Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1949, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1949, Blaðsíða 4
296 LESBOK MORGUNBL'VÐSINS „Fengu stjórnarvöldin enga rönd reist við þessum og öðrum ójafn- aði Bretans, en urðu að sitja og standa eins og Parker vildi“. Sjálfur rak Parker verslun hjer og varð það ekki til að auka vin- sældir hans, því að oft neitaði hann að selja þær vörur, er upp gengn- ar voru hjá öðrum kaupmönnum. Þegar sykurlaust var, en Parker hafði nógan sykur, vildi hann ekki selja, .en ljet bera sykur á stígvjel sín, svo að þau gljáðu betur, eins og hann vildi storka mönnum með því. Fisk hafði hann fengið svo mik- inn, að hann fermdi stórt skip. En það var eins og forlögin vildu refsa honum fyrir yfirgang hans, því að skipið strandaði á Suðurnesjum. Bjargaðist úr því allur farmurinn og keypti Koefoed sýslumaður all- aa fiskinn fyrir lítið verð og seldi hann svo bændum aftur hóflegu verði. Kom það að góðu haldi fyr- ir marga, en sjálfur græddi Koe- foed stórfje á þessu. EKKI batnaði árferði enn og var veturinn 1812 einhver sá harðasti er komið hafði um 30 ára skeið. Gekk þá sótt mikil í Reykjavík og dóu margir. Um páskana voru svo miklar hörkur að hesta kól til bana vestra. Tók þá mjög að falla fje um alt land, en allar bjargir bannaðar af sjó. Hafís lá fyrir öllu norðurlandi fram í ágúst. Dóu þá fleiri menn en fæddust. Margir komust á verðgang og varð það eigi hamið, því að bjargarlevsi var hvarvetna. „Gerðust stuldir og hrifsan víða, en embættismenn áttu það þá eitt með öðru verra en áður með málaferli, að hvergi fekst pappír, og þurfti þó þá sem mest á að halda“. Dýrtíð jókst enn gífurlega og fellu bankaseðlar enn, svo að 12 voru á móti spesíu, en ekkert fekst hjá kaupmönnum nema með afar- kostum, og var Parker þar ekki barnanna bestur. Var þá bágt á- stand í Reykjavík. Segir Geir bisk- up svo í brjefi: „Kauphöndlun vor þykir flestum bág, ekki síst beim sem ekki hafa nema pappírspen- inga, sem nú eru teknir að verða í litlu gildi. Að undanteknu nokkru af byggi, er kaupstaður hjer mat- arlaus, og lítið er um járn og færi. Fisk sinn nærfelt allan hafa kaup- menn selt til sveitarmanna, og það. sem eftir var hefir Jón boli etið, svo hjer er nú ekki heldur fisk að fá“. Biskup mátti hjer trútt um tala, því að nokkru áður hafði Casten- ,skiöld orðið að hlutast til um það að hann fengi mat fyrir banka- seðla sína, svo að heimilið liði ekki hungursneyð. Ekkert hugsaði Parker um það að flytja hingað vöru. Hafði hann þó mörg skip í förum. Ljet hann þau sigla hlaðin grjóti (kjalfestu) frá Englandi og ætlaði að hlaða þau hjer fiski. En það brást mjög og sigldu skipin farmlaus heim aftur. Parker konsúll ljet á þessu ári smíða hafskip hjer. Sóttist smíðin seint, því að fæstir vildu fyrir hann vinna. En enginn þorði þó að sýna sig í beinum fjandskap við hann, af ótta við ensku stjórnina. Hann keypti þá einnig torfbæ, sem stóð suður af smiðju innrjett- mganna. Hafði þar áður verið í- búð vefarasveina. Bæinn ljet Park er rífa og síðan reisa þar Umbur- hús. Var það ýmist kallað „enska húsið“ eða „konsúlshúsið“. Seinna eignaðist R. Tærgesen kaupmaður hús þetta, ljet rífa það og byggja nýtt hús í staðinn. Stendur það enn og er nú Tjarnargata 5 Þrátt fyrir þau vandræði, sem hjer voru, rökuðu kaupmenn sam- an fje á þessum árum. Var hvort tveggja að þeir seldu erlenda vöru með uppsprengdu verði, en greiddu ekki fyrir íslenskar afurðir nema svo sem tíunda hlutann af því, sem þær seldust fyrir erlendis. Bárust kaupmenn og þjónar þeirra mjög á, þótt „landstjórnarmenn hinir lægri fengi varla ljereft í skyrtu“. Parker og Savignac fóru utan um haustið og urðu landsmenn því fegnir og vonuðu að þeir kæmi aldrei aftur. Hafði konsúllinn á skipi sínu mikið af ull, sem hann hafði keypt fyrir lítið verð. Þá vofði hjer yfir hungursneyð. Og til þess að afstýra henni tók Castenskiöld það til bragðs að taka allan þann matarforða, er fanga- húsinu hafði verið ætlaður, en sleppa föngunum, 39 að tölu, og senda hvern heim á sína sveit. — Taldi hann að betri afkoma væri þá í sveitunum. En 300 manna höfðu þá enga björg hjer um Nes- in og voru „síðan 100 þeirra fædd- ir í tukthúsinu á konungs kost, með einni máltíð á dag“ og kaupmenn tóku að sjer að fæða snauða menn. NÆSTI VETUR (1814) lagðist nokkuð misjafnt á, en var yfirleitt milriur hjer syðra. En heilsufar var víða mjög bágborið og er talið að nokkrir menn hafi dáið af harð- rjetti. Varð vetrarafli hjer lítill og vöruskortur og peningaskortur. Höfðu bankoseðlar nú fallið svo, að rúgtunnan kostaði 200 ríkisdali. Er það til marks um dýrtíðina. Dóu þá fleiri en fæddust og urðu mann- skaðar miklir. Er talið að 48 menn hafi druknað. Óli Sandholt var nú fyrir ensku versluninni og var óvinsæll. Má til þess telja eitt dæmi. Honum hafði orðið það, að hann skar á þvotta- snúru konu nokkurrar, en þau sömdu það með sjer. En þegar Castenskiöld heyrði þetta, kallaði hann það svo mikið ofríkisverk, að slíkt mætti ekki þola í bænum Skipaði hann að taka það upp sem sakamál og gerði landfógeti það,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.