Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.1949, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.1949, Page 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 559 stórum sauðfje og hross um land alt. Vorið kalt og hart með stór- um köstum og tók mjög fyrir afla. Gekk blóðsótt og dó fólk sums stað- ar úr vesöld. Margir urðu bráð- dauðir á Vesturlandi, Skagaströnd og víðar, og heldu menn af há- karlsáti. Alt þrengdi að í senn, bjargarskortur af landi og sjó, höndlunardýrtíð og matvörubrest- ur, því að þær fluttust litlar, þó skip kæmi á hafnir. Var tjöldi manna bjargarlaus á veturnóttum Gerðust stuldir og hrifsan víða, og mesta umferð um haustið, og varð ei hamið, því bjargleysi var hvar- vetna.“ í Reykjavík var þá matar- laust í búðum þegar í ágúst, nema eitthvað örlítið af bankabyggi. — Allur fiskur var upp seldur, því að Parker hinn enski hafði látið greip- ar sópa um hann. Öll þessi ár var Gísh í siglingum, seldi íslenskar vörur og sótti er- lendar vörur. Þótti það ekki heigl- um hent eins og þá var ástatt, er hinn mesti ófriður geisaði, og vík- ingaskip voru um öll höf. En árið 1813 kom fyrir atburður er varð þess valdandi að Gísli flutt- ist búferlum til Kaupmannahafnar Árið áður varð Castenskjöld stiptamtmaður hjer, en það sumar sigldi Gísli eins og vant var og fóru flestir kaupmenn í Reykjavík utan með honum. Var hann vetrarlangt ytra. En er hann kom heim var kona hans vanfær og þótti honum það með ólíkindum, er hann hafði verið svo lengi að heiman. Grunaði hann Castenskjöld um það að vera í'öður að barninu, og lenti í hart milli þeirra út af því. Segir Gísli Konráðsson það „almæli að Casten- skjöld bætti Gísla fyrir sig með gjaldi eigi alllitlu“. Síðan seldi Gísli búslóð sína hjer og sigldi með konu sína og börn þá um sumarið til Kaupmannahafnar og átti þar heimili síðan. Castneskjöld vrar ungur maður og htt reyndur, aðalsmaður og leit stórt á sig. Rak hann verslun hjer fyrir sig, eins og Trampe hafði gert, og átti því í sífeldum brösum við kaupmenn. Hann var stiptamtmað- ur í 5 ár og fekk mjög einhliða dóm h'já íslendingum. Espholin segir um hann: „Fór Castenskjöld lítt að annara ráðum og var æskulegur í háttum, og gaf sig meira við kaup- skap en stjórn, og vildi lítt hlutast til um rjettdæmi, en var ærið ör við suma menn, og var því snúið svo fyrir honum að þeir nyti meira kvenna þeirra, er þeim voru ná- komnar, en sín sjálfra." Bjarni Thorsteinsson amtmaður gaf honum þennan dóm: „Var Castenskjöld einhvær sá ljelegasti stimptamtmaður, sem verið hefur á íslandi, veill af ímyndunarveiki, þekkingarlaus og óduglegur til embættisstarfa, fjegjarn og hlut- drægur og heiptrækinn, þegar því var að skifta.“ Geir biskup Vídalín sagði um hann: „Hygg jeg hann vanti eitt og annað, sem betra er að hafa en án vera fyrir stiptamtmann hjer — tel jeg auk annars til þess stöð- uglyndi og orðheldni." En snjallast komst Bjarni Thor- arensen skáld að orði, er Casten- skjöld fór heðan, að hann hefði verið „leiður á öllu íslensku og alt íslenskt leitt á honum.“ Þessir vútnisburðir sýna að mikill mannamunur hefur v-erið á þeim Gísla, og Gísla ekki láandi þótt hann vildi ekki vera lengur undir því háyfirvaldi, enda þótt hann tæki konu sína í sátt og kallaði barn hennar sitt barn. (Það var drengur og hjet Karl). Hann reynd- ist og vel bræðrum konu sinnar, þeim Bjarna í Mýrdal og Pjetri á Vatnsleysu, sem báðir voru fátækir. Tók hann tvö börn af Pjetri og mannaði þau. Sýnir þetta alt hver mannkostamaður hann var. ÞÓTT Gísli hefði flutt búferlum af landi brott stjórnaði hann enn verslun Jacobæusar af miklum dugnaði. Hafði verslunin nú fært út kvíarnar. Reisti Gísli nú stórt hún sunnan við búðina og stóð það til skams tíma og var venju- lega kallað Melstedshús, því að Sigurður Melsted hafði eignast það og bjó þar lengi (þar stendur nú viðbygging Útvægsbankans). En árið 1821 seldi hann Jacobæusi sínn hluta í værsluninni. Gerðist þá verslunarstjóri þar Einar Jónsson, föðurbróðir og tengdafaðir Jóns Sigurðssonar forseta. Gísli keypti sjer nú skip og gerð- ist lausakaupmaður. Þóttist hann með því móti geta unnið löndum sínum meira gagn og komið ár sinni best fyrir borð. Hafði hann og feng- ið mikla reynslu í siglingum og við að kaupa vörur og selja. „Þótti hann jafnan vel löndum sínum og bauð tíðum hæst verð fyrir íslensk- ar vmrur. Kom öðrum kaupmönn- um það oft illa, og varð jafnan þrakk um það milli þeirra í Reykja- vík, en hann kallaði þá ei kunna að versla er þeir drægi jafnan í ótíma að ákveða verðlagið. Kvaðst því skyldu vera búinn að ferma skip sitt á undan þeim og hafa selt vöruna ytra áður en þeir fengi sjer við komið.“ FÓR nú svo fram um hríð. En 1826 varð Schram kaupmaður í Spá- konufellshöfða að hætta verslun vegna skulda. Keypti Gísli þá versl unina og kom þangað í júní um sumarið, og verslaði þar upp frá því. Bætti hann mjög verslun norð- an lands um langan tíma og var Húnvetningum nýtt um slíkan markað heima í hjeraði. Höfðu þeir áður orðið að sækja verslun suður í Reykjavík, því að venjulega kom ekki nema eitt skip í Höfða og hafði þá stundum engan kornmat meðferðis. En nú kom Gísli með

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.