Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1947, Side 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
175
hann aldrei framar. Þegar jeg var bú-
in að finna sætið og komin aftur til
þess að sækja dótið, var hann horf-
inn. Jeg beið eins lengi og jeg þorði,
en svo varð jeg að leggja af stað, og
ítalska konan hjálpaði mjer með tösk
una mína.
Miðinn
var farseðill til Rórn.
Klefinn, sem jeg settist að í, var í
sjálfri Simplon-Orient-lestinni. Það
var fyrsta farrými, en jeg hafði far-
miða á öðru farrými og varð þess
vegna að borga 1700 líra (tæpar 20
kr.) til þess að fá að skifta um far-
rými; en það var nauðsynlegt, því
annað farrými var gersamlega yfir-
fult og ómögulegt að fá sæti þar.
Þegar jeg var búin að borga og
koma dótinu mínu fyrir, datt mjer alt
í einu miðinn í hugt sem ennþá var í
vasa mínum. Og viti menn! Það var
farmiði á fyrsta farrými til Róma-
borgar og enn í fullu gildi! Og jeg
sem hafði borgað 1700 líra án þess
að þurfa þess með! Jeg gat ekki ann-
að en hlegið, það var svo kátlegt.
• Lestin stóð enn við í Domodossola,
ítölsku landamærastöðinni. Jeg var
búinn að flýta klukkunni minni um
eina klukkustund til þess að fylgjast
með tímanum, því ítalska klukkan er
einni stund á undan þeirri svissnesku.
Jeg fór nú að líta í kringum mig í
klefanum. Samferðafólk mitt var:
svissnesk kona, sem talaði frönsku,
ítölsk kona, sem auk ítölskunnar tal-
aði ensku, tveir kaþólskir prestar, er
töluðu ensku og einn Englendingur,
snaggaralegur náungi með yfirvar-
arskegg. Hann stóð frammi í gangin-
um — og áður en jeg vissi af, vorum
við farin að tala saman. Hann var
bálreiður, og sagði mjer sínar farir
ekki sljettar. ítölsku landamæraverð-
irnir höfðu skoðað vegabrjefið hans í
krók og kring einum 6—8 sinnum og
álitu víst að það væri ógilt. Hvernig
gat það orðið ógilt, þegar það var í
lagi þegar hann fór frá Englandi?
Skárri var það nú ósvífnin! Og þessi
lest. Grútskítug og kolsvört!
Góði maður, sagði jeg. Jeg kom til
Hull í nóvember í haust. Það er sá
skítugasti og ljótasti staður, sem jeg
\
hef á æfi minni sjeð. Og það er í Eng-
landi!
Hann var frá Yorkshire.
Já, England! Og nú kom heilmikil
romsa um álit hans á föðurlandinu
og ríkisstjórninni. Hann hafði barist
í heimsstyrjöldinni öll árin og eng-
inn hafði svo mikið sem sagt „þakka
þjer fyrir“.
Jeg geri ráð fyrir, að það sje flestra
álit, að það sje ekki nema skylda
manns að berjast fyrir föðurlandið.
Og það er engin ástæða til þess að
þakka fólki fyrir, þó það geri skyldu
sína, sagði jeg.
Og stjórnin þá. Hún er ekki svo
mikið sem túskildings virði, sagði
hann. Og nú er jeg farinn frá Eng-
landi og nú geta þeir gert hvað sem
þeim sýnist fyrir mjer, bætti hann
við bálreiður, og mjer virtist helst að
hann hjeldi, að það væri mátulegt á
stjórnina að hann færi frá Englandi,
og að það myndi verða erfitt að kom-
ast af án hans.
Á meðan hann var að romsa þessu
upp úr sjer lagði lestin af stað. Gang-
urinn fyltist stybbu, því þessi lest er
eimlest en ekki rafknúin eins og lest-
irnar í Sviss. Við settumst þess
vegna inn í klefann og hjeldum áfram
talinu.
Þessi Englendingur minti mig á
eitthvað, en fyrst um sinn gat jeg
ómögulega komið því fyrir mig, hvað
það var. En eitt sá jeg, og það var,
að jeg gat strítt honum, og af því að
jeg er stríðin að eðlisfari, þá greip jeg
tækifærið og stríddi honum miskunn-
arlaust. Annar presturinn lagði af
stað í áttina til borðsalarins en hinn
kom mjer til hjálpar og við rjeðumst
bæði á aumingja Englendinginn. —
Eftir dálitla stund uppgötvaði jeg
hvað það var, sem hann minti mig á.
Jeg var nýbúin að lesa bók eftir Eric
Knight, „Sam small flies again“.
(Kafli úr henni kom einu sinni í „Úr-
vali“). Lýsingin á Yorkshirebúum
kom alveg heim við þennan mann.
Jeg Ijet þó ekki á neinu bera, en hjelt
áfram að tala um annað.
Nú fór Englendingurinn að tala um
mat við ítölsku konuna, en hún var
hótelstýra og útskýrði nákvæmlega
fyrir okkur hvernig ætti að matreiða
þetta og hitt og lagði áherslu á hvern-
ig ekki ætti að fara að. En Englend-
ingurinn gat ómögulega trúað að til
væri almennilegur matur utan Eng-
lands og þar að auki áleit hann að í
Englandi sjálfu væru aðeins ein kona;
sem kynni að búa til mat og það væri
móðir hans. Jeg sagði honum, að
þann versta mat, sem jeg hefði nokk-
urntíma borðað, hefði jeg fengið í
Hull. Honum sárnaði það, sem von
var, og spurði mig hvort jeg hefði
nokkurntíma borðað Yorkshirepudd-
ing, en jeg kvað nei við því. Jeg vissi
ekki einu sinni hvað þaö var og leist
ekki á þegar hann fór að útskýra
það fyrir mjer. Eftir því sem jeg
komst næst, var það einhverskonar
kæfa búin til úr kýrvömb. Og nú kom
það upp úr dúrnum, að hann var í
raun og veru frá Yorkshire, eins og
mjer hafði fundist að hann hlyti að
vera. Jeg dáðist að Eric Knight, hve
vel hann lýsti sveitungum sínum, svo
hver sem er getur þekt þá á lýsing-
unni eftir hálftíma viðkynningu. Og
nú „baunaði" jeg á aumingja piltinn
öllu því, sem jeg vissi um hina skringi
legu háttu Yorkshirebúa, en hann
neitaði því algerlega og sagði að það
væru alt saman sögur frá Lanca-
shire!
Fegurð — fegurð.
Við vorum nú að fara meðfram
Maggiorevatninu. Aldrei á æfi minni
hef jeg sjeð slíka fegurð nema ef vera
skyldi sumarkvöld við Breiðafjörð.
Úti á vatninu rísa Borromæisku eyj-
arnar eins og töfraeyjar upp úr bláu