Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1947, Side 1
Guðrún Jónsdóttir írá Prestbakka:
PÍLAGRÍMSFÖR Á
ÖLD
Þann 27. apríl 1947 lagði pílagrímur af stað frá Fribourg 1 Sviss
áleiðis til Rómaborgar. Hið undarlega við þennan pílagrím var, að
hann var ekki svissneskur, og að „hann“ var kona. S jálf pílagríms-
förin var líka með öðrum hætti en gerðist fyrr á öldum, því í stað
0 þess að fara fótgangandi, fór þessi pílagrímur með hraölest, og í
stað þess að vera allslaus og biðjast beininga á leiðinni, átti þessi
pílagrímur næga peninga til þess að ferðast á fyrsta farrými. En
þrátt fyrir þetta var það þó pílagrímsför — og pílagrímurinn minnt-
ist þess oftar en einu sinni, að forfeður hans höfðu farið þessa leið
á undan honum og þó lengra, — alla leið tjl borgarinnar helgu, Jerú-
salem. Og þegar hraðlestin rann áfram eftir brautarteinunum, flaug
hugur pílagrímsins margar aldir aftur í tímann og fylgdist með
forfeðrunum á göngu þeirra.
Þann 15. maí á að taka hinn bless-
aða Nikulás Fliie í helgra manna tölu.
I því tilefni fara 600 pílagrímar frá
Sviss til Rómaborgar. Jeg hafði á-
kveðið að slást í förina, en sá var
hængur á, að jeg gat ekki orðið hin-
um samferða, nema því að eins að jeg
færi með þeim heim til SviSs aftur,
en það vildi jeg ekki. Jeg ákvað því
að leggja af stað hálfum mánuði á
undan og vera þá búin að heimsækja
pílagrímakirkjurnar 7 í Róm, þegar
hinir kæmu. Svo jeg lagði af stað frá
Fribourg með hraðlestinni til Bern þ.
27. apríl. Tvær íslenskar stúlkur og
ein frönsk fylgdu mjer á brautar-
stöðina. íslensku stúlkurnar ætluðu
að fara með hinum pílagrímunum,
svo við kvöddumst ekki hátíðlega, en
veifuðum og sögðum: „Bless, við sjá-
umst í Róm“. — Lestin rann af stað
og hrautarstöðin hvarf sýnum.
Lagt á stað.
Jeg horfði út um gluggann og hugs
aði margt. Landið var alt iðjagrænt
og grasi vafið. Trjen voru í fegursta
laufskrúði , og heitt eins og um há-
sumar. Það fór prýðilega um mig í
bólstruðu sætinu. Satt að segja fanst
mjer það næstum því hlálegt að fara
í pílagrímsför akandi í hraðlest með
bólstruðum sætum, þegar jeg mintist
þess, hvernig pílagrímar miðaldanna
gengu á berum fótum land úr landi
og áttu ekki eyrisvirði í vasa sínum.
En nú er komin öldin hin tuttugasta,
og hver veit nema næsta pílagrímsför
verði farin í flugvjel!
, Ferðamannaskriístofan í Fribourg
hafði keypt fyrir mig farmiða og sjeð
um að herbergi væri til fyrir mig á
hóteli í Bern. Jeg þurfti;því ekki ann-'
að en stíga út úr lestinni og elta burð-
arkarlinn yfir að hótelinu. Jeg fór
með lyftunni upp á 3. hæð og kom
dótinu mínu fyrir í nýtísku hótelher-
bergi, sem sneri út að brautarstöð-
inni. Jeg bað um að fá mðrgunkaffi
kl. 6, því lestin átti að fara 6,35 —
og var því lofað. Jeg fór svo snemma
að hátta, en umferðin hjelt fyrir mjer
vöku fram eftir allri nóttu, svo jeg
var næstum því ósofin þegar vekjara-
klukkan mín hringdi kl. 5. Kaffið var
ekki tilbúið kl. 6. Jeg varð að fara
niður og reka á eftir því. Syfjulegur
náungi, á milliskyrtunni og með úfið
hár sat í dyravarðarbyrginu og skrif-
aði reikninga. Franskan hans var svo
kyndug, að jeg botnaði ekkert í henni
enda var hann þýsk-svissneskur, svo
jeg varð að rífast áf þýsku til þess að
fá kaffið, reikninginn minn og burð-
arkarl með dótið mitt. Loksins komst
jeg svo af stað yíir á brautarstöðina
og fann sætið mitt, sem jeg hafði
tryggt mjer til Milano. Mjer var sagt,
að vagninn myndi verða festur aftan
í hraðlest er til Brig kæmi og hjeldi
síðan áfram til Milano, en þar yrði
jeg að skifta um klefa. Síðan rann
lestin af stað áleiðis til Brig.
Yfir Alpafjöll.
Alpafjöllin blöstu við mjer í skini
morgunsólarinnar. Jómfrúin fræga
gnæfði við himin þakin snjó. Greni-
skógurinn óx upp í hlíðarnar og fyrir