Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.1949, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.1949, Page 4
560 UCSBOK MORGUNBLAÐSINS þrjú skip. Var þá mjög sóttur mark aður í Höfða úr allri Húnavatns- sýslu, norðan af Skaga og vestan Hjeraðsvatna í Skagafirði. En Gísli vildi halda uppteknum hætti og vera í siglingum. Fekk hann sjer því verslunarstjóra til að standa fyrir versluninni á Skaga strönd. Var það danskur maður, P. Duus, er seinna varð verslunar- stjóri í Keflavík. Sumarið eftir komu skip Gísla enn í Höfða og hann sjálfur með Sendi hann þá eitt skipið með varn- ing til Hofsóss, Siglufjarðar og Ak- urevrar. Er mælt að kaupmönnum þar gætist illa að þessu, því að alls staðar bauð hann betra verð fyrir íslenska vöru en aðrir. Þetta varð til þess, að næsta vor bætti Jakob Havsten kaupmaður í Hofsós verð á vörum. Var skip hans komið út áður en GísU kom. Þá sást það hvað GísU var vinsæU meðal bænda, því að þeir biðu komu hans með að versla. Næstu árin flutti GísU nægar vörur í Höfða. „Var þá útlend vara svo mikil, að hver mátti kaupa sem lysti. Mundu menn eigi svo góða verslun þar verið hafa. Voru nú og nógir peningar. Mátti það sannlega segja, að Gísli bætti mjög verslun Norðanlands og varð fyrstur manna til þess.“ GÍSLI hafði löngum verslað í Vestmannaeyjum, og árið 1833 keypti hann Garðaverslun þar á móti Sören Jacobsen. Dvaldist honum því lengur í Vestmanneyum þá um vorið en endranær. Hafði hann þó sent skip í Höfða á und- an sjer með 1000 tunnur af mat- vælum. En nokkru eftir að það skip var komið í Höfða lagði þar inn lausakaupmaður, sem Ferdi- nand Bergmann hjet. Líkaði Duus verslunarstjóra það illa. Með Berg- mann var Þorsteinn er kallaði sig Kúld, sonur síra Jóns á Auðkúlu, Jónssonar biskups Teitssonar. Er talið að Þorsteinn hafi dregið ætt- arnafn sitt af Auðkúlu. Bergmann hafði áður verið búð- arþjónn hjá Schram og þótti Hún- vetningum lítið til hans koma. Hafði hann tekið Þorstein í Revkja- vík og skaut honum á land í Húna- þingi að ríða um bygðir og fá menn til kaupa við sig. „En verslun batn- aði ekki algerlega fyr en Gísli kom sjálfur til, er út hafði komið í Vestmanneyum. Þaðan fór hann og reið fjöll. Fann hann marga Húnvetninga og Skagfirðinga og bauð góð kaup, en hafði í skympi að Bergmann skyti Þorsteini á land, sem áður hefði verið sagt um refinn á Melrakkasljettu norður“. Helt GísU áfram verslun sinni með sama myndarbrag og áður og skeytti því lítt þótt Bergmann kæmi árið eftir og reisti verslun- arhús á Hólanesi. Það ár varð Sör- en Jacobsen stórkaupmaður gjald- þrota og keypti GísU þá hinn helm- inginn í Garðaverslun í Vestmann- eyum af þrotabúinu. Hafði hann nú tvær fastar verslanir undir og mörg skip í förum. Var hann nú í uppgangi og vinsæll af öllum við- skiftavinum sínum. En hans naut ekki lengi við eft- ir þetta. Haustið 1837 hraut hann út af vagni í Kaupmannahöfn og lenti með höfuðið á trje. Meiddist hann svo mikið, að hann ljest 8 dögum síðar. Er svo mælt að hann ljeti eftir sig 30.000 dala skuldlaust, er hann fell frá. Verslunina í Vest- mannaeyum, sem hann hafði keypt fyrir rúmlega 6000 dali, seldi ekkja hans Jens Jakob Benediktsen fyr- ir 13.500 dali. Fylgdu í þeim kaup- um 2 fiskibátar, 2 fiskiskútur og 1 þilskip. Ein dætra þeirra hjóna, Guðrún, giftist tignum manni ytra, Hofjæg- ermester Griiner, sem átti fjóra herragarða í Ðanmörk. Sagnir um Gísla: — Þetta sumar (1811) varð sá atburður í Reykjavík, að Savignac hinum enska og Gísla Símonar- syni bar til. Brá Gísli honum um þernu hans, er áður hafði verið með Jörgensen, Guðrúnu, dóttur Dúks-Einars, er kallaður var, en Savignac bauð honum til einvígis og gekst hann'undir. Savignac var karlmannlegur maður að sjá, en ekki sterkur. Og eitt sinn, er Gísli var inni hjá biskupi, kom hann þangað og helt á tveimur pístól- um og fekk Gísla aðra, reyndist síðar að sú var tóm, en Savignacs pístóla hlaðin, með svo miklu falsi var það gert. Síðan spentu þeir báðir, en biskup þreif til þeirra og setti þá niður hjá sjer báða, og gat talað niður með þeim, svo að þeim var óhætt hvorum fyrir öðrum að kalla. — Peter Duus verslunarstjóri Gísla átti íslenska konu, Ástríði dóttur Tómasar söðlasmiðs í Sjáv- arhólum á Kjalarnesi. En henni þótti virðulegra og líkara dönsku nafni eða útlensku að nefna sig Ágústu og kallaði sig svo. Það þótti Gísla hlægilegt og sagði oft er hann kom til herbergis þeirra og sá alt fágað, því að hún var þrifnaðarkona mikil: „Mikið hel- víti, er hún Ásta hjerna á stóln- um!“ Var það glettni hans, en hann oft níðorður. Var það eigi af græsku, því slíkt var sama þá hon- um var gott í skapi. Var það og óvandi sumra farmanna. Gísli hafði út hingað járníestar miklar til að halda skipunum í Höfða, því að þar er höfn opin og hin hættulegasta. Hafa þar og löngum strandað skip og slitnað upp. Nú beið Gísli eftir sláturtöku á einu skipi sínu og ætlaði utan á því sjálfur. En það var um Mikaelsmessu (29. sept.) að ofsa

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.