Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1948, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1948, Blaðsíða 11
LESBÓK MORHUNfiLAÐSTNS 24? yfirráðum yfir lögreglunni fyrst 0? fremst, og síðan yfir liinni almennu ’ frjettaþjónustu, yfir hernum, utan- rikis- og' fjármálum þjóðarinnar. Sjöunda skref: hykjast upþgötva „samsæri gegn þjóðinni“, í þcim tilgangi, að gera andstöðUflokkana tortryggilega. — Xota lögregluna, sem þeir nú háfa vald yfir, til þess að taka eða ógna íoringjum andstöðuflokkanna. Attunda skref: Framkvæma nú fyrirskipanir frá háttsettum herforingjum Rússa, sem sendir cru tit landsins. þegar vcl stendur á, og benda þeim knmmúnistum á, sem halda, að liægt sje að reka „innlendan komm únista” að það sje Rússaveldi, sem stendur á bak við allt saman. Níunda skref: Ráðast til fullra yfirráða yfir rík- isstjórninni, með hótunum um alls- herjarverkfall, borgarast.vrjöld, eða „vernd” rússncskra hermanna, sem eru þá á næstu grösum, til þess að gera alla andstöðu í land- ini: máttlausa. Tíunda, lokaskrefið: Fullkomin yfirráð vfir þjóðinni, fengin með þvi, að þurka út and- stöðuflokkana, og forystumenn, sem eru kommúnistum andsnúnir og taka alla stjórn á útvarni og blöðum, og taka í sínar hendur stjórn ailra atvinnufyrirtækja. Þar eð hjer er um að ræða aUsherjar starfsreglur, sem eiga að gilda um öll lönd, liggur í augum uppi, að nokkur frávik frá þessum reglum, eða þessum 10 þáttum, eiga sjer stað í hverju ein- stöku landi fyrir sig, og þá ekki síst með s' o fámennri þjóð, sem íslending- uiii, seiii er ni.a. að því leyti frábrugðin öðrum þjóðum, að hjer er enginn her- búnaður. En allir þeir, sem hafa haít nokkur vcruleg kynni af starfsemi kommúnista flokksins hjei' á landi, rnunu geta verið sammála um, að í meginatriðum muni einmitt þessum ,,línum“ hafa ve: ið tyigt. Menn geta gert sjer í hugarlund, á hvað stig kommúnistar þykjast vera komnir hjer. Og þá vaknar sú eðlilega spurning: Hvernig, og hvenær hafa þeir hugsað sjer að stíga þau skref, sem eftir eru? Eða hvaða breytingar þyrftu að gerast í heiminum, til þess að forystumenn hinnar íslensku flokks- tleildar kommúnista treysti sjer til að fullkomna verk sitt? 5W Brjálsemi læknast Amerískir læknar hafa tilkvnt að tekist hafi að lækna „ólæknandi" brjálsemi með uppskurði. Uppskurður þessi er á þeirra máli nefndur „topectomy" og er þannig að lyft er upp framhluta höfuðkúpunnar og heilahimnan numin á burt. Aðgerðin stendur í 4—6 klukku- stundir og læknarnir halda því fram, að uppskurðurinn sje ekki hættulegur og hafi engin ill eftirköst. Þeir segja að gáfur sjúklingsins bíði engan hnekki við þetta, þvert á móti geti þær skerpst. Og brjálsemin batnar. Sjúklingarnir eru lausir við þann kvíða og ótta, sem gerði þá sturlaða. Þeir verða aftur fyllilega heilbrigðir. Af 24 sjúklingum, sem þessi læknis- aðgerð héfir farið fram á, hafa 20 fengið fullan bata og verið sendir heim, Enginn dó af uppskurðinum. Sumarmál

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.