Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1948, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1948, Blaðsíða 8
316 LESBOK MORGUNBLAÐSINS i i••ii1111 11 iii iii i n n 11 iii i iii n n n n iii ■■ n n iii i III MM 11 IMMMMIMMI Enginn æskuleiðtogi íslenskur hefir hloiið iafn miklar vinsældir og sr. Friðrik Friðriksson, og kom m. a. greinilega í Ijós á áttræðisafmæli hans, hversu margir töldu sig ciga honum gott að gjalda- Iljer á myndinni sjest sr. Friðrik í hóni uokkurra „drengjanna sinna“. = 3 § a ÞORGRÍMUR Á STAÐARBAKKA á Snæfellsnesi var einkennilegur í háttum og bráðlyniur. Eitt sinn reif vindur hey það, er hann hlóð úr. Þá reiddist Þorgrímur og æpti: „Fleiri kunna að þeyta heyi en þú vindskratti“. Síðan þeytti hann sjálfur heyi sínu sem óður væri. — Eitt sinn sá hann hrúta tvo, er hann átti, berjast á brún- inni á háum sjávarbakka, og lauk svo þeirra viðskiptum, að annar hrapaði niður i fjöru til bana. Þorgrím bónda bar að í því og þreif hann þegar til híns hrútsins og las >fir fáryrði, og bað hann fara sömu för og fylgja „bróður sínum“. Fleygði síðan broðurbananum fram af bakkanum. (Matth. Joch.). SIÐSEMI Ekki er laust við að telja megi til furðulegra hluta, að til er á íslandi kvenfólk, sem er svo ágætlega skírlíft armaður latínuskólans. — Hami var og góðsiðugt, að fjöldamargar meyjar hafa aldrei tekið i mál að gifta sig, heldur staðráðið að verða meykerling- ar af tómri siðsemi. (Gísli bp. Odds- son). SLYS AF ELDINGU Þeir tómthúsmennirnir Jóhannes OI- sen í Hjallhúsi og Þórður Torfason í Vigfúsarkoti voru báðir miklir atorku- menn, og fylgdust lengi að og sóttu stundum sjó saman. Einu sinni hreptu þeir aftakaveður hjer vestur í Flóa og urðu að hleypa til Vatnsleysustrand- ar. Þar komust þeir á land og leituðu sjer skjols hjá hjalli rokkrum. Þá laust þar niður eldingu, og fengu þeir af henm svo inikið áfall að þeir biðu þess aldrei bætur, voru jafnan bæklaðir í gangi síðan. Var því kent um að þeir höfðu verið í eirlituðum skinnklæðum. — Jóhannes var fósturfaðir Guðmund- ar Olsens kaupmanns. en Þórður var faðir Þorgríms læknis, sem seinast var í Keflavík. JÓN ÁRNASON þjóðsagnasafnai i vai seinasti umsjón göngugarpur himi mesti. Jafnskjótt og „bænir" höfðu verið haldnar á morgn- ana, nálega hvernig sem viðraði, setti liann upp íslenska leðurskó, og væri færðin ekki sem best vegna úrkomu eða snjóa, bretti hann sokkana utan yfir buxnaskálmarnar og þrammaði eins og leið lá. venjulega fram á Val- hús, þar sem Seltjarnarnes er hæst. En þetta gerði hann heilsunnar vegna og taldi sig með þessari reglusemi simii hafa lengt ævi sína um 20 ár að minsta kosti. (dr. J. H.). DÝRT ER DROTTINS ORÐ Hinn 16. október 1760 urðu íslend- ingar að konungsboði að halda fagn- aðarhátíð í minningu þess, að erfða- einvaldsstjórn Danakonunga hafði þá staðið í heila öld síðan Friðrik III. kom henni á fyrst. JÓN LÆRÐI segir frá því í Tidsfordriv, að ef haldið sje í litla fingurinn á sofandi manni og hann spurður að einhverju, þá svari hann því, sem hann veit sann- ast.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.