Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1947, Blaðsíða 8
164
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Síðan í slríSsbyrjun Uafa Brelar lagt miklu meira kapp á landbúnað en áður. Þúsundir ekra, sem áð-
ur var ófrjótt land, er nú akurlendi. Nýúsku vjclar hafa verið teknar í notkun og sjest ein þeirra hjer
á myndinni. — Er það kartöflu-sáningarvjel, sem sáir í þrjár raðir samlímis. Ajtan á henni sitia þrjár
konur og gœta þess að sáningin verði jöfn í hverri röð.
KAPPRÓÐUR
Laugardaginn 30. júlí 1927 iór fram
kappróður milli Islendinga og danskra sjó-
liðsmanna af „Fylla“. Leið sú, sem farin
var, var frá Mýrarhúsum á Seltjarnar-
nesi að örfirisey. Var knálega sóttur tóð-
urinn hjá báðum, en lauk svo, að Dönum
var sigurinn dæmdur, en sáralitill var
munurinn, um Yt meter. Þetta þótti stór-
tiðindi hjer í Reykjavik, að Islendingar
gætu róið bát; svo langt er nú komið
aftur á bak. (Svbj. Egilson).
SILUNGURINN í SVARTÁRVATNI
Árið 1883 flutti Einar bóndi Friðriks-
son í Svartárkoti frjóvguð hrogn frá Mý-
vatni suður i Svartárvatn og svo fleiri ár
meðan hann bjó þar, eða til ársins 1893.
Þóttist hann viss um að hann hefði bætt
veiðina mikið þann tima, bæði að tölu og
vexti. Eins hefði það átt að geta borið
ávöxt annars staðar, með sömu viðleitni og
alúð eins og Einar sýndi. (Bjarni Sæmunds
son).
ELSTU ISALDARMENJAR
sem mjer eru kunnar í nágrenni Reykjavik
ur, eru sennilega milli Eiðis og Korpúlfs-
staða. Þar gengur belti af klöppum frá
suðvestri til norðvesturs og hallar þvi til
norðausturs niður að sjónum; sama kletta-
beltið kemur einnig fram i bergi austan
við Elliðaárvoginn, því að bæði er það
sama bergtegundin og eftir stefnunni þá
á framhald klettabeltisins til suðvesturs ein-
mitt að koma þar. — Það er auðsjeð að
alt þetta klettabelti er mikið eldra en hin-
ar venjulegu grásteinshæðir í kring um
Reykjavik. (Þorkell Þorkelsson dr.)
ÆTTARSKRÁ
Fyrir 25 árum kom dr. Guðm. Finn-
bogason fram með þá hugmynd að setja
á fót ættfræðistofnun. Verkefni hennar yrði
tvent: Annars vegar að koma i eina heild
öllu þvi, sem vitað er um ættir Islendinga
til þessa dags. Ættartölumar yrðu í spjald
skrárformi, þar sem hver maður, er eitt-
hvað er vitað um, ætti spjald og á það
skráð þau atriði, er bregða einhverju ljósi
yfir eðli hans, andlegt og likamlegt. Hins
vegar fengi hver maður, er hjer eftir fædd-
ist á þessu landi, sitt spjald í þessari ættar-
skrá þjóðarinnar. Á það væru færðar eftir
settum reglum athuganir, er skylt væri að
gera á tilteknum timum, um andlega og
likamlega eiginleika mannsins og þau ævi-
atriðd, er* verða mega til skilnings'á eðli
hans og kynkostum, sömuleiðis myndir af
honum, þegar því yrði við komið. 1 þessu
safni ætti og að geyma ættarskjöl og ævi-
sögur einstftkra manna, rithönd þeirra og
raddrit. — Þar störfuðu vísindamenn, er
leika andlegra og líkamlegra .. Þar mætti
leika andlega og líkamlega .... Þar mætti
sjá hvort kynstofninn breyttist til _ hins
betra eða hins verra. Þar væri á hverjum
tima skuggsjá, er sýndi hvað fjöreggi þjóð-
arinnar liður.
FYRSTA KY.EÐI
sem birtist eftir Grim Thomsen var „Alpa-
skyttan", þýðing á kvæði eflir Schiller. Þá var
Grímur 19 ára.