Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1948, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1948, Blaðsíða 7
LESBÖK MORGUNBL AÐSINS ÍX. H TT 315 ch anó Hjer duga sveinar fljóSum x dansfjalanna hálku, og drjúgir kingja glóSum í homi. Hjer svellur allt af hljómleik er sofa skyldu verkamenn, og sekkur allt í tómleik aS morgni. Gerist reikull dansinn glaSir menn í Bakkusi grafa sig í fansinn og spjalla. Þetta er okkar landsher og þaS mun ekki á honum standa þegar skylda hans fer aS kálla. Eitt er þó sem víst er: eiturþorstans bleika jurt í ungum hjörtum býst hjer meS rætur. Og hvernig sem aS lítst þjer er heiSur landsins venslaSur þeim hópi, sem aS snýst hjer um nætur. BlygSun fœr í staupunum bana og jarSarsaltiS dofnar Bakkus þannig kaupunum hagar. Fellur aS í sálum, fylkingar á gólfinu riölast, fjarar út úr skálum og dagar. Vjer orkum ekki aS vinna spil vort örlagaspil meö vín x haus, vort atgerfi þarf minna til aö smækka. Utan viö vor sinnisþil gnýr ægistormur veruleikans og af honum þarf kynni til aö stœkka. X. LAUKUR ER HEILSUSAMLEGUR FYR á öldum höfðu menn tröllatrú maðurinn Edward F, Kohman í Cam- á lækningakrafti lauks. Pliny telur til dæmis upp 28 mismunandi sjúk- dóma, sem hann segir að best sje að lækna með lauk. Nú er að lokum far- ið að viðurkenna það. að það hafi ekki verið neinar grillur l.já gömlu mönn- unum að tala um lækningakraft lauks- ins. Vísindamenn hafa nú fundið að laukurinn er einmitt mjög þýðingar- mikill við lækningar. Ef menn tyggja lauk í fimm mínút- ur — stundum þarf ekki nema eina mínútu — þá eru allar bakteríur horfn ar úr munninum. Jafnvel hinn sterki þefur af laukn- um, sem hefur fengið marga hús- móðurina til að tárast, getur drepið sóttkveikjur. Þetta hefur verið sann- að með tilraunum báðum megin At- lantshafsins. Það voru amerískir vísindamenn — Walker, Lindegren^ og t Bachmgnn sem fundu það að útgufun lauksins (laukþefurinn) drepur sýkla. En það var rússneski vísindamaðurinn dr. B. Tokin, sem fann að það er hægt að sótthreinsa munninn með því að tyggja lauk. Hann var að rannsaka ýmiskonar jurtir, sem drepa sótt- kveikjur. Af 150 jurtum, sem hann hafði undir höndum, reyndist laukur- inn langbestur. Hann getur líka drep- ið taugaveikisbakteríuna, staphylo- kokka o. fl. Rannsóknarmennirnir Lucas og Hammer, sem starfa við Rannsóknar- stofnun landbúnaðarins í Michigan, hafa og nýlega fundið nýja eiginleika hjá lauknum. Sje laukdropum blandað saman við 2,4—D (en það er vökvi, sem notaður er til að eyða illgresi) þá verður árangurinn margfaldur á við það, sem áður var. í tímaritinu „Science" hefur vísinda den New Jersey, bent a enn einn eig- inleika lauksins. Hann segir að það hafi verið venja að vökva laukbeð með „formaldehyde'* áður en sáð er, til þess að eyða sveppum, sem leggj- ast á jurtir. Nú sje það sannað, að eftir fáa daga geti svepparnir ekki gert laukplöntunum neitt mein, og það sje vegna þess að útgufan plantn- anna sjálfra eyði sveppunum. Þegar þetta hafði verið leitt í Ijós tóku sig til tyeir vísindamenn við há- skólann í Tomsk í Síberíu, dr. Fila- tova og dr. Toroptsiev, og fóru að rannsaka hver áhrif laukangan gæti haft á bólgusár. Þeir tóku safann úr einum lauk, eða tveimur, Ijetu hann í grunna skál og heldu henni þannig að útgufan frá safanum ljek um sárið í 10 mínútur. Þetta var reynt á 11 sjúklingum. Af tveimur höfðu limir verið, teknir og kolbrandur hlaupið í sárín. En í öllum sárunum voru bakt- eríur (hvítir streptokokkar, hvítir staphylokokkar o. fl.) og allir höfðu sjúklingarnir miklar þjáningar. Eftir fyrstu tilraun breyttist litur á sárunum og sjúklingarnir kvörtuðu ekki framar um þjáningar. Eftir aðra tilraun fóru sárin að gróa. Samkvæmt þessari reynslu er það skiljanlegt að fornir Iækningamenn höfðu tröllatrú á lauknum. Og það er sjálfsagt rjett hjá þeim, að það er ágætt ráð við kvefi að tyggja hráan lauk. Efnafræðingar hafa einangrað nokkur af þeim efnum lauksin.s, sem talin eru best til sóttvarna. En laukur- inn er merkilegur ávöxtur og sam- settur úr svo mörgum efnum, að menn hafa ekki fundið Joau öll enn. Sennilegt er þó að það taki§t pg j)á verði notuð ýmis meðul búin til úr lauk, í stað lauksins sjálfs. _ _ ; .

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.