Lesbók Morgunblaðsins - 17.07.1949, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 17.07.1949, Page 6
330 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS SKÁLDIÐ H. G. WELLS LJEK SJER AÐ TINDÁTUM ric i’ Cjoocln man II. G. Wells. MJER var sagt að maður, sem hjeti Wells væri væntanlegur og ætti að snæða miðdegisverð hjá okkur. Jeg var ekki hrifinn af því. Það eitt hvernig folkið nefndi nafn hans með lotningu og aðdáun, var ærið nóg til þess að jeg fjekk skömm á honum. Mamma var á þönum fram og aftur, færði til alla hluti í stof- unum og var með þetta sama um- sta,ng eins og þegar hún átti von á frænkum sinum og álíka gestum. Svo gekk jeg fram í eldhúsið og spurði vinnukonuna hvers konar sætamauk hun ætlaði að hafa með tebrauðihu. Hún leit skelfd á mig og helt að hún hefði annað að gera en hugsa um það, þegar von væri á sjálfum Wells. Og hún sagði þetta hátíðlega. Jeg laumaðist þá út úr eldhúsjnu, en var svo óhepp- ■ i - * L-i f inn að mamma sá mig í sama bili og skipaði mjer að þvo mjer og fara í hreina skyrtu. Þetta kórónaði allt saman. Jeg fór inn í leikstofuna og skelti hurðinni í lás á eftir mjer. Jeg leit út um gluggann. Það var húðarrigning úti. Jeg var ákveðinn í því að vera fúll. En þarna var enginn til að vera fúll við, svo að jeg dró fram leik- föngin mín. Jeg valdi tindátana — það átti best við mig vegna þess hvað jeg var í grimmum hug. Jeg var niðursokkinn í leikinn og vissi ekki -fyr til en að pabbi og Wells voru komnir inn í herbergið. Jeg varð að heilsa Wells eftir öllum listarinnar reglum, og þótt skömm sje frá að segja, var jeg ekkert upp með mjer af því. Svo ætluðu þeir að fara aftur, en þá tók Wells eftir tindátunum * mínum. Hann stað- næmdist skyndilega og sagði: „Leikur þú sjer að tindátum?“ Hann virti fyrir sjer hvernig jeg hafði skipað tindátunum og tautaði eitthvað við sjálfan sig. Það var auðsjeð að hjer var eitthvað, sem honum líkaði ekki. Pabbi var vand ræðalegur á svip og vissi ekki hvað liann átti að segja. „Hver sigrar?“ Það kom hik á mig og jeg svar- aði: „Það er í rauninni hvorugur sem sigrar, en . . .“ „En þú hefur þó skipað þeim í tvær fylkingar“ sagði Wells. Svo varð löng þögn, Pabbi ræskti sig. Mjer leið ekki vel. „Nei“. sagði jeg. „Hefirðu ekki gert það?“ „agði Wells. „Það dugar ekki“. Svo lagðist hann á f jóra fætur og fór að athuga vígvöllinn. Sjerstak- lega virtist hann gefa gaum að fall- byssu, sem þar var. „Hvernig er þessi notuð?“ spurði hann. Jeg sýndi honum það. Hann hlóð byssuna og miðaði henni vand lega á trumbuslagarann, sem stóð dálítið afsíðis. Svo hleypti hann af, og trumbuslagarinn fell. „Ágætt“, sagði hann. „Þetta var vel miðað. Áttu aðra fallbyssu?“ Jeg benti honum á aðra fall- byssu, en sagði ekki neitt. Jeg vissi ekki hvað þetta átti að þýða Eng- inn fullorðinn maður átti að haga sjer þannig, allra síst frægur rnað- ur. Pabbi ræskti sig aftur. „Við skulum koma niður og drekka sjerryglas áður en við borð- um“, sagði hann, nærri því eins og í skipunartón. Wells ljet sem hann heyrði það ekki, en tók að raða tin- dátunum upp í tvær fylkingar. Nú varð löng þögn. „Eigum við ekki að íá okkur sjerryglas áður en við förum að borða?“ spurði pabbi aftur. En því svaraði Wells ekki, heldur spurði pabba: „Leikið þjer yður aldrei að tin- dátum?“ Það hummaði eitthvað í pabba og Wells sneri sjer aftur að mjer og sagði: „Þú átt altaf að skifta þeim í tvær jafnstórar fylkingar, eins og jeg hefi gert hjerna. Nú eru hjer þrjátíu fótgönguliðsmenn, tuttugu riddarar og ein fallbyssa á hvora hlið, eins og þú sjerð. Svo eigum við að láta þá gera árásir til skiftis. Fótönguliðsmennina má flytja um eitt skref og riddarana um tvö skref í hvert sinn. Líka má skjóta fjórum skotum í staðinn fyrir fram sókn. Þú verður að búa þjer til þín- ar eigin hernaðarreglur, en þessari reglu fylgi jeg vanalega.“ „Á jeg að skilja það svo að þjer leikið yður stundum að tindátum?“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.