Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1947, Page 6
178
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Sigurður Björnsson:
. VÍSUR UM GÖNGUSKÖRÐ
I’að var einhvern tíma sem oftar
heima á Veðramóti að við Júlíus ís-
leifsson á Illugastöðum í Laxárdal
sátum kvöldstund og röbbuðum um
daginn og veginn um bæði það sem
ort var og gjört og gera þyrfti. Júlíus
þessi var uppgjafabóndi austan úr
Breiðdal, er. fiuttist að Illugastöðum
í Laxárdal til fóstursonar síns, Lúð-
víks Kemps, eins athafnasamasta
bónda sinnar samtíðar, þegar hann
byrjaði að búa. Júlíus var greindar-
maður hinn mesti, gætinn og árvakur
um alt rjettlæti, traustur í skapi og
hinn mesti manndómsmaður á alla
grein. Hann átti stundum leið um
Skörðin og gisti þá oft hjá mjer, og
þótti þá báðum vel, ef timi gafst til
samræðna um ýmsa hluti.
Þetta áminsta kvöld kom þar niður
tali oh.kar Jújíusar, að okkur fanst
báðum að ómaklega nefði Báldvin
kveðið um Skörðin, þegar hann orti
þessa landfleygu vísu:
Dal í þröngum drífa stíf
dynur á svöngum hjörðum.
Það er öngvum ofgott líf
úti á Gönguskörðum.
Var sú ákvörðun svo tekin, að Júl-
íus skyldi yrkja nokkrar vísur um
Skörðin og vera rjettdæmari um þau
og Iífið þar en Baldvin er í sinni vísu.
Af því nú, að jeg veit ekki til að
neinn kunni þfessar vísur Júlíusar
nema jeg, vildi jeg forTía þeim frá
glöturi með því að fá þær birtar í
Lesbók Morgunblaðsins. Sú er önnur
ástæðan fyrir því, að jeg vil birta
þessar vísur, að mjer er ekki ósárt
um þessa sveit, þar sem jeg stóð við
í 50 ár af æfinni, og get unt henni
annars en illmælisins eins.
Vísur Júliusar eru þessar:
Upp .til fjalla ein er sveit
ei sem brestur fóður
heyjaföng og hagabeit
og hollan sumargróður.
Vestandalir hæð og hóll
hrikamyndum tjalda
traustur að austan Tindastóll
teygir arma kalda.
Þar hafa unað bændur best
bjartan ævidaginn
og til nytja föngin flest
fært sjer vel í haginn.
Þar 'eru fæddir frægir mer.n
aí fróðleiksmentun ríkir,
'getur skeð að gefist enn
góðir drengir slíkir.
Þar hafa haldið vaskan vörð
vættir elstu tíða,
þetta eru gömlu Gönguskörð,
sem góðir bændur prýða.
Þá sakar ekki að setja hjer 3 vísur
eítir langaía minn, Sigurð Guðmunds
son á Heiði, sem jeg hef ekki sjeð á
prenti.
Klökugum á kinnunum
kuldinn sárt þó neyði
aldrei skal jeg atyrðum
illum kasta að Heiði.
Þó að tíðum þokuloft
þar sig yfir breiði,
veðurbliðan er þó oft
unaðsleg á Heiði.
Þegar jeg skil við þennan heim
að þrotnu lífsins skeiði,
blessi guð og bjargi þeim,
sem búa þá að Heiði.
Þó að af nógu sje að taka af lof-
lega kveðnum vísum um Gönguskörð,
læt jeg nægja að bæta hjer einni við,
en sem jeg veit þó ekki með vissu um
höfund að.
Veðramót er mæta jörð
miður Kálfárdalur, »
lasta aldrei skal jeg Skörð,
þó skensi mig margur halur.
26. mai 1947.
Sig. Á. Björnsson
frá Veðramóti.
^ ^ •
i’ledal margrn nýunga, sem eru á
bresku iðnsýningunni, er nú stendur yf-
ir, er þessi kvenskór. Hann er með málm
sóla og hællinn livílir á tveimur fjaður-
bogum. Er sagt að skór þessir sje mjög
þægilegir og sterkir, en nú er það undir
dutlungum kvenfólksins komið, hvort
þeir geta ruit sjer til rúms.
V V
Vinátta
Ástæðan til þess að kvenfólk met-
ur vináttu yfirleitt lítils, er sú, að
því þykir hún bragðdauf eftir það að
hafa reynt hvað ástin er.
★
Vinátta er það, að mega segja
beiskan sannleikann.
Vinátta milli kvenna er aðeins
vopnahlje.