Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1949, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1949, Blaðsíða 1
44. tölublað Sunnudagur 4. desember 1949 XXIV. árgangur. LAIMD8IG DG LANDBROT MILLUM ÖLFLSAR OG ÞJÓRSÁR VEGNA þess hvað mikið hefur verið skrifað um landsig og land- brot á svæðinu millum Þjórsár og Ölfusár, en margt af því af altof miklum ókunnugleik, skrifa jeg þessar línur. Því hefur verið haldið fram að landið væri að síga á þessu svæði, og það svo mikið að nemi alt að 1—1% meter á öld. Hvað sannar þessa staðhæfingu? Jeg er enginn fræðimaður, en jeg hef alið aldur minn á þessum slóð- um, og oft við ýmis störf í fjörunni, svo sem fyrst veiðisnatt, beitu- tekju, fjárgæslu, sölvatekju og sjó- róðra. Það er mikill munur á flóði (háflæði) og fjöru (lágflæði) og það mjög breytilegt þótt stór- streymt sje og brimlaust, og oft mikill munur á lágflæði, oftast mest lágflæði í Góu og Höfuðdags- straumi, og getur munað alt að tveim fetum (63 cm.) frá meðal stórstraumsfjöru. Sama er með há- flæðið, þótt ekki muni það eins miklu. En þar er líka sú breyting, að það er hærra flæði með lengra dægrinu, t. d. að vetrinum hærra morgunflæðið en að sumrinu kvöld flæðið. Söl spretta í stórstraums fjöruborði á ystu skerjum, en koma alls ekki upp úr í smástraumi, og þau 60 ár sem liðin eru síðan jeg fór fyrst að taka söl, eru það altaf sömu skerin, og sömu brúnirnar utan í þeim, sem sölin spretta á. Ættu þó þeir blettir, sem jeg tók söl á fyrir 60 árum að vera hættir að koma upp úr, ef um sjáanlegt landsig væri að ræða. Margt fleira mætti benda á sem sannar að um landsig sje ekki að ræða. Landbrot hefur orðið á þessum slóðum, en er það eins mikið og seinni tíma fræðimenn hafa haldið fram, svo sem að í landnámstíð hafi verið gróið land fram í brim- garð? Svo hagar til á þessum slóð- um, að frá stórstraums háflæði eru sker og grynningar ca. 1 kílómeter frá landi, þar sem skiftast á sker og lónpollar á milli. Skerin flest upp úr um fjöru en flest á kafi á flóði, og samfeldur skerjagarður yst, þó með skörðum, sem brimið lægir á og nefnd eru sund eða ósar, og er farið um eftir miðum þegar á sjó er farið. Landnáma segir að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.