Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1948, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1948, Blaðsíða 4
312 LESBOK MORGUNBLAÐSINS ofan í vasa fólksins Hjer mætti nefna mörg einstök dæmi til staðfestingar þcssari almennu lýsingu, en það yrði ai'tof langt mál. Arið 1450 gaf konungur, sem þá var Kristján I., út tilskipun um stjórnarhagi á íslandi, og nefnist hún Longarjettarbót. Rjettarbót þessi er stórlega fróðleg, því að hún sýnir, hvað konungi finnst sjerstaklega þörf á að banna, og þar með, hvað verið hefir tíðkað í stiórnarfari lands- ins um þær mundir. Konungur býð- ur fyrst hirðstjórum og lögmönnum að skipa hverjum manni lög og rjett, hvort sem hann sje ríkur eða fátæk- ur, og láta eigi gjafir, mútur, vinfengi, eða frændsemi ráða neinu um það. Því næst bannar hann allar óspektir og upphlaup, gripdeildir, rán og of- ríki eins og átt hafi sjer stað að und- anförnu, og óþarfa yfirreiðir, sem al- menningi stafi þyngsli af og átroðn- ingur. A næstu áratugum áður en As- hildarmýrarsamþykkt er gerð, gerð- ust þrír atburðir á Suðurlandi, sem sýna ljóslega rjettaröryggi manna á þessari róstusömu öld. Þessir atburð- ir eru Krossreið, Oddgeirshólareið og Stóruvallareið. Haustið 1471 riðu þeir Þorvarður Eiiíksson, Loftssonar ríka, og Narfi Teitsson með sveit manna að Krossi í Landeyjum, heimili Magnúsar bnnda Jónssonar, og drógu hann nak- inn upp úr rúminu og drápu hann, er. særðu konu hans, sem vildi duga mr.nni sínum. Kom Magnús engum boðum eða bænum fyrir sig. Illvirkj- ar þessir voru dæmdir útlægir og fnðlausir og eignir þeirra undir kon- ung Haustið 1473, þann 3. okt., reið Þorleifur Björnsson hirðstjóra hins ríJra með flokk manna heim að Odd- geirshuólum í Flóa og gerði þar mikil hervirki. Saurguðu þeir kirkjuna og hennat griðastaði með höggum, slög- ur. og blóðsúthelliugum, því að fólk- ið á bænum hafði leitað sjer skjóls í kirkjunni. Um *ilefni þessarar heim- sóknar er ekki kunnugt, en þeir Þor- leifur tóku aflausn af biskupi árið efiir, og er ekki getið um, að þeir hnfi sætt frekari ákærum. Nokkrum átum síðar var þessi sami Þorleifur skipaður hirðstjóri á íslandi. Vorið 1476 eða 1477 gerðist sá fá- hoyrðí viðburður, að útlendir eftir- legumenn riðu upp að Stóruvöllum á Landi, heimili lögmannsins sunnan og austan á íslandi, Odds Ásmunds- sonar, sem var orðinn aldraður mað- U", og drápu hann. Þessum atburði lýsir síra Jón Egilsson í Hrepphól- um svo í Biskupaannálum sinum: „Það hafði skeð á dögum biskups Sveins og Magnúsar, að skip kom um haustið eitt á Eyrarbakka, og lágu um veturinn á Stokkseyri og þeirra skip þar fyrir framan, sem þar er kallaður Danapollur, — því þeir hjeldu þá danska, — og Danabaðstofa er þar kölluð. Einn þeirra átti frillu unp á Kekki, og þann drápu þeir. Um vorið í vertíðarlok drápu þeir ráðsmanninn frá Skálholti út á Bjarnastöðum. Sök veit jeg ekki þar ti'.. Þaðan riðu þeir og til Stokks- eyrar og svo strax þaðan og austur til Stóruvalla og hjuggu þar höfuðið af lögmanninum við dyraþverskjöld- inn og riðu Þjórsá fyrir ofan Krók. Með það sigldu þeir í burtu“. Þannig var þá ástandið í landinu á síðustu áratugum 15. aldar. Menn voru ekki óhultir um líf sitt á heimil- um sínum fyrir ofbeldismönnum fyr- ir utan allt arinað agaleysi. Hvar voru nú ákvæði Gamla sáttmála um það, að konungur skyldi láta lands- menn ná friði og íslenskum lögum? Geymd voru þau, en ekki gleymd. Þjóðin minntist enn fornra rjettinda sinna. í annað sinn kvaddi hún sjer hljóðs, og nú ganga Árnesingar einir fram fyrir skjöldu Það var með sam- þykktinni að Áshildarmýri árið 1496, sem- vjer minnumst nú hjer í dag. IV. Skömmu fyrir alþingi sumarið 1496 komu Árnesingar saman hjer að Ás- hi'darmýri, sem um þær mundir hef- ir verið almennur samkomustaður hjeraðsbúa, til þess að ræða um lands- ins gagn og nauðsynjar. Þar voru saman komnir allir lögrjettumenn úr sýslunni, bændur og alþýða manna. Varð mönnum tíðrætt um óstjórn þá og agaleysi, sem ríkti í landinu og hversu illa væri efnd þau heit, er konungur hafði gengist undir fyrir rúmum tveimur öldum, er Islending- ar gengu honum á hönd. Varð það að ráði að senda brjef um þetta efni tií alþingis, þar sem æðstu menn landsins væru minntir á forn rjett- indi þjóðarinnar og á hvern hátt Ár- nesingar hygðust framfylgja rjetti sínum með almennum samtökum hjeraðsbúa. Brjef þetta, sem síðar hefir verið kallað Áshildarmýrar- samþykkt, hefst á þessa leið: „Öllum mönnum, þeim sem þetta b:jef sjá eður heyra, sendum vjer lögrjettumenn, landsbúar og allur al- múgi í Árnesi hirðst'órum, lögmönn- um og lögrjettumönnum á alþingi kveðju guðs og vora. Vitanlegt skal yður vera, að vjer höfum sjeð og yfirlesið þann sátt- mála og samþykkt, sem gjör var á millum Hákonar konungs hins kórón- aða og almúgans á íslandi, sem hann vottar og hjer efti; skrifað stendur'*. Þessu næst taka fundarmenn upp í brjef sitt öll ákvæði Gamla sátt- mála, sem jeg hefi áður rakið í upp- hafi máls míns. En að því búnu snúa þeir sjer að hinu sjerstaka tilefni briefsins og samtökum þeim, er þeir bindast nú til varnar rjettindum sín- um, og mæla á þessa leið: ,,Nú fyrir þessa grein, að oss þykir þessi sáttmáli eigi svo haldinn vera sem játað var fyrir sakir lagaleysi ofsóknar og griðrofa, ómögulegar á- reiðir og nóglegra fjárupptekta og manna, sem nú gjort hefir verið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.