Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1948, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1948, Blaðsíða 7
J LESBÖK MORGUNBLAÐSINS VFíTJ 3 i l"' >' ' 243 „Þaö var kátt lijerna laugardagskvöldð á Gili“. Griðasamningur Hitlers og Stalins á dagskránni. Niðurstaðan er þessi, eftir enda- lokin í styrjöldinni við smáríkið, sbr. Þjóðviljanum 17. mars 1940: „Þá hefur það gert alla málsvörn talsvert erfiðari, að all-margir sós- ialistar hafa verið haldnir þeirri villukenningu Finnamanna, að Sovjetríkin væru í raun og veru upphafsmenn styrjaldarinnar“. — % „Endalok þessa harmleiks sanna: að Sovjetríkin háðu varnar " en ekki árásarstyrjöld við Finna. ' (íslendingar köstuðu 17,000 krón- um í misgripum í árásarstjómina finnsku)"!! Glæptir og landvörn. Ef hugsað er til afstöðu kommún- ista hjer heima til stríðandi landa i síðustu heimsstyrjöld, má segja að hún hafi í flestu einkennst af sama aumingjalega undirlægjuhættinum. Meðan vináttan hjelst milli Stalins og Hitlers hjeldu kommúnistar uppi látlausum áróðri gegn Vesturveldun- um. Töldu t.d. glæpi næst að senda fisk með togurum til Bretlands, að minnsta kosti ætti engu síður að senda hann til Þýskalands, á matborð nasistanna. Svo sneru þeir alveg snarkringlunni, eftir að Rússar voru orðnir banda- menn Vesturveldanna gegn Þýska- landi. Þannig stendur í Þjóðviljanum 31. jan. 1941; (þá voru Rússar ekki komn- ir í stríðið með vesturveldunum. — Hafa ef til vill verið að skipta ráns- fengnum í Póllandi með nasistum, og þakkað fyrir með skálaræðum um Hitler í Kreml): ..Ekkert handtak, sem unnið er l’yrir hinn breska innrásarher, er þjóðinni í hag. Ef slík hagnýting vinnuaflsins er ckki glæpsamleg, þá er alveg óþarfi að vera að burð- ast nieð það orð i íslenskum orða- bókum.“ Svo stendur aftur skrifað í Þjóð- viljanum þ. 19. maí 1942: (Þá var úti vmskapur Hitlers og Stalin). „Þeir sem hamast nú gegn land- vamarvinnunni á íslandi eru að vinna í þágu Qvislings og Hitlers“. Nú eftir styrjöldina er gamla sag- an að endurtaka sig — og allra síst í veglegri mynd en áður: „Tjekkagaldur“. „Allt er gott sem Rússinn gerir“! Þó er sú kúgun og það ófrelsi, sem Rússar hafa leitt yfir þjóðir austur- álfunnar í engu betri en kúgun og frelsisskerðingar nasistanna áður. Síðasta og ömurlegasta dæmið er valdarán kommúnista í Tjekkóslóva- kíu í skjóli rússneskra herja í nám- unda við landamærin. Beitt er sama ofríkinu og af nasistunum áður. Lítill minnihluti kúgar nú tjekknesku þjóð- ina með lögreglu- og vopnavaldi. — Lýðræðisunnandi og frelsiselskandi þjóðir, stjettir, fjelög og einstakling- ar mótmæla ofbeldinu. Kommúnistar hjer dásama „frelsi“ Gottwalds, og andúð annarra gegn böðulsverkunum í Tjekkóslóvakíu er stimpluð í Þjóðviljanum sem „Tjekkagaldur“. Og svo lágt er lagst, að kommúnistar leyfa sjer í þokka- bót í nafni alþýðusamtakanna á ís- landi, vegna meirihlutaaðstöðu í stjórn Alþýðusambandsins, að tala um „æsingagaldur, sem auðvaldið hafi sett í gang gegn tjekkneska lýð- veldinu" — í brjefi frá Alþýðusam- bandinu til sambandsfjelaga. Allir sannir og góðir íslendingar verða að rísa öndverðir gegn þessari rottupest kommúnismans í utanríkís- málum þjóðarinnar að því er varðar afstöðuna til annarra ríkja. — Ef þeirra sjónarmið fengju að ráða afstöðu íslenska ríkisins út á við, væri óafmáanleg smán leidd yfir þessa

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.