Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1949, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1949, Blaðsíða 3
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 295 Sendu bændur heilar lestir á grasa- fjall og er sagt að á Arnarbælis- ferju í Grímsnesi hafi verið flutt- ar yfir Hvítá klyfjar af 300 grasa- hestum. „Þótti undur“, segir Espho- lin, „hve menn heldust við víðast, og að heldur fjölgaði fólk en fækk- aði, olli því miklu betri hagsýni manna, en fyrr hafði verið“. Á þessu ári kom út sá boðskap- ur Englandskonungs, að ísland, Grænland og Færeyar skyldu vera áreitingarlaus, þar sem engar varn- ir voru þar fyrir, og skyldi öllum skipum heimilt að sigla þangað, en kæmi þó við í London eða Leith. Jafnframt sendir og breska stjórn- in hingað sjerstakan konsúl, er John Parker hjet, og skyldi hann sjá um verslun Englendinga hjer á landi. Gerðist hann brátt mjög afskiptasamur um verslun Islend- inga og varð illa þokkaður. En í skjóli hans leyfðu Englendingar sjer ýmsan yíirgang og ójöfnuð. Mun nú margt af því gleymt, en þó eru til ýmsar sögur um það. Einu sinni reiddist Savignac við Gísla Símonarson kaupmann og skoraði hann á hólm, en Gísli tók því vel. Seinna um daginn elti Savignac hann inn í hús biskups, dró tvær marghleypur upp úr vasa sínum og fekk Gísla aðra. Skyldi nú einvígið fara þar fram inni í stofu biskups. En biskup reis þá á fætur, þreif þá báða og setti nið- ur og skipaði þeim að sættast. Kom síðar í Ijós, að marghleypan, sem Gísli fekk, var tóm, en byssa Savig nacs hlaðin. Þótti hann með þessu hafa sýnt ódrengskap mikinn. Hafði deila þessi risið út af kvensnift nokkurri. Fór hún síðan til kon- súlsins „og barst mjög á með gulli og silkiklæðum“, og fór síðan með honum til Englands. Englendingar spiltu hjer æðar- varpi og drápu fugl. Einu sinni gengu þeir á land í Engey Savig- nac og menn hans og fóru að drepa fugl. Tveir íslenskir menn voru þar nær að gera að fiski. Ætluðu þeir að banna þeim ensku að drepa fuglinn, en þeir gripu þá til vopna. Annar íslendingurinn rjeðist þá á Savignac og hafði hann undir. En þá komu hinir að og hjó einn lcnsu í höfuð Islendingsins svo að hann lá lengi í sárum. Hinn manninn börðu þeir til blóðs, en hann náði sjer þó fljótlega aftur. Einhverjar bætur fengu þeir hjá Parkcr. Þess ér getið, að Parker átti gyltu stóra og kolsvarta. Ljct hann hana ganga lausa á götum bæjar- ins og þóti hún vágestur mikill og var honum fyrirskipað að hafa hana í girðingu eða húsi. En hvort hann hefir hlýtt því er ekki gott að vita. Ennfremur átti hann tík eina af- ar stóra og grimma. Hljóp hún upp í Mosíellssveit og drap þar fje fyrir bændum. Reiddist Parker við tíkina út af þessu, og þegar hann náði í hana, ljet hann hana niður í tunnu og skaut hana þar. Hinar drepnu kindur varð hann að bæta Er mælt að hann hafi orðið að greiða nær þúsund dali í banko- seðlum fyrir spjöll og óspektir. PARKER fekk sjer hjer þjón ís- lenskan, Óla Sandholt, og þótti hann ekki hafa bætandi áhrif á konsúlinn, og varð mjög óvinsæll út af því. Faðir Óla var Egill Helgason ffá Sandhólum á Tjörnesi (f. 1745). Þegar hann var 25 ára að aldri fór hann til Kaupmannahafnar og tók sjer þá nafnið Sandholt. Rjeðist hann síðan hjá stjórninni til Grænlandsferðar og skyldi kenna Grænlendingum að veiða sel í næt- ur og hákarl á lagvað, en slíkum veiðiskap voru Tjörnesingar al- vanir. Hann dvaldist 9 ár í Græn- landi og gekk þar að eiga græn- lenska konu (hálfdanska segja sumir), sem Anika hjet. En af vos- búð og kulda þar misti hann heils- una. Fór hann þá til Kaupmanna- hafnar og dvaldist þar í 15 ár. Kom svo hingað með vörur og byrjaði að versla en gekk lítt (d. 1812) cnda var þá árferði sem verst. Sumarið cftir að Parker kom hingað, voru óþurkar miklir hjer syðra og heyskaparbrestur. En þau litlu hey, er inn náðust, kolbrunnu víða. Svo voru votviðri mikil, að eldiviður ónýttist svo í Reykjavík og nágrenni, að til fullra vand- ræða horfði. Var þá brent því, sem eítir var af þófaramyllunni gömlu. sem innrjettingarnar höfðu átt. Steinkol voru að vísu til, en þau voru svo dýr, að fæstir höfðu efni á að kaupa þau. Vöruskortur var mikilí í land- inu og er þess getið að messuvín hafi skort hvarvetna, og sendu þá margir til Parkers að kaupa af honum rándýrt rauðvín til að háfa í messuvíns stað. Nú var Trampe íarinn en Casf- enskiold kominn. Gaf hanri út á- samt Koefoed sýslumanni í Gull- bringusýslu fyrirskipan um það að fiskur yrði ekki seldur út úr land- inu í slíku árferði sem nú \ar, heldur notaður til manneldis, Fisk- aðist þá vel hjer syðra og voru skreiðarlestir á ferð alt sumarið. Afli hafði brugðist fyrir norðan, og sóttu bændur drjúgum fisk suð- ur á land. Er talið að hestur muni hafa farið frá hverjum bæ fvrir vestan Öxnadalsheiði, og allt upp í 16 frá sumum bæum. Þegar Parker frjetti um þessa fyrirskipan, varð hann afár reið- ur. Gaf hann nú út boð um það að kaupmenn mættu alls eigi selja innlendum mönnum fisk, nje nein- um öðrum en enskum kaupmönn- um. Þá skipaði hann kaupmönn- um og að senda sjer skýrslur um þær vörur, er þeir hefðu til út- flutnings og láta Englendinga sitja fyrir kaupum á bestu vörunum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.