Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1949, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1949, Blaðsíða 16
LESBÓK morgunblaðsins r.56 ÍSLENSKT LEIKRIT Á KONUNGLEGA LEIKHÚSINU í KAUPMANNAHÖFN. Um þessar mundir er verið að sýna Jón Arason", leikrit Tryggva Sveinbjörns- sonar, á Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn. Myndin hjer að ofan er tek- in á frumsýningunni. Til vinstri sjest höfuðsmaðurinn (Aage Föns), þá Jón biskup Arason ( (Thorhild Roose), þá fylgikona biskups (Clara Pontappidan) og að baki daetur biskups Helga og Þórunn (Lise Ringheim og Astrid Villaume). Björn á Burstarfelli. Jökuldælingar höfðu áður þann sið, er þeir komu úr kaupstað í Vopnaflrði, að á skamt frá Burstarfelli, og matast þar og hvíla sig. Það var venja Björns sýslumanns að láta taka hesta þeirra á meðap og flytja á þeim hey eða torf, og þorðu menn ei að finna að þvi. Þá bjó Jón Gunnlaugsson á Vað- brekku í Jökuldal. Hann var karlmenni mikið. Eitt sinn áði hann hjá Burstar- felli, tók upp mat sinn og fór að snæða. Þegar í stað kemur drengur heiman frá bænum og fer að beisla hestana. „Hvert ætlar þú með hest- ana?“ segir Jón. „Sýslumaður sendi mig eftir þeim“, sagði drengur. „Segðu honum að það sje hestarnir mínir“, sagði Jón. Drengur fór heim með þessi erindislok. Að lítilli stundu liðinni sjer Jón hvar sýslumaður kemur. Hann er þungbrýnn og spyr Jón hví hann vilji ei lofa að taka hestana og hvort hann haldi að honum dugi fremur en öðrum, að mælast undan þvi að hest- ar hans sjeu brúkaðir dálitið meðan hann standi við. Jón svarar engu, en stendur upp og tekur nýja vetlinga. er hann hafði lagt hjá sjer, leggur þá saman og snýr þá sundur í einum snúning milli handanna og sýnir sýslu manni stúfana. Sýslumaður þagði og gekk heim aftur og átti hvorki við Jón nje hesta hans framar. (Munn- mælasaga að austan). Teitur á Ketu. Vorið 1819 reið Jón prófastur Kon- ráðsson á Mælifelli að kirknaskóðun á Skaga. Gisti hann að Vigfúsar prests í Hvammi og reið þaðan að Ketu og prestur með honum. Þar bjó þá Teit- ur Hallgrímsson. Hann var maður spaklyndur og fekk gott orð, en stirð- ur var hann og enginn snyrtimaður. Átti að messa í Ketu um daginn. Lík var flutt á kirkjuna utan úr Nesjum- en er kom fram hjá Mallöndum, datt kist- an sundur utan af líkinu. Reyrðu þá lík menn kistuna saman með reipum. Pró- fasti þótti þetta fátítt að sjá umbúnað þann, er til kirkju kom, og frjetti hverju sætti. Sögðu þeir sem var, að Teitur hefði smíðað kistuna og trje- neglt, sem siður hafði verið á Skaga, en hann bössusmiður. Tók Vigfús prest- ur að ávita Teit um smíði sitt. Varð Teiti þá eigi annað að orði en það: „Það er ekkert annað en það, að það hafa verið of stuttir helv. naglarnir, karl minn“. (Gísli Konr.) .J¥*4 Síldina má fæla. Haustið 1884 var síld að ganga inn Eyjafjörð og var utarlega í firðinum, en nótabátar Norðmanna flyktust þá saman með slíkum gauragangi, að síld- in helt aftur til hafs, en Norðmenn sátu eftir með sárt ennið. Ef bátarnir hefði verið færri við þetta og svipuð tækifæri, þá eru líkindi til að allir hefði aflað vel. í staðinn fyrir það öfluðu engir vel. (Ól. Davíðsson). Maríudýrkun á 19. öld. Þegar Jón prófastur Konráðsson var á Mælifelli, reið hann eitt vor út í Fljót til kirknavitjana. Kom hann síðla dags að Stóra-Holti og tók þegar upp að rita kirkjuna um kvöldið. Var hún nýbygð af Jóni bónda Ólafssyni og þótti prófasti vandvirkni mikil á vera. Hafði og Jón sjálfur gefið henni mik- ið. Ljet prófastur sig furða það og kallaði fáa svo vel gjört hafa. „Ekki mun það um of fyrir sæla Maríu“, kvað Jón. Prófastur glotti við. Jón spurði prófast að með öðru, hvort ei væri mesti óþarfi og eyðsla að vera tvisvar til altaris á ári. Svaraði pró- fastur því einu: „Eigi má maður segja það, Jón minn“. Jón sagði þá, að nær væri að prýða betur kirkjur sínar og viðhalda líkneskjum, er beint væri nú í eyðingu. En prófastur tók tal annað. Það var jafnan orðtak Jóns, er hann veitti öðrum af ölföngum eður öðru, að hann veitti öllum jafnt, meiri hátt- ar eða minni, og sagði þá um ieið: „Sæl María grætur, ef einn er eftií skilinn“. Og það ætluðu sumir að Jón hjeti stundum á heilaga Maríu. — (G. Konr.) Ófeigur ríki. Það er sagt að Ófeigur ríki á Fjalli á Skeiðum legði ríkt á við vinnumenn sína að fara gætilega með hestana í lestaferðum, einnig með sjálfa sig að ofþreyta sig ekki af vökum og öðru erfiði, svo að þeir þyrftu engrar sjerx stakrar hvíldar við, er þeir kæmu úr ferðinni, heldur gætu þeir þegar í stað farið að verki. Tiltók hann ávalt, hversu langar dagleiðir þeir skvldu hafa, hvar áfanga, svo og hvenær heim skyldi komið. Einu sinni komu vinnu- menn Ófeigs einum degi fyr úr ferð cn til var ætlast. Ferjan var austan megin Hvítár og ljet hann þá bíða heilan sólarhring við ána áður en þeir fengi flutning. Var það gert til þess, að þeir kæmi ekki of snemma úr ferð í næsta skifti. (ísl. sagnaþættir).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.