu er þáttur af
honum. •
um út að hinum svokallaða Merki-
gilshyl, en hann er framan, eða rjett-
ara sagt austan við Stórhólsleitið, en
það er hæð milli Espihóls og Stokka-
hlaða, hægðum við ferðina, og athug-
uðum ísinn, því hylur þessi er afar /
djúpur, og illræmdur fyrir ótrvgga
ísa, enda búinn að gera margan mann-
inn kollvotan. — Sýndist okkur ísarn-
ir allgóðir, enda lágu gamlar slcða-
slóðir við austurlandið, sem við fylgd-
um nákvæmlega. — Þó sáum við .
sprungur hjer og þaf í svellinu, en
töldum þær ekki hættulegar, — enda
gekk alt vel. — Hröðuðum við ferð-
inni, sem mest við máttum, því að
nú var augljóst að marahláka var að
koma. —
Á Akureyri flýttum við störfum eft-
ir því, sém við gátum. — Bundum
varning okkar á sleðann og heldum
heimleiðis. — Var þá tekið mjög að
kvölda, og skamt til myrkurs. — Vild-’
um við reyna að komast fram fyrir
Merkigilshyl áður en aldimipt yrði,
því hann óttuðumst við mest. Marg-
ir Framfirðingar höfðu komið til Ak-
ureyrar á eftir okkur um daginn, en
höfðu ekki rekið erindi sín, og gátu
því ekki orðið samferða, og þótti okk-
ur það leitt, en eins og nú var komið,
asahláka og allhvasst á sunnan, tjó-
aði ekki að bíða. — Á sleðanum var
ekki mjög þungt, dálítið af borðvið,
kornvara, sem líklega hefir ekki náð
tunnuþyngslum, og svo smádót eins
og gerist. — Gátum við því farið
allgreitt, enda notuðum við það. Skil-
aði okkur drjúgum suður ísana. —
Fórum við eins að og um morguninn,
að Jóhannes reið dráttarhestinum, en
jeg sat á sleðanum. —
Ekki höfðum við lengi farið, er
mjög tók að hvessa af suðri, og vatn
fór að koma á ísana, en það ljetum
við ekki á okkur fá. — Brátt sáum
við, að maður með hest og sleða var
nokkuð á undan okkur og fór mikinn
eins og við. — Þótti okkur þetta gott,
því líklegt þótti okkur að við kæm-
umst það sem hann kæmist., og fór-
um því altaf slóð hans. — Vorum við
nú þá og þegar komnir fram að hyln-
um, en nú var líka myrkrið að skella
á. Samt sáum við, að maðurinn á
undan helt hiklaust áfram suður yfir
hylinn, og töldum því að öllu væri
óhætt, og þræddum slóðina, en þá
skall ógæfan yfir. — Alt í einu seig
ísinn niður undan sleðanum, ég sá
hvað verða vildi, og snaraðist á fæt-
ur, og stökk sem kólfi væri skotið út
á skörina. Mjer varð ekki fótaskort-
ur þó hált væri, því jeg hafði mann-
brodda bundna á fótum. — Nú skifti
engum togum, — ísflekinn, sem seig
niður, hvarf út undir ísinn, en aftur-
endi sleðans stakkst niður. — Til allr-
ar hamingju var hesturinn kominn
yfir sprunguna, og á traustan ís, en
vitanlega komst hann ekki áfram og
nam staðar. Stóð sleðinn hálfgert upp
á endann við skörina, því að ekki var
dýpið þar meira en svo, að borðaend-
arnir, er stóðu aftur af sleðanum,
námu við botn. og þar með stóð alt
fast. — Nú voru góð ráð dýr. — Jó-
hannes sagði mjer að taka við hest-
iunm og hvetja hann sem mest jeg
mætti til átaka, en sjálfur mundi hann
ljetta undir með honum. það hann
gæti. — Svo gerðum við tilraunina —
og hún heppnaðist. — Með átökum
hestsins og heljarafli gamla mannsins,
en þá var hann mefr en sexlugur, seig
sleðinn hægt og hægt upp á skörina —
og öllu var borgið. —
En sagan er ekki öll sögð enn. —
Maður sá, er var á undan okkur,
og áður er getið, helt ferð sinni áfram
suður að Grund. — Þá stóð verslun
Magnúsar Sigurðssonar kaupmanns
þar í miklum blóma. Maður þessi, sem
var úr Framfirði, kom þar inn í sölu-
búðina, og gat þess þegar, að í eng-
um vafa væri hann um að sá eða þeir,
er næstir sjer kæmu, mundu hleypa
ofan í hvlinn, því viss væri hann um
að sprungið hefði undan sleða hans,
þó hann slyppi. — Hann sagði enn-
fremur, að menn á ferð hefði hann
sjeð úti á ísnum á eftir sjer, — en