Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1947, Qupperneq 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
163
Meistari
tálbragðanna
Mantacinnie Ijet menn færa
sjer stórfje og múta sjer til
þess aS gera ekki kraftaverk.
í BRESKA útvarpinu var nýlega
haldinn fyrirlestur um þann mann,
sem kallaður hefur verið „meistari
tálbragðanna" og hvernig hann ljek
á auðtrúa fólk með því að þykjast
vera kraftaverkamaður.
Maður þessi var ítali og hjet
Mantacinnie. Þóttist hann hafa
fundið upp ráð til þess að vekja
menn upp frá dauðum. Kom hann
svo eitt sinn til Lyons í Frakklandi
og kvaðst ætla að sýna ágæti upp-
götvunar sinnar með því að vekja
upp á ákveðnum degi alla þá, sem
nýlega voru dánir og grafnir þar í
kirkjugarðinum.
„Við munum fá nóg að gera“,
sagði Mantacinnie við aðstoðarmann
sinn, „Fólkið mun þyrpast til okk-
ar“.
Það varð orð að sönnu. — Fólkið
streymdi til hans og allir vildu fá
að tala við hann einslega um einka-
mál sín.
„Faðir minn dó i fyrra“, sagði sá
fyrsti. „Hann var stórríkur svíðing-
ur og jeg veit ekki hvernig fer fyrir
mjer þegar hann ris upp og sjer
hvernig jeg hefi sólundað eigum
hans. Jeg skal borga þjer 1000 gíne-
ur til þess að láta hann hvíla í
friði“.
Næst kom ung og fögur kona,
full örvæntingar. „Jeg skal horga
yður hvað sem þjer setjið upp, ef
þjer vekið ekki upp manninn minn
sáluga“, sagði hún. „Hann var
sannkallaður djöfull og nú er jeg
nýskeð gift manni, sem jeg elska og
jeg má ekki hugsa til þess að skilja
við hann“.
Sumir voru hræddir um að sínir
kæru framliðnu vinir og ættingjar
mundu fara að gera rekistefnu út af
því á hvern hátt dauða þeirra hafði
að höndum borið. Buðu þeir allir
töframanninum stórfje til þess að
láta þá sofa í friði.
En best af öllu var þó þegar bæj-
arstjórnin kom með borgarstjórann
í broddi fylkingar og í fullum ein-
kennisskrúða.
„Hálærði herra“, sagði borgar-
stjórinn. „Ef þjer vekið upp hina
dauðu þá mun það færa örbirgð og
öngþveiti yfir borgina. Takið við
þessari upphæð hjerna sem viður-
kenningu fyrir valdi yðar og lofið
oss svo að vera í friði“.
Mantacinnie var ekki ánægður
með það. „Þetta er vel boðið“, sagði
hann, „en ef' jeg hverf frá við svo
búið þá mun fólk efast um að jeg
geti vakið menn upp frá dauðum“.
„Við kunnum ráð við þvi“, sagði
borgarstjórinn. „Jeg skal gefa yður
skriflegan vitnisburð um það, að
vjer höfum sjálfir sjeð að þjer getið
gert þetta kraftaverk, höfum sjálfir
horft á yður vekja menn frá dauð-
um“.
Með það var Mantacinnie ánægð-
ur og tók við fjenu.
^ ^ ^ ^ ^
«-----------------------------o
Barnahjal
Skólaeftirlitsmaður kom í
heimsókn í smábarnaskóla.
Honum fanst börnin þar sýna
litla athygli. Hann gekk að
töflunni og sagði: Nefnið ein-
hverja tölu.
— 15.
Hann skrifaði 51. — Nefnið
aðra tölu, sagði hann.
---47.
Hann skrifaði 74. — Eina
tölu enn, sagði hann.
Þá stóð upp lítill drengur og
sagði:
— 99, og snúðu því við ef
þú getur.
Sigga, ellefu ára, kom af
barnaskemtun og sagði frá:
— Það var gaman, en mömm
urnar voru svo vitlausar að
láta alls staðar sitja saman
strák og stelpu við borðið.
— Var það svo vitlaust?
— Já, því að þá þurftum
við að tala framhjá strákun-
urn og þeir framhjá okkur.
Góður maður mætti Jónsa
litla á götu og Jónsi var há-
skælandi.
— Hvað gengur að þjer, góði
minn?
— Jeg he-hefi mi-ist pen-
inginn, sem ken-ennarinn gaf
í verðlaun fyrir að vera hæ-
hæstur í bekknum, hikstaði
Jónsi.
— Vertu ekki að gráta af
því, sagði maðurinn. Hjerna
hefurðu pening í staðinn.
Hvernig fórstu að því að missa
hann?
— Jeg varð ekki efstur í
bekknum, sagði Jónsi.