Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.1949, Page 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
561
hart norðan veður rak á um nótt.
Sleit þá kjötskipið upp, hrukku
akker frá botni, því festarnar heldu,
en það rak fyrir veðrinu og brim-
rótinu á klett og gekk kjölurinn
undan. En þótt brim berði að öll-
um megin, komust allir menn lífs
af. Stýrimaður hljóp að herberg-
isglugga Gísla og æpti á dönsku
„að Satan skyldi hafa slátur alt“.
Gísli spurði, ef menn allir komust
af, og lofaði guð er hann heyrði
að svo var. Ull, tólg og prjónles
rak hrönnum saman á ströndina og
fekst mikið af vörunum aftur. Þó
varð vart að mörgu var hvinskað,
og voru þó fengnir menn til að
vaka. Keyptu 10 menn í fjelagi
skipsskrokkinn fyrir nær 60 spesí-
ur. Seldu síðan viðuna aftur, járn,
kaðla og eir. Varan var boðin upp
sú er rak og hlaut Gísli sjálfur alla
með litlu verði. Hugðu menn að
alllítill mundi skaði hans verða.
Gísli kom eitt sinn út í Vest-
manneyum og seldi þar um hríð.
Fór síðan á land og reið til Reykja-
víkur. Var þar rígur í öðrum kaup-
mÖnnum við hann, sökum þess að
hann ljet vörur með lægra verði
en þeir. En eigi þótti margra færi
að hnippast við hann í orðum. Var
hann harðorður og bar þeim margt
á brýn. Hjet hann þeim og því, að
minka skyldi aðflutningur að norð-
an til Reykjavíkur, er allmikill
hafði verið áður. Vitum vjer þetta
með fullum sanni sagt, þótt ósnyrti-
legri væri þá sum orð hans, fram-
ar en hjer er sagt, við þá er hann
átti orðastað. Varð því fátt um
kveðjur með honum og þeim, og
reið hann úr Reykjavík norður
fjöll við annan mann, og fekk mik-
il illviðri, snjókrapa og bleytu.
Gísli var annar brautryðjandi ís-
lenskrar verslunar, hinn Bjarni
riddari Sigurðsson, og hefir þeim
oft verið líkt saman. Báðir unnu
íslendingar í alda raðir
yrtu á þjóðhöfðingja í Ijóði,
kunnu vel að mæta manni
og mál að reifa í konungs skála.
Þágu vist og veglegt sæti
völdum meður jöfra höldum.
Vörðu stafn á döglings dreka,
dugðu best í háska mestum.
Ennþá meðal íslendinga
íturmenni getur að líta,
er í stafni stjórnarkarfa
standa fast í mestum vanda.
Þú ert, Gísli, gjörr ið besta,
gildur æ og hjartamildur.
Altaf sannur íslendingur,
orð þín ganga vart úr skorðum.
Varstu hverju sviði sannur,
sagan geymir það um daga.
Framar öðrum fórstu víða,
fjör og gleði starfi rjeðu. —
Trúnni helgu traustur kraftur,
tál fanst ei í þínu máli.
í landsins fornu kristnu kirkju
krafðist þú að fólkið trúi.
þrekvirki á því sviði, og verða
íslenskri verslunarstjett til sóma
og hvatningar um ókomin ár.
Það er ævintýri líkast, að fátæki
pilturinn frá Málmey, skyldi geta
rutt sjer framabraut á þeim árum
er einna verst hafa komið yfir land-
ið og í harðri samkepni við hina
útlendu kaupmenn, sem vildu gína
yfir allri verslun á íslandi. Þetta
sýnir best hvílíkur hæfileikamaður
og atorkumaður Gísli hefir verið.
Og með þakklæti má þjóðin jafnan
Gamla Fróns á þjóðar þingum
þjettur stóðst að máli rjettu.
Aldrei veill og aldrei hálfur,
áttir lausn í mála sáttum.
Hvarvetna í stjórn og starfi
sterkur lagðir úrskurð merkan.
Vörður laga huga heilum,
hreinum vildir lyfta skildi.
Meðan þú á feðra foldu
fórst með völd, í bygðum hölda,
liðsemd góðu ljeðir máli,
lattir síst, til dáða hvattir.
Stóðstu fast um frelsi þjóðar,
uns fjekk að lokum endi þekkan.
Fullveldis á dýrum degi
dugðir þú, en vjer að búum.
Gæfustund á grundu helgri
gullu horn við Lögberg forna.
Lýstir þú, sem lýðir minnast,
landið undan danskri grundu. —
Þinni hönd er holt að fela
heiður lands yfir ljúpið breiða,
og að tengja traustu bandi
Týliland og Noregs-strandir.
Kr. H. Breiðdal.
minnast þess, að hann bætti kjör
hennar eftir megni þegar henni
reið mest á. Hann hefir líka feng-
ið góða dóma: „Gísli var mjög mik-
ilhæfur maður og allajafna í mikl-
um metum utan lands sem innan“.
— „Þótti að honum mikill mann-
skaði“ — „Gísli Símonarson þótti
jafnan reynast löndum sínum ágæt-
lega, og var talinn prýði íslenskr-
ar kaupmannastjettar á sinni tíð“
— „Hann hafði verið hinn mesti
sýslunarmaður, hreinskilinn og