Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1947, Page 4
176
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Maggiore-vatnið
vatninu. Fegurst þeirra er Isola Bella
(Fagurey), sem ber nafn með rentu.
Hún var upphaflega aðeins nakinn
klettur, en á 17. öld ljet Borromeo
greifi byggja þar höll og kirkju og
bera mold þangað upp, svo nú er garð
ur í kringum höllina með suðrænum
ávaxtatrjám og feiknunum öllum af
hinum fegurstu blómum. Höllin sjálf
er yndislega falleg og er til sýnis fyr-
ir ferðamenn. En lestin rann áfram
og eyjan hvarf í fjarska, eins og eyj-
ar hamingjunnar, sem Esias Tegner
orti um, sem hurfu altaf lengra og
lengra í fjarskann, því lengra sem
siglt var til þess að leita þeirra. Prest-
amir tóku myndir út um vagnglugg-
ann, en myndavjelin mín var ekki
nægilega góð til þess að taka myndir
á svo löngu færi úr lest á hreyfingu,
svo jeg varð að láta mjer nægja minn
inguna.
1 Milano.
Við komum til Miiano um hádegis-
bilið og runnum þar inn á brautar-
stöðina. Jeg keypti mjer þar flösku
af Chianti (rauðvíni) og eintak af
enska blaðinu „Times“. í því var
grein um Heklu, sem jeg las mjer til
ánægju, þó lýsingin væri ófögur og
Hekla væri kölluð „bakdyr Helvítis"
og nafnið haft eftir íslendingum
sjálfum. Vínið var gott, þó það væri
dálítið súrt og minti dálítið á saft úr
frosnum krækiberjum.
Englendingurinn fór nú úr Iestinni
og annar presturinn rjetti honum
töskuna hans út um gluggann. Hann
var svo reiður við mig fyrir stríðn-
ina, að hann kvaddi mig ekki, og það
var nú heldur ekki von til annars,1
eins og jeg hafði þjarmað að honum.
I stað hans kom ítali, sem auðsjáan-
lega var aðalsmaður og í stað hótel-
stýrunnar kom ung stúlka, sem að
öllum líkindum var ítölsk, en gat ann-
ars verið hverrar þjóðar sem var, því
hún var vel gerð eftirmynd Holly-
woodstjörnu, með ljóst litað hár og
rauðlakkaðar neglur, máluð af mik-
illi listfengi og hreyfði sig eins og
hún væri fyrir framan myndavjel. —
Hún sagði ekki aukatekið orð alla
leiðina, nema hvað hún kvaddi okkur
á ítölsku, þegar við komum til Róma-
borgar.
Við fjögur, sem eftir vorum, prest-
arnir, svissneska konan og jeg, vor-
um nú orðin góðir kunningjar. Við
töluðum til skiftis ensku og frönsku,
en í gegnum opnar klefadyrnar bár-
ust hávær orðaskifti á ítölsku frá
hinum farþegunum. Prestarnir voru
írskir og voru að koma frá Englandi
eftir viku frí. Annars voru þeir trú-
boðar og áttu heima í Suður-Afriku.
Annar þeirra var gamall og gráhærð-
ur og raulaði Londonderry Air svo
mjer hlýnaði um hjartaræturnar. ír-
land er „land feðra minna“ og mjer
þykir vænt um það, þó jeg hafi aldrei
komið þangað. Við spjölluðum um
alla heima og geima og uppgötvuð-
um, að þeir þektu klaustrið, þar sem
jeg ætlaði að dveljast í Rómaborg, og
að þeir ætluðu líka að vera við þegar
hinn blessaði Nikulás Flúe væri tek-
inn í helgra manna tölu. Ennfremur
sögðu þeir mjer, hvaða reglu þeir til-
heyrðu og jeg kannaðist við hana, því
sú regla hefur kirkju í Leith í Skot-
landi og jeg var þar við messu í haust
þegar jeg kom frá íslandi.
Þegar komið var suður fyrir Mila-
no breyttist landslagið aftur. Þar
voru grænir akrar með trjám í röð-
um eins langt og augað eygði. Ótal
hæðir með jarðgöngum í gegn. Ekki
veit jeg hvað mörg jarðgöng jeg fór
í gegnum frá Bern til Rómaborgar.
Jeg gafst upp við að telja þau. Við
komum til Bologna og stóðum þar
við í 20 mín. Við fórum út á brautar-
pallinn til þess að teygja svolítið úr
okkur. Það var búið að segja mjer,
að belgiskur kardináli væri með lest-
inni og jeg sá hann sitja út við glugg-
ann. Það var í fyrsta skifti á æfi
minni sem jeg sá kardinála.
Svipur stríösins.
Fyrir sunnan Bologne liggur Arno-
fljótið. Brýrnar yfir Arno eru allar