Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1948, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1948, Qupperneq 7
gefin í hjónaband sem dóttir hans. Auk þess hafði Tærgesen gert erfða- skrá 11. nóv. 1864, og nefndi hana þar dóttur sína og gerði ráð fyrir því að hún gengi til arfs eftir sig til jafns við hina tíóttur sína og fyrri kon- unnar. 1 skiftarjettinum vjek Á. Thorsteins sen kanselliráð sæti vegna tengda við ekkju og börn Tærgesens, en Clausen sýslumaður var settur í \ans stað og kvað upp úrskurð í málinu. Var úrskurðurinn á þá leið, að Theresa Jacobsen skyldi borin til arfs eftir Tærgesen til jafns við önnur börn hans. Meiri hluti dómenda í yfirrjetti komst að sömu niðurstöðu. í forsend- um dómsins segir meðal annars: Með vottorðum þeim, sem framlögð eru, þar sem nefnd er á mis Theresa „Linnert", „Lindner" eða „Lindnert“. þá er eigi nógsamlega eða fyllilega sannað, að þetta sje ein og sama kon- an og Theresa Tærgesen sú, sem nú er eiginkona Sveinbjarnar Jacobsens kaupmanns, með því að þetta fær ekki heldur með neinu njóti staðist mót skýlausum yfirlýsingum Tærgesens sjálfs, nje heldur með því, sem alla jafna hefur verið að álitum gert og engi hefur í móti mælt. Nú var málinu áfrýjað til Hæsta- rjettar. Þar hafði Sveinbjörn engan að mæta fyrir sína hönd og konu sinn- ar. Málfærslumaður ekkjunnar lagði fram langa ntálsútlistun og sagði að það næði ekki neinni átt að Theresa Linnert og Theresa Tærgesen væri tvær manneskjur, heldur ein og hin sama. Benti hann þar á að hún væri fædd nær y2 ári áður en Linnert dó og það væri sannað með vitnisburðum, að þær hefði verið tvær systumar, sú eldri verið tekin, en hin yngri verið hjá móður sinni. Tærgesen hefði ekki gifst frú Linnert fyr en 13. júní 1828 og hefði svo litla stúlkan alist upp hjá þeim og ætið verið nefnd Theresa Tærgesen eftir það, eins og sæist á vottorðum kaupmannanna, sem yfir- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 195 rjettur hefði ekki viljað taka gild, þar sem þau voru óeiðfest. Hann benti og á það, að samkvæmt útskriftum úr kirkjubók Reykjavíkur hefði Theresa Tærgesen verið fermd 1841 og þá verið 15 ára, og gift Svein- birni 1845 og þá talin tvítug. Á þessu sæist, að hún ætti að vera fædd 1826. ekki seinna, en því bæri saman við fæðingarvottorð Theresa Linnert. Það væri því auðsjeð, að hjer væri um sömu konu að ræða og hún gæti alls ekki verið dóttir Tærgesens, heldur stjúpdóttir hans. Það hljóti því að vera yfirsjón hjá prestinum í Reykja- vík að kalla hana Tærgesen. Ekki væri það að marka þótt Tærge sen hefði kallað hana „sína elskulegu dóttur“ í arfleiðsluskránni. Það væri ekki nema eðlilegt, því að hann hefði altaf litið á hana sem dóttur, og sjálf- sagt haldið eins og margir aðrir, að þetta gerði ekkert til, því að stjúp- böm ætti að taka arf eins og skilgetin börn. En það væri hraparlegasti mis- skilningur. Sveinbjörn hefði altaf lagt aðaláhersluna á orðalag arfleiðslu- skrárinnar, og því væri þetta krafa frá hans hálfu um ættleiðslu. Hitt hefði verið látið liggja milli hluta hvort arfleiðslan fengi staðist. Hjer væri því um það að ræða hvort Ther- esa hefði verið dóttir Tærgesens og væri þannig borin til arfs eftir hann. Dómur Hæstarjettar varð á þessa leið: Húsfrú hins stefnda, Andreu Petræu Theresíu Jacobsen, er rjettlaust að- ganga til arfs eftir R. P. Tærgesen. Málskostnaður falli niður. v ^ ^ ^ ^ VJER börn hinnar 20. aldar erum haldin meiri ótta, en allar eldri hyn- slóöir. Vjer óttumst kreppu; vjer ótt- umst stríð; vjer óttumst bifreiðarslys, járnbrautarslys og flugslys; vjer ótt- umst nýar drepsóttir; og nú síðast er óttinn viö kjamsprengjurnar efst á baugi. En guðsóttann höfum vjer lagt niður. ----------------------------«> 1 Barnahjal — Hvernig refsaði guð Adam og Evu fyrir óhlýðnina? spurði kennarinn. Lítill drengur stendur á fætur og segir: — Hann tók frá þeim fötin. ★ - Úr biblíusögustíl: — Konan hans Potifars hún iaug bara á Jósep, en hann sagði: „Ljúgðu bara, jeg segi samt ekki eitt einasta orð“. ★ Inga var. á áttunda árinu. Mar- grjet, sem var sessunautur henn- ar í skólanum, veiktist og dó. — Daginn sem hún var jörðuð var Inga að hugsa um hana og sagði svo: \P Ji9dO/i — Mjer þætti gaman að vita hvað guð segir, þegar Magga kem- ur til hans, hún var svo óttalega illa að sjer í kristindóminum. ★ Sigga litla kemur einu sinni há- grátandi til mömmu sinnar. — Hvað er að þjer barn? segir mamma. * — Mamma, jeg er alveg eins og Jesú, snökti Sigga. — Hvað áttu ,vi8? spurði mamma. — Hún Beta (þremur árum eldri) barði mig, og jeg'barði hana ekki aítur. ★ Tilkynning kom frá skólanum um það að Jónas hefði oft komið of seint. „Hvernig stendur á þessu?“ spurði pabbi. „Það er líklega vegna þess að bjallan hringir oft áðUr en jeg kem“. ★ Kennarinn hafði tilkynnt for- eldrum Jóa litla, að hann vildi ekkert læra í skólanum, ög bað þau að tala um fyrir honum. — Mamma tók það að sjer. Hún spurði Jóa hvernig á.þessu stæði, en hann svaraði: — Það er vegna þesS að kenn- arinn kennir ekki neitt af því sem jeg vil læra.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.