Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1949, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1949, Blaðsíða 7
LESBOK MORCIUNBLAÐSTN? 395 einnig að líta á hann sem mann með tilfinningum ástar og haturs, með ástríðum og hvötum, sem megna að buga bæði sál hans og líkama. VEGNA þessa nána sambands sálar og líkama, er það því meir en æski- legt að sá, sem hefur sjúklinga und- ir höndum, hafi til að bera bæði andlega þekkingu sálusorgarans og sjerþekkingu læknisins. Sjera Alston J. Smith, prestur við meþodista kirkjuna í Roxbury í Connecticut, hefur ritað grein í tímaritið „Tomorrow“ og bent á það að sállækningar sje staðfesting á því, að trúin hafi lækningamátt, bæði fyrir líkama og sál. „Jesús var mesti læknir heims- ins,“ segir hann. „Hann var bæði læknir og spámaður og hann gat læknað allar meinsemdir manna. En samtímis prjedikaði hann sið- fræði sína og benti mönnum á, að í hinum fullkomna heimi, sem hann kallaði „guðsríki“, væri hvorki sjúk dómar nje sundurlyndi." Jafn ágætur vísindamaður eins og dr. J. B. Rhine, forstöðumaður Duke University’s Parapsychology Laboratory, hefur viðurkent að trúarlíf og lækningamáttur fari saman. Hefur hann ritað grein um þetta í „The Carolina Quarterlv“ og segir þar meðal annars: „Trúin og læknavísindin hafa sameiginlega mikinn mátt til bess að stuðla að velferð mannkynsins. Margir hinna fornu trúarfrömuða voru í senn bæði læknar og and- legir leiðtogar.“ í fornöld skorti lækna mjög til- finnanlega þekkingu í læknisfræði, en þeir litu á sjúklinga sína þannig, að þeir hefðu bæði sál og líkama. Og þeir leituðust við að lækna hvort tveggja samtímis í heild í stað þess að vera að hugsa um að lækna einhvern sjerstakan hluta líkamans. Dr. Maynard Austin segir í „Look“ að þegar komið sje með fótbrotinn mann til læknis, þá hugsi hann ekki um annað en fót- inn. Sje komið með mann, sem hef- ur botnlangabólgu, hugsi læknir- inn aðeins um botnlangann og best sje að taka hann. Fæstir læknar líti á sjúklinga sína sem menn, heldur líti þeir aðeins á það hvað að þeim gengur. Svo reyna þeir að gera við það, sem aflaga fer, en hugsa ekk- ert um manninn sjálfan — sálina. Má vera, segir hann, að þetta stafi af því hvað læknisfræðin skiftist nú í margar sjergreinar. í lækna- skólum og spítölum sje lögð aðal- áherslan á það að greina sjúkdóm fljótt og vel, og í þessu hafi oVðið miklar framfarir. En ekkert’ sje hugsað um að kynnast því hvernig andlegum högum sjúklingsins sje háttað, hvort hann eigi við áhyggj- ur að stríða í heimilislífi sínu og fjármálum, eða hvernig hann er settur í lífinu. Það er rangt, segir dr. Austin, að líta aðeins á sjúk- dómstilfellið, en ekki á sálarlíf mannsins. Það er ekki nóg að læknir þekki lyf. Hann verður einnig að afla sjer þekkingar á öllu viðhorfi sjúk- lingsins til lífsins, vegna þess að það getur staðið í nánu sambandi við þau veikindi, sem hann hyggst að lækna. Þegar alls þessa er gætt, ætti mönnum að vera það ljóst, að jafn- hliða iæknisþekkingu verður að vera mannþekking og siðfræði. — Vanheilindi manna verða eigi lækn uð með meðulum eingöngu. Lækn- isfræðin er ekki einhlít. Jafnhliða sjúkdómsgreiningu verður að vera sálgreining, því að á bak við siúk- dóminn liggja oft andlegar og sið- fræðilegar orsakir, sem venjulegur læknir er ekki bær að dæma um. EITT vandamál, sem þráfaldlega kemur fyrir lækna, er það hvort segja eigi manni, sem gengur með ólæknandi sjúkdóm, allan sannleik- ann. Þar kemur margt til greina. í fyrsta lagi, að sá sjúpdor*<Ur, setn talinn er ólæknandi *-í: tíag, jverðijv máske læknandi eftfr nokkurn tíma með nýjum meðiþum. Enn > r- ? fremur ber þess að gáeta, að það er ekki nóg að segja sjúklingnum sjálfum frá þessu, hetiur verður líka að taka tillit til ástvina hans. Og þá getur verið nailðsynlegt að búa þá undir óheillatíðindin. En mest af öllu er þetta þó komið und- ir sálarþroska og trú sj’úklingsins sjálfs. Það er erfitt fyrir manrt, áém áð- eins hefur lært læknisfræði, að ráða fram úr því hváð rjeftast sje að gera, þegar hann tékur tillit til alls þessa. Það mundi líka vera erf- itt fyrir þann, sem aðéins hefur lært guðfræði. En sá maður, sem lært hefði bæði læknisíræði og guð- fræði mundi vera manna best fær að dæma um hvað gera skyldi og taka ákvörðun unri-það. (Þýtt). i- iia,/i{.ía 6------ ■ . . ■ . --------------- >1(1! b yíiii! Barnahjal Kermari nokkur var að segja börnum sögu af lambi, s'etn hefði hlaupið burt frá fjápbópnuin og svo hefði tófan drepið það. Skiljið þið þetta? sagði hann- Ef lambið hefði verið. kyrt í hóþn- um, þá hefði tófan ekki etið það. — Nei, sagði Siggi litli, því áð þá hefðum við etið það. ’ ★ Sveinki hafði sjeð móður sína mæla einn meter þannig að þafa þráðarendann við nefið á sjer og teygja úr þræðinum mefS því að rjetta út handlegginn. Einu sinni kom hann hlaupandi inn til henn- ar með óhreinan kaðalspotta, sem hann hafði fundið og sagði: — Lyktaðu að þessu og segðu mjer hvað það er langt. ti ■ H1r / • < -------------------------------♦ 9:ifc?Cí « Oíi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.