Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1949, Qupperneq 6
546
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
lanáóon
/\Ji(lijálmur
HÆTTIR ÉSKIMÓA
ÁÐUR EN áhrifa hvítra manna tók
að gæta í heimskautalöndum Norð-
ur-Ameríku, mintu hús Eskimóa
seinni hluta dags og á kvöldin
fremur á baðstofu heldur en heita
stofu. Vegna þess að fatnaður
þeirra er gerður úr loðskinnum, er
ekki um annað að gera fyrir þá
en sitja naktir í rrjiklum hita. Föt-
in mundu brátt verða ónýt og
grotna niður vegna þess hvernig
menn svitna, að ekki sje talað um
ódauninn, sem af því mundi hljót-
ast.
í húsinu okkar hjá Mackenzie-
fljóti, var það venja að við sátum
allsnaktir að öðru en því, að við
vorum í einum buxum, þetta frá
klukkan fjögur á daginn þegar úti-
verkum var lokið, og fram til
klukkan ellefu þegar gengið var
til náða. Við svitnuðum svo að svit-
inn rann í lækjum niður af okk-
ur, en krakkarnir báru á milli skál-
ar með ísköldu vatni og þömbuðum
við það drjúgum.
Húsin þarna voru bygð úr torfi
með trjegrind. Veggir voru svo
þykkir og þakið, að enginn kuldi
gat komist þar inn nema með loft- j
ræstingunni. Nú er það svo, að
þótt strompur sje á húsi, þá fer
ekki mikill hiti út um hann, og
þar fer alls ekki meira heitt loft
út en því kalda lofti nemur, sem
inn kemst.
Strompurinn á svona húsi, þar
sem 20—30 menn sitja inni, er
venjulega eins og ofnrör hjá okk-
ur. Það er nóg til þess að halda
loftinu hreinu, en oft er 40—60
stiga munur á hitanum inni og úti.
Vegna þessa mikla munar á hita
streymir heita loftið út um stromp-
inn, en upp um gólfið kemur
ferskt loft í staðinn, en á svo stóru
svæði, og svo hægt, að það getur
ekki valdið súg.
Loftið er hitað með lömpum,
sem brenna dýrafeiti. Ljósið á
þeim er gulleitt og þægilegt, og af
því er hvorki lykt nje ljósreykur.
Fyrsta veturinn sem jeg var þarna,
var slökt á nokkrum ljósum á
kvöldin um leið og gengið var til
náða, þannig að hitinn lækkaði
smám saman niður í 10 stig. Allir,
konur, karlar og börn sváfu alls-
naktir undir ljettum feldum.
Sumir meltingarfræðingar hafa
haldið því fram að Eskimóar þurfi
fleiri hitaeiningar en aðrir til þess
að halda á sjer hita. En reynsl-
an sýnir að Eskimóar þurfa ekki
að borða meira en Skotar, að
minsta kosti ekki til þess að halda
á sjer hita, vegna þess hvað þar
er kaldari veðrátta.
Fátt er heimskulegra en það, að
halda því fram að menn geti harðn-
að til að þola vetrarkulda. Þar
standa allir jafnt að vígi, Evrópu-
menn, Grænlendingar og Afríku-
menn.
Peary aðmíráll hefir hvað eftir
annað tekið það fram, að besti föru-
nautur sinn í norðurferðum hafi
verið Matthew A. Henson, en það
var blökkumaður. Hvalamenn í
norðurhöfum sóttust eftir því að
hafa menn frá Cap Verde-eyum,
Canari-eyum og Hawai-eyum þeg-
ar þeir fóru vetrarferðir sínar norð-
ur fyrir Ameríku. ítalski íshafs-
leiðangurinn, sem var undir for-
ystu Abruzzi hertoga, komst lengra
norður en aðrir höfðu komist, og
það sjest á sögu leiðangursins að
þetta var fremur að þakka dugn-
aði en forsjá.
Sennilega hefir engum mönnum
í heimi tekist betur að haga lifnað-
arháttum sínum eftir umhverfinu,
heldur en Eskimóunum á norður-
hjara veraldar. Hjá þeim hittir
maður þá menningu, sem berst ekki
við náttúruöflin, heldur hagar sjer
eftir þeim. Þeir þurfa því ekki á
að halda neinum aukaskamti hita-
eininga til þess að verjast kuldan-
um, því þeir eiga ekki í neinni bar-
áttu við kuldann.
Þarna norður frá er veturinn
besti tími ársins. En um sumarið,
frá því í maí og þangað til í sept-
ember, eru kanadisku Eskimóarn-
ir eins og fangar. Þeir geta ekki
farið yfir árnar vegna þess að þeir
kunna ekki að synda. Þeir verða
að krækja í kring um vötnin, sem
ná yfir helming landsins. Á milli
þeirra eru mýrar og þar er nær
ólíft fyrir mývargi.
En þetta breytist þegar frostin
koma á haustin. Þá drepast mý-
flugurnar eða leggjast f dvala og
hægt er að fara þvert o^, 'ndilangt
yfir mýrar og vötn. Svo kemur
snjórinn og þá er hægt að ferðast
á sleðum hvert sem maður vill. Þá
er farið í vetrarfötin og flutt inn í
vetrarhúsin og þar líður Eskimó-
um ekki ver en þeim, sem eiga
heima í Park Avenue í New
York.
Fatnaðurinn, sem Eskimóar eru
í kaldasta tíma ársins, vegur tæp-
lega tíu pund og er því mikið ljett-
ari heldur en vetrarklæðnaður
kaupsýslumanna í New York. Þessi
föt eru mjúk eins og silki og það
er varla ofmælt að Eskimóar verði
að þreifa fyrir sjer um það hvort
kalt sje úti.
Þegar frostið er 40 st. F. geta
Eskimóar hjá Mackenziefljóti, eða
hvítir menn, sem eru klæddir eins