Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1947, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1947, Blaðsíða 4
288 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Húsiö nýflutt á grjóturöina í Laugarási. voru þá gerðar á því, en. máttarviðir og innviðir voru í sömu skorðum og verið höfðu áður. Þarna bjó Jón Kristjánsson fvrst, en seinna hafði ÞuriCur Sigurðardótt- ir barnaheimili þar. Síðan eignaðist Tómas Hallgrimsson bankamaður hús ið, og seldi það Halli Hallssyni tann- lækni árið 1941. Þegar Hallur hafði búið þarna í tvo mánuði, krafðist hernámsliðið þess að húsið yrði rifið eða flutt burtu. Það varð að víkja fyrir flugvellinum. Voru nú mikil vandkvæði á því að fá nýja lóð undir það svona fyrirvara- lítið, en fyrir tiiviljun lókst Haili að ná kaupum á lóð no.'ðvestan í Laug- arásnum. Þetta lrnd var e!:ki ar.nað en stórgrýtt urð og hreint ei ki vi:t- legt að setjast þar að. En sá kostur fylgdi þó, r.ð þarr.a var nóg landrými og staðhættir þr.r.nig, að h sið hir.ut að njóta sín mjög vcl. Bretar rifu nú húsið og fluítu það inn í Laugarásinn og reistu það þar að nýju alveg eins og það hafði verið í Skerjafirðinum, nema hvað hækkað var undir loft á stofuhæð með því að setja þykk trje undir stafi. Seinna var svo bygt forgkygni við útidyr og hlið- arálma á bak við það. Þá var húsinu og gefið nýtt nafn og heitir það nú Breiðablik. ÞARNA stendur nú gamla pósthús- ið, sem reist var á Austurvelli fyrir rjettum hundrað árum. Það hefur tek- ið allmiklum breytingum á sinni löngu ævi, en grindin er sú sama og á útlitinu má enn þekkja það af svipn- um, sem það hafði meðan það stóð í Miðbænum, þar sem Hótel Borg er nú. Að vísu er ,,skífu“-þakið farið af því og járn komið í staðinn. Að vísu eru gluggar breyttir og það hefur fengið brynju úr skeljasandsteypu. Að vísu er komið á það forskvgni, kjallari undir því, bakhliðin talsvert breytt og ,,parket“-gólf komin í það. En samt er það gamla pósthúsið, með bitum í stofuloftum og þeim undar- lega hlýleik, sem einkenndi gömlu timburhúsin. Það stendur nú hátt og sómir sjer vel. Þaðan sjer yfir allan Laugadal- inn, Kirkjusandsbyggðina og mikinn hluta Reykjavíkur. Hið grýtta um- hverfi er orðið að undurfögrum skemtigarði, þar sem grjótið hefur verið byrgt í skemtilegum hólum, en ljómandi fallegur og margbrevttur trjágróður, skrautblóm og grænar flatir komið í stað hinnar grettu urð- ar, sem áður var. Það er í sjálfu sjer kraftaverk, hvernig tekist hefur á fá- um árum að breyta stórgrýtisurð ? slíkan unaðsreit. Það sýnir, að þótt íslensk náttúra sje kenjafull og stirf- in, þá getur mikið áunnist, ef manns- höndin vill leggja henni lið. Þarna fer vel um gamla pósthúsið, og þarna fær það vonandi að standa um marga áratugi. Bjarkir, reynir. víðir og lævirkjatrje hækka umhverf is það á hverju ári og veita því skjól en inn um gömlu stofurnar berst lauf angan og blómailmur. Á. Ó (Heimildir: Jón Helgason dr. theol. Árbækur Reykjavíkur, Hvernig Austur- völlur bygðist. Þeir, sem settu svip á bæ- inn. Sig. Briem: Minningar. Klemens Jónsson: Saga Reykjavíkur). * 3 „Breiöablrk'r — eins og þaö er nú.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.