Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1948, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1948, Blaðsíða 13
LESBOK MORGUNBLJVaSTNS anna veikist ekki, en fimti hver maður veikist oftar en einu sinni á hverju ári að meðaltali. Tíðust eru veikindi hjá börnum innan 5 ára aldurs, En unglingar á aldrin- um 15—19 ára eru hraustastir allra. RANNSÓKNIR hafa Jeitt það í ijós, að einungis 7 menn af hverj- um hundrað, eru lausir við líkams- lýti. Um 70 af hundraði hafa ein- hverja veilu í líkamsbyggingu sinni og 23 af hundraði eru meira og minna vanskapaðir eða fatlaðir. En þrátt fyrir veikindi og van- þroska fjölgar mannkvninu stöð- ugt, og er það vottur um það, að heilsufar sje batnandi. Fyrir stríð- ið var það aðeins í einu landi í Evrópu, Ítalíu, að svo mörg böm fæddust, að sú kynslóð átti að geta orðið fjölmennari, en sú næsta á undan. Árið 1942 varð hið sama uppi á teningnum í Danmörk. Og nú eru hlutfallslega mestar barn- eignir í Danmörku, þegar Ítalía er undan skilin. í Englandi er öðru máli að gegna. Næsta kynslóð þar verður þriðjungi mannfærri en núverandi kynslóð, ef barneignum fjölgar ekki stórkostlega. í löndum utan Evrópu er viðkom- an miklu meiri. Ef alt fer með feldu þá verður næsta kynslóð í Japan hálfu mannfleiri en sú sem nú er uppi. En í Bandaríkjunum og á Nýja Sjálandi er fólksfjölgun vegna fæðinga álíka og í Danmörk. EN þótt fæð'ingum fækki, þá fækkar ekki fólkinu að sama skapl vegna þess að nú lifa menn yfir- leitt lengur en áður. Mannslátum fækkar meira en fæðingum á hverju ári. í Danmörku hefir með- alaldur manna t. d. hækkað um 20 ár á einni öld. En þótt talað sje um að menn lifi lengur en áður, þá er ekki átt við það, að menn nái hærra aldri. Eftir því sem hag- skýrslur herma, þá verða einstakl- ingar ekki langlífari nú en áður. Á seinni árum hafa menn elcki á- ábyggilegar sannanir fyrir því, að nokkur maður hafi náð hærra aldri en 111 árum. Að vísu cru til sagnir um fólk, sem sagt er að hafi lifað upp undir 150 ár, en skjallegar sannanir eru ekki fyrir því. Aftur á móti eru fullgildar sannanir fvrir því að menn eru að stækka. S?in- ustu 20 árin hafa menn í Danmörka hækkað svo, að meðalhhæð karl- manna eru nú 5,7 fet í stað 5,5 áður. BETRI lífsskilyrði valda því a3 meðalaldur manna hækkar og lík- amsþroski vex. Hagskýrslur sýna það líka, að meðalaldur fátæklinga er lægri en hinna, sem lifa viS alls- nægtir. Banamein fátækra og ríkra eru heldur ekki hin sömu hlutfalls- lega. Berklaveiki, lungnabólga, krabbamein og hjartabilun eru al- gengustu dánarorsakir þeirra, sem fátækir eru. En sjálfsmorð, líf- himnubólga og meltingarsjúkdóm* ar eru tíðust banamein meðal hinna ríku. Hagskýrslur herma að enginn munur sje á þroska heilbrigðra barna fyrstu vikurnar, sem þau lifa, af hverri stjett manna sem þau eru komin. En eftir þrjá mán- uði fer að bera á mismun, því að þá þroskast börn efnaðra manna betur en börn fátæklinga. Þetta á þó ekki við nema þar sem mikill munur er á efnahag manna. í Dan- mörku gætir þessa mismunar mjög lítið, enda er þar lítið um sára fá- tækt nú orðið.----- Þrátt fyrir styrjaldir og öng- þveiti í fjelagsmálum flestra ríkja, er það athyglisvert hvað heiisufar manna fer batnandi. Og fái msnii- kynið nú að lifa í friði, þá er von um það, að þeir, sem nú eru börn, fái að njóta betri heilsu og lengra lífs heldur én foreldrar þeirra. / 249 -------------------------------* Barnahjal Gunni var ekki nema á þriðja árinu. Og hann vildi alltaf að mamma sæti undir sjer. Einu sinni sagði hún: „Þú mátt ekki sitja í kjöltu minni e'skan mín. Þú getur'meitt hann litla bróðir, sem er hjerna inni“. Gunr.i sagði: „Er það góður drcng ur?-‘ „Já, það er besti drengurinn^ sem ' til er“, sagði mamma. „Hvers vegna varstu þá að cta hann?“ spu,ði Cunni. ★ „Þú ert sá mesti apaköttur, sem til er í heiminum“, sagði Nonni í bræði við Lillu systur sína, sem ekki var nema fjögurra ára. Hún fór að gráta út af þessari ósvífni og hljóp til mömmu til þess að fá huggun. Rjett á eftir kemur hún aftur og er þá heldur en ekki hróðug: „Þú sagðir ekki satt, jeg er lang minsti apakötturinn í heiminum1. ★ Dyrabjöllunni hjá frú Margrjeti var hringt. Hún fór til dyra. Þar stóðu þrjár litlar stúlkur og sögðu; „Megum við tína blóm í garðinum þínum“. Margrjet leyfði þeim það. Hálfri stund síðar er hringt aftur. Þar voru litlu stúlkurnar komnar með fult fangið af blómum og þær spurðu: „Viltu ekki kaupa falleg blóm? Þau kosta ekki nema 10 aura“. ★ Siggi var ekki nema á þriðja ár- inu og hann hafði stolist út á götu, þar sem bílaumferðin er mest. Pabba hnykti við þegar hann heyrði þetta: „Veistu ekki að þú getur lent í árekstri ef þú stelst út á götu?“ „Jú“, sagði Siggi skömmustulegur. „Og hvað heldurðu þá að rekist á þig?“ „Mamma". -----------------------------»

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.