Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.1949, Side 7
LES iölI MORGUNBLAÐSINS
563
ur lítið hlýrri en sjórinn umhverf-
is. En ef hann nú samt sem áður
ætti að gera hinum nyrstu löndum
gagn, þá ætti hann að renna þaðan
til norðausturs, en það gerir hann
okki, heldur rennur hann til aust-
urs. Það virðist því vera falskenn-
ing að Golfstraumurinn hafi bæt-
andi áhrif á veðráttu í vestanverðri
Evrópu.
Talið er að Golfstraumurinn sje
um 60 mílur á breidd og nái niður
í 600 feta dýpi og fari með 20
mílna hraða á sólarhring. Þetta er
bví aðeins örmjótt band í úthafinu,
þar sem sjórinn er örlítið hlýrri en
alt um kring.
Ef vjer ættum að fallast á kenn-
inguna um áhrif Golfstraumsins á
veðráttu norðlægra landa, þá yrð-
um vjer jafnframt að viðurkenna
að þúsundasti hlutinn úr hafinu, og
þó líklega miklu minna brot, geti
valdið því, vegna þess að hann er
örlítið hlýrri en úthafið sjálft, að
svo mikill mismunur er á Noregi
og Labrador, að í Norður-Noregi
eru allar hafnir íslausar árið um
kring en frjósa á hverjum vetri í
Labrador.
Önnur skýring er á þessu og hún
er sú að í yfirborði sjávar í norð-
anverðu Atlantshafi er straumur,
sem stefnir norðaustur. Niðri í
djúpi Atlantshafsins er hitinn við
frostmark, eða lægri, en á yfirborð-
inu er hiti sjávarins um 14 stig C.
eða meiri. — Neðri sjávarlögin
streyma stöðugt suður að miðjarð-
arlínu að norðan, en yfirborðs-
straumur fer norður. Þessi hreyf-
ing á hafinu er stöðug.
Suður við miðjarðarlínu tekur
yfirborðsstraumurinn þegar stefnu
til norðausturs og heldur henni
síðan.
Kúlulögun jarðar.
Lengi heldu menn að jörðin væri
flöt, og margir halda það enn. Það
var von, að menn, sem áttu heima
langt inni í landi og sáu ekki annað
en fjöll og dali, heldu að jörðin
væri flöt. En sjómennina, sem
höfðu hinn víða sjóndeildarhring,
mátti gruna annað, og stjörnuspek-
ingarnir, sem sáu að jörðin kast-
aði íbognum skugga á tunglið, urðu
fyrstir til að sjá að jörðin muni
vera hnöttótt.
Mishæðin á yfirborðinu, sem
kemur fram vegna kúlulögunarinn
ar, er ekki nema 2 þumlungar á
mílu vegarlengd. Það er því svo
sem ekkert undarlegt þótt menn
heldu lengi að jörðin væri flöt.
í þessu sambandi er rjett að taka
eitt dæmi til að skýra betur bungu-
lag jarðar. Setjum svo, að grafin
hafi verið 20 mílna löng járnbraut-
argöng og verkfræðingarnir hafi
]agt alt kapp á að þau væri lárjett.
Það hefði verið ljóta yfirsjónin.
Með því móti hefði göngin í miðju
verið 66 fetum nær miðju jarðar
heldur en opin, eða með öðrum
orðum, miðgöngin hefði verið 66 fet
um lægri heldur en opin. Vatn hefði
því hlotið að renna inn í þau báð-
um megin og safnast saman í
miðju. Á þessu sjest líka þótt ein-
kennilegt sje, að í alveg lárjettum
göngum hefði lestin fyrst ekið of-
an í móti og síðan upp brekku. Til
þess að jarðgöngin fyltust ekki af
vatni, varð gólfið í þeim að hafa
rama bungulag og jörðin, eða vera
66 fetum hærra í miðju heldur en
til endanna.
Stærsta fljótið.
Amazon er langstærsta fljót
heimsins. Missouri-Mississippi er
að vísu lengra, en um vatnsmagn
ber Amazon langt af. Regnflötur
þess er talinn vera um 2V2 miljón
fermílur, eða álíka og þriðjungur-
inn af Evrópu. Á þessu svæði eru
binar geisilegu hitabeltis úrkom-
ur, og vatnið, sem þar kemur úr
]ofti árlega er um 2400 tenings-
mílur. Nú er það víða svo að ekki
Jæmur fram í fljóti nema svo sem
fjórði hluti þeirrar úrkomu, sem
talin er vera á regnfleti þess. En
þótt svo væri að Amazon bæri ekki
fram nema fjórða hluta þess rign-
ingavatns, sem fellur á regnsvæði
þess, þá er það samt um 600 ten-
ingsmílur á ári. Ef þessu vatni
væri dreift jafnt yfir England, sem
er talið vera 50.000 fermílur að
flatarmáli, þá yrði dýpið um 250
fet.
Stærsta vatn í heimi er Lake
Superior. Það er 390 mílur á lengd
og 80 mílur á breidd að meðaltali
og dýpið er um 900 fet að meðal-
tali. Alt vatnsmegin þess er því um
5320 teningsmílur eða rúmlega
helmingi meira en það úrkomu-
vatn ,sem fellur árlega á regnflöt
Amazon-fljótsins. En þó er vatnið
í Lake Superior svo mikið, að
Niagarafossarnir bera ekki meira
fram á 124 árum.
Tönn tímans.
Það er talið að sjórinn brjóti um
eitt fet að meðaltali á ári af allri
strandlengju Englands. Þetta virð-
ist ekki mikið og menn taka varla
eftir því, nema þeir komi á ein-
hvern stað eftir margra ára fjar-
veru. En samt er þetta mikið þeg-
ar menn athuga það að þannig
bryður tönn tímans landið ár og
síð.
Það er ekki auðvelt að ákveða
nákvæmlega strandlengju Eng-
lands, en ekki mun fjarri sanni að
telja hana 1800 mílur. Eitt fet á
allri þessari lengd samsvarar 220
ekrum, eða svona meðaljörð. Þetta
brýtur sjórinn af Englandi á hverju
ári.
En þá er spurningin: Mun Eng-
land ekki einhvern tíma hverfa
með öllu? Ef þessu heldur áfram
iafnt og þjett, þá verður England
ekki annað en hólmar og sker árið
700.000.
En jafnhliða þessu fer fram önn-