Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1948, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1948, Blaðsíða 2
310 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS Guðni Jónsson, skólastjóri: ÁSHILDARMÝRARSAMÞYKKT Háttvirtu áheyrendur, hjeraðs- menn og gestir! Vjer erum komnir hjer saman til þess að minnast merkilegs atburðar frá löngu liðnum tíma, — atburðar, sem sýnir oss, að jafnvel á hinum myrku öldum ljensdrottnunar og kirkjuvalds lifði forn andi sjálfstæðis og rjettarvitundar í sveitum lands vors og þá voru til menn, — eigi síður en nú, — sem þorðu að birta vilja sinn og halda fram rjetti sín- urr. Þessi merkisatburður er Áshild- armýrarsamþykkt, sem gerð var á þessum stað sumarið 1496, þar sem lösi-jettumenn og bændur, studdir af öllum almúga í Arnesþingi, rifja upp forr. rjettindi landsmanna samkvæmt Gamla sáttmála og bindast jafnframt samtökum um að hrinda af sjer hvers konar yfirgangi og órjetti af hendi erlendra og innlendra umboðsmanna konungsvaldsins. Þegar íslendingar gengu Hákoni Húkonarsynj Noregskonungi á hönd árið 1262, gerðu þeir, sem kunnugt ei. samning við umboðsmenn kon- ungs um rjettindi beggja aðilja. Þessi scunningur er hinn frægi og merki- \ég\ Gamli sáttmáli, sem Gizur jarl Þorvaldsson hefir verið aðalhöfundur að og reyndist síðar hinn traustasti gtundvöllur á að byggja í sjálfstæðis- ba.iáttu vorri í höndum Jóns Sigurðs- sonar og samherja hans. I sáttmála þessum setja íslendingar eftirfarandi skilyrði af sinni hálfu, og er hjer fylgt þeim texta sáttmálans, sem tekinn er upp í Áshildarmýiarsamþykkt: 1) Að utanstefnur viljum vjer engar hafa utatl þ'eir menn, sem dæmd- l W, ; Ir vérða af Vorum mönnum á þingi Iburt'af láhdinu, • Erindi flutt við vígslu minnisvarða að Áshildar- mýri 20. júní 1948. 2) Að íslenskir sjeu lögmenn og sýslumenn hjer í landinu af þeirra ættum, sem goðorðin hafa upp gefið að fornu. 3) Að sex hafskip gangi á hverju ári til landsins forfallalaust með landsins nauðsjnjar. 4) Erfðir skulu upp gefast fyrir ís- lenskum mönnum í Noregi, hversu lengi sem staðið hafa, þegar rjett- ur erfingi kemur til eður þeirra umboðsmenn. 5) Landaurar skulu.og <»»pp,. gefast. Item skulu íslenskir- rnenn slíkan rjett hafa í Noregi. sem þeir hafa bestan haft. 6) Að kóngur Játi oss ná friði og íslenskum lögum eftir því sem lögbók vottar og hann hefir boðið í sínum brjefum sem guð gefur honum framast vit til. 7) Jarl viljum vjer hafa yfir oss, á meðan hann heldur trúnað við yður, en frið við oss. 8) Halda skulum vjer og vorir arfar allan trúnað við yður, meðan þjer haldið trúnað við oss og yðrir arf- ar' og þessar sáttargjörðir, en lausir, ef rofið verður af yðvarri hendi að bestu manna yfirsýn. Þessi skilyrði íslendinga fyrir þegnskyldu við Noregskonung sýna ljóslega, að hjer var um samning að rseða milli tveggja jafnrjetthárra að- ilja. þar sem rjettur beggja er tryggð- ur með gagnkvæmum fríðindum. En annað er að gera s&mning og annað að halda hann. Þegar á næstu árum og áratugum eftir að landið gekk undir konung, voru öll merkustu á- kvæði Gamla sáttmála þverbrotin af hálfu konungsvaldsins, og bað engu að síður, þótt íslendingar endurnýj- uðu hann við hver konungaskipti, meðan samband íslands og Noregs hjelst, og gerðu ákvæði hans að skil- yrði fyrir hollustu sinni.-Það'er of langt mál að rekja þau samningsrof hjer, en þess verður þó að geta, að aðalrothöggið fjekk Gamli sáttmáli of þar með sjálfstæði íslendinga með lögtöku Jónsbókar árið 1281, — tæp- um tveim áratugum eftir að sáttmál- inn var gerður. Með samþykkt Jóns- bókar, sem Islendingar gengust nauð- ugir undir, náði konungur í sínar hendur öllum þremur meginþáttum valdsins, ýmist að nokkru leyti eða að fullu. Konungur öðlaðist hið æðsta dómsvald í málum íslenskra manna með því að dómi lögmanna mátti skjóta til hans, og jafnframt eign- aðist konungur sakeyri, það er bætur fyrir víg og aðrar meiri háttar mis- gorðir, og komust með þeim hætti smám saman miklar jarðeignir undir konung. Ennfremur gat konungur með aðstoð valdsmanna ráðið mestu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.