Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1947, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1947, Síða 8
308 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ÆVILOK IIAFLIÐA KOLBEINSSONAK Hafliði var clæmdur í ævilanga fang- elsisvist fyrir Kanibsrán, en fekk lausn og kom heim aftur 1848 og settist að hjá Þorleifi bróður sinum á Háeyri. Næsta vetur bar svo við eihn morgun, að for- maður einn á Eyrarbakka, Magnús í Foki, gengur í bæinn á Háeyri, spyr Þorleif Kolbeinsson hvort hann geti ekki ljeð sjer mann til róðurs í dag, því að einum af hásetum sinum hafi orðið snögglega illt. Þorleifur kvaðst engan mann hafa. í þessu vaknar Hafliði og segir: „Jeg held það sje mátulegt að jeg komi, mig langar til að vita hvort jeg er búinn að týna áralaginu“. Við það fer Magnús. En Hafliði fer að klæða sig. Meðan hann er að því segir hann við Þorlcif bróður sinn: „Það var kyn- legur draumur, sem mig dreymdi í nótt. Mig dreymdi að jeg var að hlaupa upp brimgarðinn hjerna úti fyrir og þótti mjer sjórinn vera svo heitur, að hann ætlaði að brenna mig upi bringspalirn- ar“. — Veður var gott þennan dag, hæg- ur á útsunnan, en milli dagmála og há- degis var komið svo mikið brim við Eyrarbakka, að jeg heyrði siávarhljóðið upp að Hjálmholti, þar sem jeg þá átti heima. 1 því brimi fórst Hafliði Kol- beinsson og þeir allir á skipinu með Magnúsi í Foki (Páll Melsted). LÝSI FÆLIR .STÓRFISKA Árni Pálsson í Narfakoti hefur sagt svo frá: — Að kvöldi hins 2". maí 18‘JO var jeg vestur í Garðsjó að taka upp lóð. Sáum vió þá nokkra stórfiska hjer um bil 1/4 mílu frá okkur. Að lítilli stundu liðinni sá jeg einn þeirra undir skipi mínu og samstundis komu 8—10 upp allt í kring um það. Skar jeg þá sundur lóðina og reri burt, fyi'St í þá átt, sem fiskurinn kom úr, því jeg helt þeir mundu halda beina leið; en þeir sneru jafnharðan við og umkringdu skipið á alla vegu, og komu svo nærri því, að hægt var að ná til þeirra með hendinni. Þegar við höfðum gert nokkrar árang- urslausar tilraunir að komast frá þeim, helti jeg út 4—5 pottum af hrálýsi. Brá þá svo við, að þeir fóru allir eftir nokk- ur augnablik og sá jeg engan þeirra framar. SKOGARELDUR. — í hinum niiklu {jurkuni hituni í Mimar, kumu víða upp skógarelilar ú iiieginlaiidi Evrópu, og eins í Ameríku. — Hjer sjest skógareklar í Kaliforniu, og kona seni er í jiann veginn að fiýja liciniili sitt. — Tveir menn biðu hana og 150 scsrðust þegar rejnt var að heíla útbreiðslu þessa skógarelds. SEÐLAFÖLSUN Fyrsta tilraun til að falsa íslenskan seðil, var gerð í september 1890. Maður- inn, sem seðilinn falsaði, kom sjálfur með hann í búð og ætlaði að kaupa þar eitthvex-t lítilræði. Það sást þegar að seð illinn var falsaður (eftir 10 kr. Lands- bankaseðli), letrið mjög illa skrifað með blýant og uppdrættir á honum mesta handaskömm ; stafsetningin vitlaus, hvað þá annað, t.d. lítill upphafsstafur í nafn inu Briem (Eiríkur Briem). Númerið á seðlinum hafði maðurinn haft sama og var á þeim seðli, er hann hafði að fyrirmynd — vissi ekki að hver seðill hefur sitt númer.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.