Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1949, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1949, Blaðsíða 8
324 LESBOK MORGUNBL AÐSINS Fyrir nokkrum árum var allur vertíðarfiskur saltaður og þurkaður. — Var mikil vinna vid það, fyrst að taka fiskinn upp úr skipi, aka honum í hús og stafla honum þar og salta að nýu. Síðan þurfti að umstafla honum og svo byrj adi þvotturinn og við ha;ui stóðu stúlkur dag eftir dag, frá niorgni til kvölds. klæddar i sjóstakka og sjóstígvjel og mcð sjóvctlinga á höndum. Var það kal- samt vcrk, en cftirsótt, því að dusrlegar síúlkur fengu hátt kaup. Svo var tisk urinn fluttur út á fiskreitina. Hvert útgerðarfjclag varð að eiga stóra stein- lagða fiskreita. Þurkunin var mikið verk og seinlegt, einkum í óþurkasumr- uni. Nú er þctta horfið. Fiskreitarnir hafa verið rifnir upp eða nú orðnir grasi grónir. Ný fiskverkunaraðferð kom með hraðfrystihúsunum. — Þar er hreinlæti allt meira og meðferðin á fiskinum öll önnur. Hann er flakaður, veginn og búið um hann í pökkurn til útflutnings. Hefur lijer orðið alger bylt- ing á atvinuusviði og verslunarháttum. Myndin er tekin í hraðfrystihúsi — (Ljósm.: Ól. K. Magnússon). Skeintuu fyrir fólkið Mjer hefur ævinlega fundist að neykjavikurbær eigi Þorláki Ó. John- son mikið að þakka. Það var hann, sem setti líf og fjör í bæinn með því að stofna Sjómannaklúbbinn. Hann fekk sjera Matthías sjer til aðstoðar, og Árni landfógeti var víst með í því. Þessar samkomur voru fyrst haldnar í Glas gow. Þar sýndi Þorlákur skuggamynd- ir af nafnfrægum stöðum erlendis og skýrði sjálfur svo ljómandi vel hverja mynd. Þegar hlje varð á, ljet hann Guðbrand í Stöðlakoti spila á harmon- iku, eða Bensa sótara kveða rímur. Sjera Matthías las upp kvæði eða sög- ur. Seinna var þetta kallað skemtun fyrir fólkið. Það var það líka áreiðan- lega. Það sótti vel þessar samkomur, enda voru peninga útlátin ekki mikil, 25 aurar inngangurinn. Svo var r.ú auðvitað dansað. Þarna kom fólk af öllum stjettum, og kom því mæta vel saman. Marga skemtilega stund á jeg Þorláki að þakka. Maður lifnaði við, þegar hann kom inn, fínn og fágað- ur i svörtum flauelsjakka og með rauða nelliku í hnappagatinu. Hann vantaði aldrei, hvaða tíma árs sem var. Jeg gleymi aldrei þegar hann sýndi í fyrsta skifti skakka turninn í Písa, hvað fólk- ið hló hjartanlega, já, svo dátt að mað- ur varð að taka undir. Svo kom: „Einn vals, Brandur!“ Brandur spilaði og lagði undir flatt. Stundum kallaði hann: „Einn galoppaði!" — (Guðrún Borgfjörð). Brúðkaup Eggerts Ólafssonar skálds var i Reykhulti haustið 1767 hjá sjera Þorleifi Bjarnasyni, sem var móðurbróðir brúðurinnar. „Brúðkaups- veisla Eggerts er án efa lang merki- legasta samkoma, sem haldin hefur ver- ið í Borgarfirði á 18. öldinni. Þar var alt í senn: veislufagnaður, búnaðar- námskeið og iþróttamót. Hvatningar- ræður Eggerts um það að eiska Island og nota sjer hin mörgu gæði þess, liðu gestum lians ekki úr minni alla ævi. Veislan stóð frá föstudegi til mánudags. Síðasti veisludagurinn varð minnileg- astur, af því að þá helt Eggert ræðu í Sturlungareit í kirkjugarðinum og tal- aði hvatningarorð til bændanna og skoraði á þá *að hagnýta hina hollu inn- lendu fæðu og auka innlendan íðnað Var að síðustu drukkið bændaminni þar i kirkjugarðinum, og taldi Eggert sjer það vegsauka að eiga það í vænd- um að heita islenskur bóndi. Yngstur veislugesta Eggerts var Jakob Snorra- son, afi minn. Reið hann þangað með föður sinum, þá ellefu ára gamall. Mundi hann glöggt alla atburði úr þessari veislu og sagði þá föður min- um.“ (Kristleifur Þorsteinsson). Hrakningar. 2. þ. m. (júní) kom bátur til Raufar- hafnar og voru á honum 4 enskir menn af hvalveiðaskipi. Höfðu þeir vilst frá skipinu i þoku. Fimti maðurinn í bátn- um var dáinn og hina hafði alla kalið til stórskemda. Þessi bátur var búinn að hrekjasl 10—20 daga; 4 siðustu dag- ana höfðu þeir fjelagar verið matar lausir. Um sömu mundir fann isJenskt liákarlaskip annan bát frá þessu sama skipi norður við Kolbeinsey. 4 menn voru á honum dauðir, en einn iifandi. Hafði hann lagt sjer til munns hræ fjelaga sinna og haldið svo lífi. Hann var fjarskalega kalinn. (Fjallkonan 1884). Valdstjórnin er ekki góðum verkum til skelfingar, heldur vondum. (Jón biskup Vídalín).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.