Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1949, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1949, Blaðsíða 6
298 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS STJÓRIMARHERIIMIM í KÍIMA Tvcir amcriskir hlaðamcnn, Thcodorc II. Whitc og Annalec Jocoby, voru í Kina meðan heimsstyrjöldin stóð. Þeir skriíuðu siðan bók, scnt hcitir „Thundcr out of l'hina" og lvsa þar því frábæra sleifarlagi, scm var á stjórn kinverska hcrsins i viðureigninni við Japana. Má gcra ráð fyrir að samskonar sleifarlag sje á cnn, og sje það skýringin á þeiir. hrakförum, sem stjórnarherinn hcfur farið að undanförnu. Hjcr hirtist stuttur utdrattur úr bókinni. ÞEGAR fyrstu sóknarlotu Jupana lauk 1938, voru 4 milljónir manna í kínverska hernum. Á næstu sex árum kallaði kínverska stjórnin á hverju ári 1!£ milljón manna í herinn, og hefði herstyrkur hennar því átt að vera um 12 milljónir manna 1944. En tala hermannanna hafði staðið i stað. Hvernig stóð á þessu? Hvað hafði orðið um þessar 8 milljónir manna? Á þessum árum var ekki mikið barist, svo að mannfall á vígvöllun- um hefur ekki farið fram úr einni milljón. Hinar milljónirnar voru blátt áfram horfnar. Ýmist höfðu hermennirnir hrunið niður úr hungri og drepsóttum, eða þeir höfðu gerst liðhlaupar — sumir leitað heim til sín, en langflestir gengið óvininum á hönd. ★ í Kína var herskylda, en þeir liöfðu sína eigin aðferð við að kalla menn í herinn. Ekki var farið eftir manntali. Stjórnin ákvað aðeins hve margir menn skyldu teknir í herinn, og svo var þessu deilt nið- ur á hjeruðin, þannig að hvert hjerað átti að leggja til ákveðinn fjölda nýliða. Hjeraðsstjórnirnar skiftu þessu svo niður á sama hátt á sveitir, þorp og bæi og svo var farið að smala. Þeir ríku þurftu ekki að fara í herinn. Þeir kevptu sig lausa, og á þann hátt stungu embættismenn stórfje í eigin vasa. Allir, sem það gátu, keyptu sig undan herþjónustu. En þeir, sem teknir voru í her- inn, voru þá aðallega hinir, sem síst máttu missast frá framleiðsl- unni. Ef eitthvert umdæmi gat nú ekki skilað jafn mörgum nýliðum og heimtað var, voru ferðamenn teknir í skörðin, eða nýliðar kevptir af ræningjaflokkum. Ekki geki: þetta hljóðalaust af, og margir voru drepnir í þessu bjástri. ★ Kínversku hermennirnir fengu aldrei frí. Þeir gátu því aldrei far- ið heim til sín, og sjaldan fengu þeir brjef. Það var nokkurs konar dauðadómur að vera kvaddur í her- inn. Meiri hluti nýliðanna sálaðist áður en til vígvallanna væri komið Þeir hrundu niður í æfinga-her- búðunum og á hinni löngu göngu til vígstöðvanna. Ekki tók svo sem betra við fyrii þá, sem lifðu, þegar þangað kom því að hermennirnir sultu heilu hungri. Amerísku hermennirnir hlógu þegar þeir sáu kínvcrska her- menn flytja með sjer hundahræ. En hláturinn fór af þegar uppá- halds hundar þeirra sjálfra hurfu. — Kínversku hermennirnir stálu hundum til að eta þá, vegna þess hvað þeir voru soltnir, og hundar Ameríkumanna voru vel aldir og spikleitir. Meðfram vegunum, sem hersveit irnar fóru eftir, lágu lík manna í hrönnum. — Sjúkir og horfallnir menn reyndu í lengstu lög að lafa á liersveit sinni, því að annars stað- ar gátu þeir ekki fengið mat. En þegar þeir drógust aftur úr, var ekkert skeytt um þá, og þar báru þeir beinin. Maturinn var aðallega „póleruð“ hrísgrjón og stundum ekkert ann- að. Engin fjörefni voru í þeim, og þess vegna þjáðust hermenn- irnir af fjörefnaskorti. Um lækn- ishjálp var varla að tala. í Kína var þá einn læknir fyrir hverjar 45.000 landsmanna, og margir þeirra höfðu ekki meiri þekkingu en lyfsalar. Helmingurinn af þess- um læknum haíði orðið eftir á her- námssvæði Japana. Flestir hinna stunduðu sjálfstæðar lækningar eða voru starfsmenn í einkasjúkra- húsum. í hernum voru því í mesta lagi 500 læknar, eða svo sem einn læknir iyrir hverja herdeild. ef þeim heíði verið skift reglulega niður. En allir bestu læknarnir voru látnir vera við spítalana, að baki hersins og margar herdeildir höfðu því engan lækni. Herlæknarnir voru svo illa Jaun- aðir, að þeir hefðu getað haft 10 sinnum meira upp úr sjer með því að stunda einkalækningar. Þeir höfðu lítið af lyfjum og sama sem engin lækningaáhöld. Þeir urðu oft frávita af örvílnan að horfa upp á eymd hermannanna og geta ekk- ert hjálpað. Tíundi hver hermaður var með berklaveiki. Engra varúðarráðstaf- ana var hægt að gæta, því að menn sváfu saman og mötuðust úr sömu ílátum. Úrvals hersveit var einu sinni send til Burma. Hún varð að fara fótgangandi frá Kanton til Kweiyang, 800 km. Á þeirri göngu ljest þriðji hver maður. Amerískir læknar skoðuðu þá, sem eftir voru og sögðu að sjötti hver maður hefði verið berklaveikur. Blóðsótt og malaría lijuggu stór

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.