Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1947, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1947, Side 4
160 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Þinghúsið í Helsingfors Jafnhliða þessu hefur raskast hlut fallið milli launa þeirra, sem erfiðis- vinnu stunda og hinna, sem „vinna með höfðinu“, þannig að verka- menn fá miklu hærri laun. Og það er ekki rjettlátt. Enginn telur það eftir þótt verkamaðurinn sje vel sjálfbjarga. — Þvert á móti er það undirstaða þess að þjóðfjelagið standi föstum fótum að verkalýður- inn sje vel sjálfbjarga. En aðrar stjettir þurfa líka að vera vel sjálf- bjarga. Þess ber líka að gæta, að sá sem vinnur með höfðinu, hefur oft- ast orðið áð kosta sig til náms í mörg ár, og hefur námsskuldir í eftirdragi lengi á eftir. Seinasta verkfallið hjer í Helsing- fors gerðu vinnumenn (Gaards- karlar). Gangstjettimar voru ósóp- aðar og stígar, og stigarnir í húsun- um óþvegnir, nema þar sem íbúarn- ir sjálfir tóku sig til og gerðu hreint fyrir sínum dyrum. Miðstöðvar í húsum stóðu kaldar, og kuldinn í íbúðunum varð svo mikill að læknar sögðu að heilsufari almennings væri hætta búin. Þá tók stjórnin í taumana og skipaði verkfallsmönn- um að hefja vinnu aftur. Studdist hún þar við heimildarlög sem sett voru á stríðsárunum og heimila stjórninni víðtækar ráðstafanir. VETURINN er nú liðinn, enda þótt einhver vorhret geti komið enn. En nú um páskana skín sólin hlýtt og snjórinn rennur sundur á göt- unum. Vjer höfum komist furðan- lega fram úr vetrinum. Kaldur var hann þó, reglulega kaldur — í norð- anverðu Finnlandi komst frostið í 40 gráður á Celsius. En kuldarnir voru ekki langvarandi og vondar stórhríðar hafa ekki komið. Þó hef- ur verið nógur snjór til þess að stunda skíðaíþróttir og aka timbri úr skógunum, en á því veltur mikið um hag landsins. Jeg hygg að skóg- arhöggið hafi gengið vel í vetur. Og nú er timbrið helsta útflutningsvar- an og það sem vjer verðum að byggja á til þess að geta greitt hern- aðarskaðabæturnar. I vetiu- var hætt að skammta hrossakjöt, flesk og kindakjöt, en nau(akjöt er enn skammtað. Það er auðvitað gott að þannig hefur verið losað um höftin, en verð á kjötinu er mjög hátt, þó ekki jafn vitleysis- lega hátt eins og á svarta markað- inum áður. Og nú hefur brugðið svo einkennilega við að svarti mark- aðurinn er farinn að keppa við opin- bera verðlagið — farinn að bjóða vöruna með lægra verði. Kindakjöt hefur t.d. verið allt að 100 mörkum ódýrara hvert kiló á svarta markaðn um að undanförnu, heldur en það er i búðum. Fatnaðarvörur — gerfivörur — sjást nú fremur en áður í búðar- gluggum, en kaupmenn segja að fólk kaupi minna af þeim en áður. Það stafar bæði af þvi, að nú er að verða þrengra um pepinga manna á milli, og að fólk nýtir gömlu fötin sín miklu betur en áður og bíður eftir því að fá betri fataefni. Menn vilja ekki eyða peningum í að kaupa föt, sem hlaupa og endast ekkert. En nú sem stendur er svo mikill hörgull á gjaldeyri, að vjer höfum ekki haft efni á því að flytja inn nema það allra nauðsynlegasta — og svo máske fáeinar kaffibaunir til þess að gera sjer dagamun á stór- hátíðum. VJER fögnum því að heldur hef- ur greiðst úr um það að komast til annara landa — en það nær þó ekki til allra. Það eru enn mikil vandkvæði á því að komast úr landi. Veldur þar bæði um gjald- eyrisskortur og svo þarf ríkið á starfskröftum allra að halda. Flestir ferðast til Svíþjóðar. Eru það aðal- lega kaupsýslumenn, íþróttamenn, listamenn, námsfólk og fólk, sem hefur verið boðið til vina sinna í Sviþjóð. Það er þetta fólk, sem mest ber á í farþegaskipunum milli Á- bæjar og Stokkhólms og í flugvjel- um frá Helsingfors. Ferðalöngunin hefur gripið menn, og langt um fleiri sækja um fararlevfi heldur en yfirvöldin treysta sjer til að veita leyfi. Utlendingar eru nú farnir að koma hingað. I vetur komu rúss- neskir stúdentar hingað í heimsókn — í fyrsta skifti. Menn tóku þeirri heimsókn vel og vænta þess að hún geti orðið upphaf að nánari við- kynningu rússneskrar og finnskrar skólaæsku. Hjer eru einnig náms- menn frá öðrum Norðnrlöndum við

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.